Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 10:22 Trump var á leið heim með forsetaflugvélinni frá fundi í Vestur-Virginíu þegar hann svaraði nokkrum spurningum fréttamanns um mál klámmyndaleikkonunnar. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í gær að hafi vitað af 130.000 dollara greiðslu til klámleikkonunnar Stephanie Clifford sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Þetta er í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um málið opinberlega. Fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni spurðu forsetann út í greiðslu sem Clifford fékk gegn því að hún þegði um ástarsamband sem hún segist hafa átt í við Trump fyrir tólf árum. Lögmaður Trump segist hafa greitt Clifford úr eigin vasa rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Trump neitaði því að hafa vitað af greiðslunni og vísaði á lögmanninn, Michael Cohen, um hvers vegna hann hefði greitt Clifford. Clifford stendur nú í málaferlum til þess að losna undan þagmælskusamningnum sem hún gerði við Cohen, meðal annars á þeim forsendum að Trump hafi aldrei skrifað undir hann. Michael Avenatti, lögmaður Clifford, þakkaði Trump fyrir ummæli sín á Twitter í gær því þau styrktu málatilbúnað skjólstæðings hans. Forsetinn sagðist jafnframt ekki vita hvaðan féð til að greiða Clifford kom. Þá hunsaði hann spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann komið á fót sjóði til að Cohen gæti tekið á málum sem þessum, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í gær að hafi vitað af 130.000 dollara greiðslu til klámleikkonunnar Stephanie Clifford sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Þetta er í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um málið opinberlega. Fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni spurðu forsetann út í greiðslu sem Clifford fékk gegn því að hún þegði um ástarsamband sem hún segist hafa átt í við Trump fyrir tólf árum. Lögmaður Trump segist hafa greitt Clifford úr eigin vasa rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Trump neitaði því að hafa vitað af greiðslunni og vísaði á lögmanninn, Michael Cohen, um hvers vegna hann hefði greitt Clifford. Clifford stendur nú í málaferlum til þess að losna undan þagmælskusamningnum sem hún gerði við Cohen, meðal annars á þeim forsendum að Trump hafi aldrei skrifað undir hann. Michael Avenatti, lögmaður Clifford, þakkaði Trump fyrir ummæli sín á Twitter í gær því þau styrktu málatilbúnað skjólstæðings hans. Forsetinn sagðist jafnframt ekki vita hvaðan féð til að greiða Clifford kom. Þá hunsaði hann spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann komið á fót sjóði til að Cohen gæti tekið á málum sem þessum, að því er segir í frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06