Stýrt af Twitter Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. apríl 2018 10:00 Síðan Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna hefur ófáum dálksentimetrum verið varið í að hneykslast á framgöngu hans og embættisverkum. Þótt fjölmiðlar og álitsgjafar hafi ekki miklar mætur á Trump er það ekki endilega svo meðal kjósenda. Trump nýtur nefnilega sambærilegs stuðnings nú og Barack Obama naut á sama tíma í sinni forsetatíð. Sé tekið mið af því er ekki ólíklegt að Trump nái endurkjöri í næstu forsetakosningum. Trump er einstakur forseti. Hann hefur verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að engin leið er að halda um það nákvæma tölu. Vanalega myndi eitt slíkt duga til að koma sitjandi forseta í vandræði og mögulega leiða til afsagnar. En Trump hefur tekist að gera kjósendur svo ónæma fyrir vafasamri hegðan að vitnisburður klámstjörnu í sjónvarpi á besta tíma bítur ekki einu sinni á hann. Hneykslismálin eru eitt og eiginlegar embættisathafnir annað. Trump hefur ekki haft áhyggjur af kosningaloforðum sínum. Lítið bólar á veggnum fræga við landamæri Mexíkó þrátt fyrir endurtekin stóryrði á tyllidögum. Mantran hans að „setja Bandaríkin í fyrsta sæti“, virðist helst birtast í tollastríði við Kína, sem þó virðist fremur táknrænt en nokkuð annað. Að minnsta kosti hefur engum ofurtollum enn verið skellt á vörur sem skipta viðskiptasamband landanna raunverulegu máli. Derringurinn við Kínverjana er þó um margt til samræmis við þá tilhneigingu Trumps að skipta heiminum í vini og óvini. Meðal annarra helstu óvina Trumps það sem af er embættistíðinni eru Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu, sjónvarpsstöðin CNN, dagblaðið Washington Post og Jeff Bezos, forstjóri Amazon. Óvíst er hvort telja má Vladímír Pútín Rússlandsforseta meðal vina forsetans eða óvina, en eftir að hafa fordæmt Rússa vegna tilræðisins í Salisbury á Englandi tók Trump upp tólið, einn vestrænna leiðtoga, og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með sigurinn í nýafstöðnum kosningum. Starfsmannamál Hvíta hússins eru svo efni í sérkapítula og raunar ekki nokkur leið að átta sig á, hver gegnir hvaða starfi svo hröð hefur starfsmannaveltan verið. Afstaða Trumps til einstakra mála virðist líka oftar en ekki stjórnast af geðþótta fremur en ígrunduðum skoðunum. Þannig hefur Trump undanfarið farið mikinn gagnvart Amazon sem er að stórum hluta í eigu Jeffs Bezos sem á Washington Post. Telur hann að Amazon kosti skattgreiðendur stórfé með því að nýta sér bandaríska póstinn fyrir bögglasendingar. Trump hefur einnig barist harkalega gegn samruna AT&T og Warner, en síðastnefnda félagið er eigandi CNN. Í báðum tilvikum grunar þá sem til þekkja að andstaðan við þessi stórfyrirtæki grundvallist fremur á óbeit hans á fjölmiðlunum sem þeim tengjast en nokkru öðru. Þrátt fyrir þetta er forsetinn almennt vinsæll á Wall Street, enda hlutabréf þar verið almennt á mikilli siglingu frá embættistöku Trumps. Kannski er Trump forsetinn sem nútíminn á skilið. Hann virðist ekki halda einbeitingu lengur en örfá augnablik í senn, og stýrir landinu öðrum þræði með vanhugsuðum Twitter-skeytasendingum. Alþjóðapólitík í 280 stafabilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Síðan Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna hefur ófáum dálksentimetrum verið varið í að hneykslast á framgöngu hans og embættisverkum. Þótt fjölmiðlar og álitsgjafar hafi ekki miklar mætur á Trump er það ekki endilega svo meðal kjósenda. Trump nýtur nefnilega sambærilegs stuðnings nú og Barack Obama naut á sama tíma í sinni forsetatíð. Sé tekið mið af því er ekki ólíklegt að Trump nái endurkjöri í næstu forsetakosningum. Trump er einstakur forseti. Hann hefur verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að engin leið er að halda um það nákvæma tölu. Vanalega myndi eitt slíkt duga til að koma sitjandi forseta í vandræði og mögulega leiða til afsagnar. En Trump hefur tekist að gera kjósendur svo ónæma fyrir vafasamri hegðan að vitnisburður klámstjörnu í sjónvarpi á besta tíma bítur ekki einu sinni á hann. Hneykslismálin eru eitt og eiginlegar embættisathafnir annað. Trump hefur ekki haft áhyggjur af kosningaloforðum sínum. Lítið bólar á veggnum fræga við landamæri Mexíkó þrátt fyrir endurtekin stóryrði á tyllidögum. Mantran hans að „setja Bandaríkin í fyrsta sæti“, virðist helst birtast í tollastríði við Kína, sem þó virðist fremur táknrænt en nokkuð annað. Að minnsta kosti hefur engum ofurtollum enn verið skellt á vörur sem skipta viðskiptasamband landanna raunverulegu máli. Derringurinn við Kínverjana er þó um margt til samræmis við þá tilhneigingu Trumps að skipta heiminum í vini og óvini. Meðal annarra helstu óvina Trumps það sem af er embættistíðinni eru Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu, sjónvarpsstöðin CNN, dagblaðið Washington Post og Jeff Bezos, forstjóri Amazon. Óvíst er hvort telja má Vladímír Pútín Rússlandsforseta meðal vina forsetans eða óvina, en eftir að hafa fordæmt Rússa vegna tilræðisins í Salisbury á Englandi tók Trump upp tólið, einn vestrænna leiðtoga, og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með sigurinn í nýafstöðnum kosningum. Starfsmannamál Hvíta hússins eru svo efni í sérkapítula og raunar ekki nokkur leið að átta sig á, hver gegnir hvaða starfi svo hröð hefur starfsmannaveltan verið. Afstaða Trumps til einstakra mála virðist líka oftar en ekki stjórnast af geðþótta fremur en ígrunduðum skoðunum. Þannig hefur Trump undanfarið farið mikinn gagnvart Amazon sem er að stórum hluta í eigu Jeffs Bezos sem á Washington Post. Telur hann að Amazon kosti skattgreiðendur stórfé með því að nýta sér bandaríska póstinn fyrir bögglasendingar. Trump hefur einnig barist harkalega gegn samruna AT&T og Warner, en síðastnefnda félagið er eigandi CNN. Í báðum tilvikum grunar þá sem til þekkja að andstaðan við þessi stórfyrirtæki grundvallist fremur á óbeit hans á fjölmiðlunum sem þeim tengjast en nokkru öðru. Þrátt fyrir þetta er forsetinn almennt vinsæll á Wall Street, enda hlutabréf þar verið almennt á mikilli siglingu frá embættistöku Trumps. Kannski er Trump forsetinn sem nútíminn á skilið. Hann virðist ekki halda einbeitingu lengur en örfá augnablik í senn, og stýrir landinu öðrum þræði með vanhugsuðum Twitter-skeytasendingum. Alþjóðapólitík í 280 stafabilum.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun