Trump hótar Kínverjum enn frekari tollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. apríl 2018 05:12 Bandaríkjaforseti hefur lengi sagt innflutning kínversks stáls hafa haft lamandi áhrif á bandaríska framleiðslu. Vísir/Getty Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur. Miðlar vestanhafs tala um að Trump hafi farið fram á tollahækkun sem nemur 100 milljörðum bandaríkjadala, 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirskipun forsetans er næsta skref í viðskiptastríðinu sem virðist vera að bresta á milli þessara tveggja stærstu iðnvelda heimsins. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að 25 prósenta tollur yrði lagður á rúmlega 1300 vöruflokka frá Kína vegna meints hugverkastuldar kínverskra fyrirtæja en tollahækkunin á að sögn forsetans að skila um 50 milljörðum dala í ríkiskassann. Nýjasta útspil Trump myndi leggjast ofan á þá upphæð og tollarnir því alls nema 150 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu upphaflegu tollatillögunni í sömu mynt og lögðu 25% innflutningstoll á 106 bandaríska vöruflokka. Hvernig þeir munu bregðast við þessum nýjustu hótunum Trump liggur ekki fyrir á þessari stundu en fastlega er búist við að það verði með svipuðum hætti og fyrr. Þessi togstreita hefur valdið titringi á fjölmörgum hlutabréfamörkuðum heimsins og segja fjármálagreinendur að heljarinnar tollahækkanir milli Kína og Bandaríkjanna myndi hafa neikvæð áhrif á gangverk heimshagkerfsins. Nauðsynlegt sé fyrir fulltrúa iðnrisanna að setjast niður og komast að sameiginlegri, farsælli niðurstöðu. Fyrstu tölur úr kauphöllum í Asíu þennan morguninn virðast þó ekki benda til þess að fjárfestar séu sérstaklega smeykir. Hvort það sé til marks um að þeir efist um að af viðskiptastríðinu verði skal þó ósagt látið. Til marks um ró fjárfesta hefur hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi. Japanaska Nikkei vísitalan hefur einnig hækkað. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45 Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur. Miðlar vestanhafs tala um að Trump hafi farið fram á tollahækkun sem nemur 100 milljörðum bandaríkjadala, 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirskipun forsetans er næsta skref í viðskiptastríðinu sem virðist vera að bresta á milli þessara tveggja stærstu iðnvelda heimsins. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að 25 prósenta tollur yrði lagður á rúmlega 1300 vöruflokka frá Kína vegna meints hugverkastuldar kínverskra fyrirtæja en tollahækkunin á að sögn forsetans að skila um 50 milljörðum dala í ríkiskassann. Nýjasta útspil Trump myndi leggjast ofan á þá upphæð og tollarnir því alls nema 150 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu upphaflegu tollatillögunni í sömu mynt og lögðu 25% innflutningstoll á 106 bandaríska vöruflokka. Hvernig þeir munu bregðast við þessum nýjustu hótunum Trump liggur ekki fyrir á þessari stundu en fastlega er búist við að það verði með svipuðum hætti og fyrr. Þessi togstreita hefur valdið titringi á fjölmörgum hlutabréfamörkuðum heimsins og segja fjármálagreinendur að heljarinnar tollahækkanir milli Kína og Bandaríkjanna myndi hafa neikvæð áhrif á gangverk heimshagkerfsins. Nauðsynlegt sé fyrir fulltrúa iðnrisanna að setjast niður og komast að sameiginlegri, farsælli niðurstöðu. Fyrstu tölur úr kauphöllum í Asíu þennan morguninn virðast þó ekki benda til þess að fjárfestar séu sérstaklega smeykir. Hvort það sé til marks um að þeir efist um að af viðskiptastríðinu verði skal þó ósagt látið. Til marks um ró fjárfesta hefur hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi. Japanaska Nikkei vísitalan hefur einnig hækkað. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45 Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45
Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14