NBA: Nýliði í svaka stuði þegar Utah Jazz tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 07:30 Donovan Mitchell. Vísir/AP Utah Jazz varð í nótt fjórða liðið úr Vesturdeildinni til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár en gríðarlega spenna er í baráttunni um fjögur síðustu sætin í lokaleikjum deildarkeppninnar. Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og verður því með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 112-97 sigri á Los Angeles Lakers. Þrátt fyrir að lítið sé eftir af deildarkeppninni þá er Utah liðið aðeins það fjórða úr Vesturdeildinni sem nær þessu takmarki. Fimm lið hafa unnið á bilinu 45 til 46 sigra í vetur og berjast því um síðustu fjögur sætin fram á lokadag en deildarkeppninni lýkur á miðvikudagskvöldið. Donovan Mitchell var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar en Joe Ingles bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum og Jae Crowder var með 18 stig. Josh Hart var með 25 stig fyrir Lakers liðið sem hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.J.J. Redick var stigahæstur með 18 stig þegar Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og jafnaði félagsmetið. Að þessu sinni vann liðið 109-97 sigur á Dallas Mavericks og tryggði sér með því heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ben Simmons bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum og Robert Covington var með 15 stig og 10 fráköst. Sixers liðið hefur nú unnið 50 af 80 leikjum sínum en fyrir tveimur árum vann liðið aðeins 10 af 82 leikjum. Þetta er fyrsti 50 sigra tímabil félagsins frá því veturinn 2000-01 þegar Allen Iverson leiddi liðið alla leið inn í lokaúrslitin. Eina Sixers liðið sem hefur unnið fjórtán leiki í röð var liðið með Dr. J og Moses Malone tímabilið 1982-83 en það lið varð meistari. Klay Thompson skoraði 22 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum þeagr Golden State Warriors vann 117-100 útisigur á Phoenix Suns. Þetta var fimmtándi leikurinn í röð sem Golden State vinnur Phoenix. Kevin Durant var með 17 stig og 9 stoðsendingar.Taurean Prince var með 33 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-106 sigur á Boston Celtics en tapið skipti ekki máli því Boston er búið að tryggja sér annað sætið í Austurdeildinni. Brad Stevens, þjálfari Boston, frysti þá Al Horford, Jayson Tatum, Jaylen Brown og Terry Rozier alla á bekknum í fjórða leikhlutanum en þetta var þriðja tap Celtics liðsins í síðustu fjórum leikjum. Jayson Tatum var stigahæstur með 19 stig en Rozier vantaði aðeins 1 stoðsendingu og 2 fráköst í þrennuna.C.J. Miles skoraði 22 stig og OG Anunoby var með 21 stig þegar besta liðið í Austurdeildinni, Toronto Raptors, vann sinn 58. leik á tímabilinu og bætti með því félagsmetið. Liðið var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni og þeir DeMar DeRozan og Jonas Valanciunas fengu báðir frí í þessum 112-101 sigri á Orlando Magic.Domantas Sabonis skoraði 30 stig og bætti við 27 stigum þegar Indiana Pacers vann 123-117 sigur á Charlotte Hornets. Lance Stephenson var síðan með 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 8 stig í sjöunda sigri Indiana í síðustu níu leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 100-117 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 97-112 Toronto Raptors - Orlando Magic 112-101 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 130-117 Boston Celtics - Atlanta Hawks 106-112 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 117-123 Philadelphia 76ers - Dallas Mavericks 109-97 NBA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Sjá meira
Utah Jazz varð í nótt fjórða liðið úr Vesturdeildinni til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár en gríðarlega spenna er í baráttunni um fjögur síðustu sætin í lokaleikjum deildarkeppninnar. Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og verður því með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 112-97 sigri á Los Angeles Lakers. Þrátt fyrir að lítið sé eftir af deildarkeppninni þá er Utah liðið aðeins það fjórða úr Vesturdeildinni sem nær þessu takmarki. Fimm lið hafa unnið á bilinu 45 til 46 sigra í vetur og berjast því um síðustu fjögur sætin fram á lokadag en deildarkeppninni lýkur á miðvikudagskvöldið. Donovan Mitchell var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar en Joe Ingles bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum og Jae Crowder var með 18 stig. Josh Hart var með 25 stig fyrir Lakers liðið sem hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.J.J. Redick var stigahæstur með 18 stig þegar Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og jafnaði félagsmetið. Að þessu sinni vann liðið 109-97 sigur á Dallas Mavericks og tryggði sér með því heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ben Simmons bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum og Robert Covington var með 15 stig og 10 fráköst. Sixers liðið hefur nú unnið 50 af 80 leikjum sínum en fyrir tveimur árum vann liðið aðeins 10 af 82 leikjum. Þetta er fyrsti 50 sigra tímabil félagsins frá því veturinn 2000-01 þegar Allen Iverson leiddi liðið alla leið inn í lokaúrslitin. Eina Sixers liðið sem hefur unnið fjórtán leiki í röð var liðið með Dr. J og Moses Malone tímabilið 1982-83 en það lið varð meistari. Klay Thompson skoraði 22 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum þeagr Golden State Warriors vann 117-100 útisigur á Phoenix Suns. Þetta var fimmtándi leikurinn í röð sem Golden State vinnur Phoenix. Kevin Durant var með 17 stig og 9 stoðsendingar.Taurean Prince var með 33 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-106 sigur á Boston Celtics en tapið skipti ekki máli því Boston er búið að tryggja sér annað sætið í Austurdeildinni. Brad Stevens, þjálfari Boston, frysti þá Al Horford, Jayson Tatum, Jaylen Brown og Terry Rozier alla á bekknum í fjórða leikhlutanum en þetta var þriðja tap Celtics liðsins í síðustu fjórum leikjum. Jayson Tatum var stigahæstur með 19 stig en Rozier vantaði aðeins 1 stoðsendingu og 2 fráköst í þrennuna.C.J. Miles skoraði 22 stig og OG Anunoby var með 21 stig þegar besta liðið í Austurdeildinni, Toronto Raptors, vann sinn 58. leik á tímabilinu og bætti með því félagsmetið. Liðið var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni og þeir DeMar DeRozan og Jonas Valanciunas fengu báðir frí í þessum 112-101 sigri á Orlando Magic.Domantas Sabonis skoraði 30 stig og bætti við 27 stigum þegar Indiana Pacers vann 123-117 sigur á Charlotte Hornets. Lance Stephenson var síðan með 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 8 stig í sjöunda sigri Indiana í síðustu níu leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 100-117 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 97-112 Toronto Raptors - Orlando Magic 112-101 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 130-117 Boston Celtics - Atlanta Hawks 106-112 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 117-123 Philadelphia 76ers - Dallas Mavericks 109-97
NBA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Sjá meira