Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2018 19:45 Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt af Aberdeen Angus kyni en fyrstu kálfarnir koma í heiminn í haust. Með nýja kyninu er vonast til að nautgriparækt eflist enn frekar og að þjóðin geti orðið sjálfbær með framleiðslu á nautakjöti.Kristján Þór Júlíusson fær hér upplýsingar frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands um kostnað við byggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonKristján Þór heimsótti nýja einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóahreppi í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda sem fór fram á Selfossi í gær og í dag. Á Stóra Ármóti hafa verið settir upp fósturvísar af af Aberdeen-Angus holdagripum frá Noregi í 32 kýr en aðeins 11 þeirri héldu. Kýrnar munu bera fyrstu kálfunum í haust. Kálfunum verður þá komið fyrir í 9 mánaða einangrun en eftir það verður tekið sæði úr þeim sem verður selt til bænda. Kristjáni Þór líst vel á nýju einangrunarstöðina. „Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna. Það er til mikillar fyrirmyndar að þeir ætla sér að taka stöðu og nýta tækifæri á markaði, byggja sig upp fyrir það, það er ánægjulegt og gott að verða vitni að slíku hugarfari.“ Í dag eru um eitt þúsund tonn af erlendu nautakjöti flutt inn til landsins á hverju ári. Hvað finnst Kristjáni Þór um það? „Þá er tækifæri fyrir íslenska kjötframleiðendur í nauti að búa sér til svigrúm og koma inn á þennan markað. Það ætla þessir vösku einstaklingar að gera hér, og ég fagna því mjög,“ segir Kristján.Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda er ánægður með að fá nýja gripi inn í nautakjötframleiðsluna á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonArnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir frábært að fá nýja gripi inn í nautakjötsframleiðsluna. „Við getum gert betur íslenskir bændur í að bjóða nautakjöt, það er 25 – 27 % af nautakjötsframleiðslu hér á landi innflutt.“ „Við viljum íslenskir bændur geta boðið Íslendingum og þeim sem hér dvelja upp á íslenskt nautakjöt. Á þennan hátt ætlum við að bregðast við til þess að fá stærri og holdfylltari gripi sem auðvelt er að afsetja og auka þannig gæði og vinnubrögð í þessari grein, þ.e. kjötframleiðslunni,“ segir Arnar sem lofar jafnframt að kjötið verði mjög gott að grillið. Flóahreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt af Aberdeen Angus kyni en fyrstu kálfarnir koma í heiminn í haust. Með nýja kyninu er vonast til að nautgriparækt eflist enn frekar og að þjóðin geti orðið sjálfbær með framleiðslu á nautakjöti.Kristján Þór Júlíusson fær hér upplýsingar frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands um kostnað við byggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonKristján Þór heimsótti nýja einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóahreppi í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda sem fór fram á Selfossi í gær og í dag. Á Stóra Ármóti hafa verið settir upp fósturvísar af af Aberdeen-Angus holdagripum frá Noregi í 32 kýr en aðeins 11 þeirri héldu. Kýrnar munu bera fyrstu kálfunum í haust. Kálfunum verður þá komið fyrir í 9 mánaða einangrun en eftir það verður tekið sæði úr þeim sem verður selt til bænda. Kristjáni Þór líst vel á nýju einangrunarstöðina. „Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna. Það er til mikillar fyrirmyndar að þeir ætla sér að taka stöðu og nýta tækifæri á markaði, byggja sig upp fyrir það, það er ánægjulegt og gott að verða vitni að slíku hugarfari.“ Í dag eru um eitt þúsund tonn af erlendu nautakjöti flutt inn til landsins á hverju ári. Hvað finnst Kristjáni Þór um það? „Þá er tækifæri fyrir íslenska kjötframleiðendur í nauti að búa sér til svigrúm og koma inn á þennan markað. Það ætla þessir vösku einstaklingar að gera hér, og ég fagna því mjög,“ segir Kristján.Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda er ánægður með að fá nýja gripi inn í nautakjötframleiðsluna á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonArnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir frábært að fá nýja gripi inn í nautakjötsframleiðsluna. „Við getum gert betur íslenskir bændur í að bjóða nautakjöt, það er 25 – 27 % af nautakjötsframleiðslu hér á landi innflutt.“ „Við viljum íslenskir bændur geta boðið Íslendingum og þeim sem hér dvelja upp á íslenskt nautakjöt. Á þennan hátt ætlum við að bregðast við til þess að fá stærri og holdfylltari gripi sem auðvelt er að afsetja og auka þannig gæði og vinnubrögð í þessari grein, þ.e. kjötframleiðslunni,“ segir Arnar sem lofar jafnframt að kjötið verði mjög gott að grillið.
Flóahreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00