Allar eignir Dýrahjálpar líklega gjöreyðilagðar eftir brunann Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 13:21 Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands. Vísir/GVA Nær allar eignir Dýrahjálpar Íslands hafa verið geymdar í geymslum hjá fyrirtækinu Geymslur.is. Húsnæðið er að öllum líkindum ónýtt eftir að mikill eldur kviknaði þar á níunda tímanum í morgun. Formaður Dýrahjálpar segir nú fátt annað í stöðunni en að bíða frekari fregna. Samtökin greindu frá tjóninu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir að nær allar eignir Dýrahjálpar hafi verið geymdar í geymslunum síðustu ár. Þá gera samtökin ráð fyrir að eignirnar séu allar horfnar, að því er segir í færslunni. Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við stýrum öllu starfinu í gegnum netið og erum ekki með neina skrifstofu. Við höfum haft allt okkar dót sem við þurfum til að sinna starfinu í þessum þremur geymslum inni í Garðabæ. Þetta er allt sem þarf til að sinna nýjum dýrum,“ segir Valgerður.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Aðspurð segist hún ekki gera sér grein fyrir því hversu umfangsmikið tjónið kemur til með að verða. Hún er þó ekki bjartsýn á að mörgu verði bjargað. „Við höfum ekkert heyrt. Ég veit ekki hvort eldurinn hafi breiðst út um allt þarna en fóðrið er allavega líklegast allt ónýtt vegna reyks.“Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði Geymslna.Vísir/Rakel ÓskValgerður segir starfsmenn samtakanna nú vinna að því að setja saman lista af því sem er í geymslunum. Um sé að ræða fóður, búr, hvolpagrindur, matardallar, kattabæli, teppi, leikföng og örmerkjalesara svo fátt eitt sé nefnt og þetta hafi líklega allt orðið eldinum að bráð. Þá sé einnig efst í forgangsröðinni að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina en talið er að húsið að Miðhrauni 4, þar sem eldurinn kom upp í morgun, sé ónýtt. Valgerður segir Dýrahjálp ekki tryggða fyrir tjóninu en samtökin vonast til þess að samfélagið taki vel í væntanlega styrktarsöfnun ef svo fari að allar eignir séu ónýtar eftir brunann. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Nær allar eignir Dýrahjálpar Íslands hafa verið geymdar í geymslum hjá fyrirtækinu Geymslur.is. Húsnæðið er að öllum líkindum ónýtt eftir að mikill eldur kviknaði þar á níunda tímanum í morgun. Formaður Dýrahjálpar segir nú fátt annað í stöðunni en að bíða frekari fregna. Samtökin greindu frá tjóninu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir að nær allar eignir Dýrahjálpar hafi verið geymdar í geymslunum síðustu ár. Þá gera samtökin ráð fyrir að eignirnar séu allar horfnar, að því er segir í færslunni. Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við stýrum öllu starfinu í gegnum netið og erum ekki með neina skrifstofu. Við höfum haft allt okkar dót sem við þurfum til að sinna starfinu í þessum þremur geymslum inni í Garðabæ. Þetta er allt sem þarf til að sinna nýjum dýrum,“ segir Valgerður.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Aðspurð segist hún ekki gera sér grein fyrir því hversu umfangsmikið tjónið kemur til með að verða. Hún er þó ekki bjartsýn á að mörgu verði bjargað. „Við höfum ekkert heyrt. Ég veit ekki hvort eldurinn hafi breiðst út um allt þarna en fóðrið er allavega líklegast allt ónýtt vegna reyks.“Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði Geymslna.Vísir/Rakel ÓskValgerður segir starfsmenn samtakanna nú vinna að því að setja saman lista af því sem er í geymslunum. Um sé að ræða fóður, búr, hvolpagrindur, matardallar, kattabæli, teppi, leikföng og örmerkjalesara svo fátt eitt sé nefnt og þetta hafi líklega allt orðið eldinum að bráð. Þá sé einnig efst í forgangsröðinni að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina en talið er að húsið að Miðhrauni 4, þar sem eldurinn kom upp í morgun, sé ónýtt. Valgerður segir Dýrahjálp ekki tryggða fyrir tjóninu en samtökin vonast til þess að samfélagið taki vel í væntanlega styrktarsöfnun ef svo fari að allar eignir séu ónýtar eftir brunann.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15