Hugsanlegt að verðmæti í geymslunum séu brunatryggð Gissur Sigurðsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. apríl 2018 13:24 Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Miðhrauni í morgun. Þarna voru áður geymslur og lager. Vísir/Vilhelm Hugsanlegt er að verðmæti, sem brunnu í húsakynnum Geymslna í Garðabæ í gær, séu brunatryggð, eða á ábyrgð Geymslna, samkvæmt lögum um þjónustukaup. Tjónið vegna brunans í Miðhrauni er líklega á annan milljarð króna en áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín. Fram kemur á heimasíðu Geymslna að tryggingar séu ekki innifaldar í leigu, en Guðni á Haraldsson hæstaréttarlögmaður er ekki viss um að það leysi fyrirtækið undan allri ábyrgð. Tjónið fyrir leigjendur var bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt, enda misstu margir hluti sem hafa mikið tilfinningalegt gildi. „Lögin um þjónustukaup þau gilda um geymslu á lausafjármunum og lögin eru óundanþæg neytendum, það er að segja, það má ekki víkja frá þeim neytenda í óhag. Í lögunum er tekið fram að farist munir sem eru í geymslu að tilviljun eða vegna þjófnaðar eða eldsvoða, þá sé það á ábyrgð rekstraraðila geymslunnar af því að hann getur tryggt sig fyrir slíku,“ sagði Guðni Haraldsson hæstaréttarlögmaður í samtali við fréttastofu í hádeginu. „Þannig að þarna er ábyrgðinni velt yfir á rekstraraðilann og það er óheimilt að undanþiggja sig slíkri ábyrgð vegna þess að lögin eru neytendum í hag.“ Áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín.Vísir/VilhelmLeigjendur láti reyna á hvort skilmálar haldi gagnvart lögum Varðandi textann á heimasíðu Geymslna um að trygging sé ekki innifalin í leigu segir Guðni: „Þá myndi reyna á það hvort að sá skilmáli eða sá fyrirvari, hvort hann héldi gagnvart lögunum. Vegna þess að það er óheimilt að víkja frá ákvæðum laganna neytendum í óhag.“ Aðspurður hvort skilyrði Geymslna teljist frávik frá lögum segir Guðni að hann ætli ekki að fullyrða það. „En það er alveg vel þess virði að skoða það. Það hafa fallið svona úrskurðir í úrskurðarnefndum um neytendamál þar sem að geymsluaðili hefur verið talin bera ábyrgð á svona hlutum. Það er vel þess virði, af því að þetta eru kannski miklir hagsmunir fyrir einstaklinga, að láta skoða þetta og taka ekki svona fullyrðingar án þess að skoða það nánar.“ Lögregla hóf í dag sína rannsókn á brunanum og verður meðal annars farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðri byggingunni í Miðhrauni 4, við hlið geymslnanna á vegum fyrirtækisins Geymslur. Slökkviliðið mun rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Hugsanlegt er að verðmæti, sem brunnu í húsakynnum Geymslna í Garðabæ í gær, séu brunatryggð, eða á ábyrgð Geymslna, samkvæmt lögum um þjónustukaup. Tjónið vegna brunans í Miðhrauni er líklega á annan milljarð króna en áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín. Fram kemur á heimasíðu Geymslna að tryggingar séu ekki innifaldar í leigu, en Guðni á Haraldsson hæstaréttarlögmaður er ekki viss um að það leysi fyrirtækið undan allri ábyrgð. Tjónið fyrir leigjendur var bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt, enda misstu margir hluti sem hafa mikið tilfinningalegt gildi. „Lögin um þjónustukaup þau gilda um geymslu á lausafjármunum og lögin eru óundanþæg neytendum, það er að segja, það má ekki víkja frá þeim neytenda í óhag. Í lögunum er tekið fram að farist munir sem eru í geymslu að tilviljun eða vegna þjófnaðar eða eldsvoða, þá sé það á ábyrgð rekstraraðila geymslunnar af því að hann getur tryggt sig fyrir slíku,“ sagði Guðni Haraldsson hæstaréttarlögmaður í samtali við fréttastofu í hádeginu. „Þannig að þarna er ábyrgðinni velt yfir á rekstraraðilann og það er óheimilt að undanþiggja sig slíkri ábyrgð vegna þess að lögin eru neytendum í hag.“ Áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín.Vísir/VilhelmLeigjendur láti reyna á hvort skilmálar haldi gagnvart lögum Varðandi textann á heimasíðu Geymslna um að trygging sé ekki innifalin í leigu segir Guðni: „Þá myndi reyna á það hvort að sá skilmáli eða sá fyrirvari, hvort hann héldi gagnvart lögunum. Vegna þess að það er óheimilt að víkja frá ákvæðum laganna neytendum í óhag.“ Aðspurður hvort skilyrði Geymslna teljist frávik frá lögum segir Guðni að hann ætli ekki að fullyrða það. „En það er alveg vel þess virði að skoða það. Það hafa fallið svona úrskurðir í úrskurðarnefndum um neytendamál þar sem að geymsluaðili hefur verið talin bera ábyrgð á svona hlutum. Það er vel þess virði, af því að þetta eru kannski miklir hagsmunir fyrir einstaklinga, að láta skoða þetta og taka ekki svona fullyrðingar án þess að skoða það nánar.“ Lögregla hóf í dag sína rannsókn á brunanum og verður meðal annars farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðri byggingunni í Miðhrauni 4, við hlið geymslnanna á vegum fyrirtækisins Geymslur. Slökkviliðið mun rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent