Kemur með sjúkraflugi til Íslands á morgun og fer á Grensás í endurhæfingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. apríl 2018 13:16 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Sunna Elvíra Þorkelsdóttir er væntanleg til landsins á morgun og fer í endurhæfingu á Grensás. Hún tekst nú á við áfallið sem hún varð fyrir þegar hún lamaðist við fall á Spáni að sögn lögmanns hennar. Sunna Elvíra var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Páll Kristjánsson Lögmaður hennar segir að farbanninu hafi verið aflétt í vikunni og hún komi heim á morgun. „Hún hefur fengið það staðfest að það sé laust pláss inni á Grensás. Hún er búin að vera núna úti á Spáni á sambærilegri endurhæfingardeild sem hefur bara gengið vel. Hún heldur bara áfram sinni endurhæfingu hér heima,“ segir Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru í samtali við fréttastofu. Páll telur að hún komi heim með sjúkraflugi. En á sínum tíma var safnað fyrir sjúkraflugi, en kostnaðurinn við það var áætlaður um 5,5 milljónir íslenskra króna. „Náttúrulega á sínum tíma þegar hún lendir í slysinu þá lá önnur staða uppi. Þá lá hún stórslösuð úti og fékk ekki viðeigandi læknismeðferð og þá var unnið að því að fá hana heim. Það var keypt þessi sjúkraflugvél og ég veit ekki betur en að slíkt standi ennþá til. Auðvitað er náttúrulega allt önnur staða uppi hjá henni núna en var á þeim tíma.“Bjartara yfir henni Fjölskyldan hefur ekki gefið upplýsingar um það hversu miklu var safnað eða hvað flugið á morgun muni kosta. Páll segir að Sunna Elvíra takist nú á við það áfall að lamast varanlega. „Henni líður betur í dag heldur en á sínum tíma. Þetta er í rétta átt, endurhæfing gengur vel en hún er náttúrlega bara að takast á við það áfall að vera varanlega slösuð, búa við varanlegar afleiðingar þessa slyss. Það er bara næsta skref að byggja sig upp og halda áfram en það er bjartara yfir henni en fyrst allavega.“ Hann segir að ekkert mál sé í gangi á hendur Sunnu Elvíru hvorki hér á landi né á Spáni. Mál Sunnu Elvíru er í ferli hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. En samkvæmt upplýsingum þaðan hafa spænsk yfirvöld sýnt jákvæð viðbrögð varðandi afhendingu gagna. Málið sé hins vegar ekki komið formlega í hendur lögreglunnar hér á landi. Réttarstaða hennar hér muni skýrast þegar öll gögn að utan liggi fyrir. Eiginmaður Sunnu Elvíru situr enn í gæsluvarðhaldi. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13 Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir er væntanleg til landsins á morgun og fer í endurhæfingu á Grensás. Hún tekst nú á við áfallið sem hún varð fyrir þegar hún lamaðist við fall á Spáni að sögn lögmanns hennar. Sunna Elvíra var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Páll Kristjánsson Lögmaður hennar segir að farbanninu hafi verið aflétt í vikunni og hún komi heim á morgun. „Hún hefur fengið það staðfest að það sé laust pláss inni á Grensás. Hún er búin að vera núna úti á Spáni á sambærilegri endurhæfingardeild sem hefur bara gengið vel. Hún heldur bara áfram sinni endurhæfingu hér heima,“ segir Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru í samtali við fréttastofu. Páll telur að hún komi heim með sjúkraflugi. En á sínum tíma var safnað fyrir sjúkraflugi, en kostnaðurinn við það var áætlaður um 5,5 milljónir íslenskra króna. „Náttúrulega á sínum tíma þegar hún lendir í slysinu þá lá önnur staða uppi. Þá lá hún stórslösuð úti og fékk ekki viðeigandi læknismeðferð og þá var unnið að því að fá hana heim. Það var keypt þessi sjúkraflugvél og ég veit ekki betur en að slíkt standi ennþá til. Auðvitað er náttúrulega allt önnur staða uppi hjá henni núna en var á þeim tíma.“Bjartara yfir henni Fjölskyldan hefur ekki gefið upplýsingar um það hversu miklu var safnað eða hvað flugið á morgun muni kosta. Páll segir að Sunna Elvíra takist nú á við það áfall að lamast varanlega. „Henni líður betur í dag heldur en á sínum tíma. Þetta er í rétta átt, endurhæfing gengur vel en hún er náttúrlega bara að takast á við það áfall að vera varanlega slösuð, búa við varanlegar afleiðingar þessa slyss. Það er bara næsta skref að byggja sig upp og halda áfram en það er bjartara yfir henni en fyrst allavega.“ Hann segir að ekkert mál sé í gangi á hendur Sunnu Elvíru hvorki hér á landi né á Spáni. Mál Sunnu Elvíru er í ferli hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. En samkvæmt upplýsingum þaðan hafa spænsk yfirvöld sýnt jákvæð viðbrögð varðandi afhendingu gagna. Málið sé hins vegar ekki komið formlega í hendur lögreglunnar hér á landi. Réttarstaða hennar hér muni skýrast þegar öll gögn að utan liggi fyrir. Eiginmaður Sunnu Elvíru situr enn í gæsluvarðhaldi.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13 Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13
Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20