168 milljónir í skaðabætur vegna umboðssvika við þyrlusölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2018 14:54 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann ásamt félögum sem voru í hans eigu til greiðslu 168 milljón króna í skaðabætur vegna umboðssvika við sölu á þyrlu árið 2009. Maðurinn var í Hæstarétti árið 2016 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins. Höfðaði þrotabúið B 230 ehf, áður Þyrluþjónustan hf, skaðabótamál vegna málsins. Tildrög málsins eru þau að með afsali 3. nóvember 2009 seldi B 230 hf. Birken Ltd. þyrluna TF-HHS, af gerðinni Bell N230 MG TF. Birken var að öllu leyti í eigu mannsins auk þess sem að hann var eini eigandi Árnýjar ehf, sem þá átti allt hlutafé í B 230 ehf.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var söluverð þyrlunnar 762.919 dollarar. Þyrluna hafði félagið keypt árið 2007 fyrir rúmar tvær milljónir dollara.Þegar þyrlan var seld Birken var sama dag gerður lánssamningur milli þess félags og B 230 hf. fyrir öllu kaupverðinu. Samhliða þessu var samdægurs gerður leigusamningur þar sem B-230 hf. tók þyrluna á leigu í eitt ár og nam leigan þrjátíu þúsund dollurum á mánuði.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var leigugreiðslum skuldajafnað gegn greiðslum samkvæmt fyrrgreindum lánssamningi 3. nóvember 2009 fyrir kaupverði þyrlunnar.Þyrlunni ekki flogið á lánstímanum Frá árslokum 2008 mun þyrlunni ekki hafa verið flogið meðan hún var í eigu B 230 hf., en lofthæfisvottorð hennar rann út 30. september 2009 án þess að óskað væri eftir því við Flugmálastjórn að það yrði endurnýjað. Ekki var þyrlunni heldur flogið meðan félagið hafði hana á leigu á tímabilinu 3. nóvember 2009 til loka júní 2011.Í dómi héraðsdóms segir að „ljóst virðist vera að markmiðið með ráðstöfuninni hafi einvörðungu verið að ráðstafa TF-HHS frá B230 hf. til stefnda Birken án þess að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir.“Var það niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi „valdið stefnanda með saknæmum, ólögmætum og refsiverðum hætti fjárhagslegu tjóni.“Þyrlan var árið 2011 auglýst til sölu fyrir 1,35 milljónir dollara. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir hvort umrædd þyrla sé enn í eigu Birken eða hvort hún hafi verið seld og þá á hvaða verði. Því væri ekki byggt á öðru varðandi verðmæti þyrlunnar en á því verði sem hún var auglýst til sölu.Var því fjártjón þrotabúsins metið sem 1,35 milljónir dollara eða 168 milljónir króna miðað við gengi dollara þann 23. nóvember 2009, 124,67 krónur.Þarf því maðurinn, ásamt félögunum tveimur, að greiða þrotabúinu 168 milljónir króna í skaðabætur auk 3,5 milljón króna í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann ásamt félögum sem voru í hans eigu til greiðslu 168 milljón króna í skaðabætur vegna umboðssvika við sölu á þyrlu árið 2009. Maðurinn var í Hæstarétti árið 2016 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins. Höfðaði þrotabúið B 230 ehf, áður Þyrluþjónustan hf, skaðabótamál vegna málsins. Tildrög málsins eru þau að með afsali 3. nóvember 2009 seldi B 230 hf. Birken Ltd. þyrluna TF-HHS, af gerðinni Bell N230 MG TF. Birken var að öllu leyti í eigu mannsins auk þess sem að hann var eini eigandi Árnýjar ehf, sem þá átti allt hlutafé í B 230 ehf.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var söluverð þyrlunnar 762.919 dollarar. Þyrluna hafði félagið keypt árið 2007 fyrir rúmar tvær milljónir dollara.Þegar þyrlan var seld Birken var sama dag gerður lánssamningur milli þess félags og B 230 hf. fyrir öllu kaupverðinu. Samhliða þessu var samdægurs gerður leigusamningur þar sem B-230 hf. tók þyrluna á leigu í eitt ár og nam leigan þrjátíu þúsund dollurum á mánuði.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var leigugreiðslum skuldajafnað gegn greiðslum samkvæmt fyrrgreindum lánssamningi 3. nóvember 2009 fyrir kaupverði þyrlunnar.Þyrlunni ekki flogið á lánstímanum Frá árslokum 2008 mun þyrlunni ekki hafa verið flogið meðan hún var í eigu B 230 hf., en lofthæfisvottorð hennar rann út 30. september 2009 án þess að óskað væri eftir því við Flugmálastjórn að það yrði endurnýjað. Ekki var þyrlunni heldur flogið meðan félagið hafði hana á leigu á tímabilinu 3. nóvember 2009 til loka júní 2011.Í dómi héraðsdóms segir að „ljóst virðist vera að markmiðið með ráðstöfuninni hafi einvörðungu verið að ráðstafa TF-HHS frá B230 hf. til stefnda Birken án þess að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir.“Var það niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi „valdið stefnanda með saknæmum, ólögmætum og refsiverðum hætti fjárhagslegu tjóni.“Þyrlan var árið 2011 auglýst til sölu fyrir 1,35 milljónir dollara. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir hvort umrædd þyrla sé enn í eigu Birken eða hvort hún hafi verið seld og þá á hvaða verði. Því væri ekki byggt á öðru varðandi verðmæti þyrlunnar en á því verði sem hún var auglýst til sölu.Var því fjártjón þrotabúsins metið sem 1,35 milljónir dollara eða 168 milljónir króna miðað við gengi dollara þann 23. nóvember 2009, 124,67 krónur.Þarf því maðurinn, ásamt félögunum tveimur, að greiða þrotabúinu 168 milljónir króna í skaðabætur auk 3,5 milljón króna í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira