Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2018 08:16 Assad-liðar nærri Douma. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Rússlands segja að Ísraelar hafi gert loftárás á stjórnarher Sýrlands í nótt. Fjórtán eru sagðir hafa fallið í árásinni og þar á meðal Íranar. Rússar segja að átta flugskeytum hafi verið skotið frá tveimur ísraelskum F-15 orrustuþotum úr lofthelgi Líbanon. Þá eiga fimm af flugskeytunum að hafa verið skotin niður af loftvörnum stjórnarhers Sýrlands. Ísraelski herinn neitar að tjá sig um árásirnar og ásakanir Rússa, samkvæmt frétt Times of Israel. Árásin var gerð á Tiyas flugstöðina, sem er skammt frá Palmyra í Sýrlandi. Vitað er til þess að Ísrael hafi einnig gert árás á sömu herstöð þann 10. febrúar. Þá sögðu þeir íranskan útsendara hafa flogið dróna frá flugvellinum inn fyrir lofthelgi Ísrael. Fyrrverandi ísraelskur hersöfðingi sagði í útvarpsviðtali í nótt að herinn hefði lagt niður rauðar línur. Þeir myndu ekki leyfa flutning vopna frá Sýrlands til Líbanon og að þeir myndu ekki leyfa Íran að koma upp herstöð í Sýrlandi.Ætla að staðfesta hver ber ábyrgð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu saman í síma í nótt þar sem þeir deildu upplýsingum um meinta notkun efnavopna í Douma í Sýrlandi. Forsetarnir voru sammála um að efnavopnum hefðu verið beytt og hétu þeir því að vinna saman og staðfesta hver bæri ábyrgð á notkun þeirra. Báðir leiðtogarnir fordæmdu efnavopnaárásir í Sýrlandi og sögðu að draga yrði ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, til ábyrgðar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Á vef France24 segir að forsetarnir ætli sér að ræða saman aftur á næstu tveimur sólarhringum og að ríkin muni deila upplýsingum um árásina. Stjórnarher Assad hefur verið sakaður um árásina þar sem tugir eru sagðir hafa látið lífið. Ríkisstjórn hans og Rússar, hans helstu bandamenn, segja enga efnavopnaárás hafa verið gerða.Sleppa gíslum úr Douma Stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra hafa setið um bæinn Douma í Austur-Ghouta, um langt skeið. Uppreisnarhópurinn Jaish al-Islam hefur haldið bænum og er hann sá síðasti í héraði sem ekki er í höndum Assad-liða. Viðræður höfðu staðið yfir og var samið um tíu daga vopnahlé í síðustu viku. Það féll þó niður um helgina, eftir að meðlimir Jaish al-Islam neituðu að yfirgefa bæinn og hófust loftárásir aftur á föstudaginn. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir nú að uppreisnarmennirnir hafi sleppt tugum gísla úr haldi. Þeir hafi verið í haldi uppreisnarmanna frá 2013 og að þeim hafi verið sleppt vegna nýs samkomulags um að Jaish al-Islam myndi yfirgefa Douma.Myndband af flugskeytunum yfir Homs í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Rússlands segja að Ísraelar hafi gert loftárás á stjórnarher Sýrlands í nótt. Fjórtán eru sagðir hafa fallið í árásinni og þar á meðal Íranar. Rússar segja að átta flugskeytum hafi verið skotið frá tveimur ísraelskum F-15 orrustuþotum úr lofthelgi Líbanon. Þá eiga fimm af flugskeytunum að hafa verið skotin niður af loftvörnum stjórnarhers Sýrlands. Ísraelski herinn neitar að tjá sig um árásirnar og ásakanir Rússa, samkvæmt frétt Times of Israel. Árásin var gerð á Tiyas flugstöðina, sem er skammt frá Palmyra í Sýrlandi. Vitað er til þess að Ísrael hafi einnig gert árás á sömu herstöð þann 10. febrúar. Þá sögðu þeir íranskan útsendara hafa flogið dróna frá flugvellinum inn fyrir lofthelgi Ísrael. Fyrrverandi ísraelskur hersöfðingi sagði í útvarpsviðtali í nótt að herinn hefði lagt niður rauðar línur. Þeir myndu ekki leyfa flutning vopna frá Sýrlands til Líbanon og að þeir myndu ekki leyfa Íran að koma upp herstöð í Sýrlandi.Ætla að staðfesta hver ber ábyrgð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu saman í síma í nótt þar sem þeir deildu upplýsingum um meinta notkun efnavopna í Douma í Sýrlandi. Forsetarnir voru sammála um að efnavopnum hefðu verið beytt og hétu þeir því að vinna saman og staðfesta hver bæri ábyrgð á notkun þeirra. Báðir leiðtogarnir fordæmdu efnavopnaárásir í Sýrlandi og sögðu að draga yrði ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, til ábyrgðar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Á vef France24 segir að forsetarnir ætli sér að ræða saman aftur á næstu tveimur sólarhringum og að ríkin muni deila upplýsingum um árásina. Stjórnarher Assad hefur verið sakaður um árásina þar sem tugir eru sagðir hafa látið lífið. Ríkisstjórn hans og Rússar, hans helstu bandamenn, segja enga efnavopnaárás hafa verið gerða.Sleppa gíslum úr Douma Stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra hafa setið um bæinn Douma í Austur-Ghouta, um langt skeið. Uppreisnarhópurinn Jaish al-Islam hefur haldið bænum og er hann sá síðasti í héraði sem ekki er í höndum Assad-liða. Viðræður höfðu staðið yfir og var samið um tíu daga vopnahlé í síðustu viku. Það féll þó niður um helgina, eftir að meðlimir Jaish al-Islam neituðu að yfirgefa bæinn og hófust loftárásir aftur á föstudaginn. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir nú að uppreisnarmennirnir hafi sleppt tugum gísla úr haldi. Þeir hafi verið í haldi uppreisnarmanna frá 2013 og að þeim hafi verið sleppt vegna nýs samkomulags um að Jaish al-Islam myndi yfirgefa Douma.Myndband af flugskeytunum yfir Homs í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15
Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent