Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2018 20:00 Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. Fjallað var um Alexandersflugvöll í fréttum Stöðvar 2. Eftir langt hlé hófst áætlunarflug að nýju til Sauðárkróks í vetur en nítján sæta vélar Flugfélagsins Ernis fljúga fjórum sinnum í viku úr Reykjavík. Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, segir það hafa verið í desember sem þessi hálfs árs tilraun hófst. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni. En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ segir Freyja Rós og bætir við að slæmt veður í janúar og febrúar hafi sett verulegt strik í reikninginn.Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugsamgöngur hafa lengi verið baráttumál ráðamanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem telja afar brýnt að flugvöllurinn eflist, segir Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri. Það séu gríðarleg þægindi að geta flogið á milli, meðal annars vegna þeirrar opinberu þjónustu sem fólk þurfi að sækja. „Flugið tekur 35 mínútur á meðan þú ert að minnsta kosti þrjá og hálfan tíma að keyra,“ segir Ásta. En hverjir eru að nota flugið? „Það eru eiginlega allir. Einstaklingar. Það eru börn að fara til foreldra. Fyrirtækin eru mjög mikið að nota þetta,“ svarar Freyja Rós.Frá Alexandersflugvelli í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En Skagfirðingar hafa stærri drauma. Þeir myndu vilja sjá stærri flugvélar og beint frá útlöndum. Þeir telja Alexandersflugvöll raunar eitt besta flugvallarstæði landsins. „Við teljum það. Við teljum að það þurfi ekki mjög mikið að gera og við höfum verið að tala fyrir því að þetta gæti orðið varaflugvöllur fyrir Akureyri. Því að öll viljum við jú dreifa ferðamanninum um landið. Það er byrjað flug á Akureyri, sem er bara mjög af hinu góða. Við teljum að við gætum þjónað Norðurlandi mjög vel ef hér yrði varaflugvöllur, til dæmis,“ segir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. Fjallað var um Alexandersflugvöll í fréttum Stöðvar 2. Eftir langt hlé hófst áætlunarflug að nýju til Sauðárkróks í vetur en nítján sæta vélar Flugfélagsins Ernis fljúga fjórum sinnum í viku úr Reykjavík. Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, segir það hafa verið í desember sem þessi hálfs árs tilraun hófst. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni. En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ segir Freyja Rós og bætir við að slæmt veður í janúar og febrúar hafi sett verulegt strik í reikninginn.Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugsamgöngur hafa lengi verið baráttumál ráðamanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem telja afar brýnt að flugvöllurinn eflist, segir Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri. Það séu gríðarleg þægindi að geta flogið á milli, meðal annars vegna þeirrar opinberu þjónustu sem fólk þurfi að sækja. „Flugið tekur 35 mínútur á meðan þú ert að minnsta kosti þrjá og hálfan tíma að keyra,“ segir Ásta. En hverjir eru að nota flugið? „Það eru eiginlega allir. Einstaklingar. Það eru börn að fara til foreldra. Fyrirtækin eru mjög mikið að nota þetta,“ svarar Freyja Rós.Frá Alexandersflugvelli í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En Skagfirðingar hafa stærri drauma. Þeir myndu vilja sjá stærri flugvélar og beint frá útlöndum. Þeir telja Alexandersflugvöll raunar eitt besta flugvallarstæði landsins. „Við teljum það. Við teljum að það þurfi ekki mjög mikið að gera og við höfum verið að tala fyrir því að þetta gæti orðið varaflugvöllur fyrir Akureyri. Því að öll viljum við jú dreifa ferðamanninum um landið. Það er byrjað flug á Akureyri, sem er bara mjög af hinu góða. Við teljum að við gætum þjónað Norðurlandi mjög vel ef hér yrði varaflugvöllur, til dæmis,“ segir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15