Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 10:15 Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns en hann sést hér ræða við fólk á vettvangi. Vísir Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. Hann segir að í geymslunni sé m.a. að finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu.Tilfinningaþrungin stund „Ég var heima að vinna í tölvunni og þá sendir bróðir minn mér skilaboð og spyr: Ert þú með eitthvað í geymslum sem eru að brenna núna?“ sagði Björgvin en hann rakti söguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns og var staddur á vettvangi brunans við Miðhraun 4 þegar Bylgjan náði tali af honum. Hann sagði stundina tilfinningaþrungna. „Ég er nú staddur hérna og þetta er ekkert smávegis. Þetta er tilfinningaþrungið hjá mér því ég er með geymslu þarna. Ég er með geymslu þarna á fyrstu hæð og í enda gangs í áttina að Icewear, þar sem fólk talar um að bruninn hafi byrjað með sprengingu.“Verður ekki endurbætt Aðspurður sagðist Björgvin telja að hann hlyti nokkurt tjón af brunanum. Hann sagðist nýbúinn að hreinsa út úr hljóðveri sínu og koma ýmsum græjum fyrir í geymslunni í Miðhrauni. Þá sagði hann hluta af búslóð dóttur sinnar Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu, einnig í geymslunni auk hljóðupptaka og svokallaðra „mastera“ frá fyrri tíð. „Það er fullt af stöffi þarna sem er tilfinningalegt og verður ekki endurbætt.“Á fullu að „rjúfa hurðir“ Þá sagði Björgvin múg og margmenni á staðnum. Lögregla og slökkvilið ynnu auk þess ötult starf á vettvangi. „Þeir eru á fullu að rjúfa hurðir og maður sér í eldinn, þetta er svakalegt.“ Björgvin var með beina útsendingu frá brunanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann fylgdist með því sem fyrir augu bar. Þó er vert að nefna að lögregla biður fólk um að mæta ekki á vettvang. Eldur kviknaði á níunda tímanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til húsa. Fjöldi slökkviliðsmanna vinna á vettvangi en mikinn reyk leggur frá húsinu. Hægt er að fylgjast með brunanum í beinni útsendingu hér á Vísi. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. Hann segir að í geymslunni sé m.a. að finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu.Tilfinningaþrungin stund „Ég var heima að vinna í tölvunni og þá sendir bróðir minn mér skilaboð og spyr: Ert þú með eitthvað í geymslum sem eru að brenna núna?“ sagði Björgvin en hann rakti söguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns og var staddur á vettvangi brunans við Miðhraun 4 þegar Bylgjan náði tali af honum. Hann sagði stundina tilfinningaþrungna. „Ég er nú staddur hérna og þetta er ekkert smávegis. Þetta er tilfinningaþrungið hjá mér því ég er með geymslu þarna. Ég er með geymslu þarna á fyrstu hæð og í enda gangs í áttina að Icewear, þar sem fólk talar um að bruninn hafi byrjað með sprengingu.“Verður ekki endurbætt Aðspurður sagðist Björgvin telja að hann hlyti nokkurt tjón af brunanum. Hann sagðist nýbúinn að hreinsa út úr hljóðveri sínu og koma ýmsum græjum fyrir í geymslunni í Miðhrauni. Þá sagði hann hluta af búslóð dóttur sinnar Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu, einnig í geymslunni auk hljóðupptaka og svokallaðra „mastera“ frá fyrri tíð. „Það er fullt af stöffi þarna sem er tilfinningalegt og verður ekki endurbætt.“Á fullu að „rjúfa hurðir“ Þá sagði Björgvin múg og margmenni á staðnum. Lögregla og slökkvilið ynnu auk þess ötult starf á vettvangi. „Þeir eru á fullu að rjúfa hurðir og maður sér í eldinn, þetta er svakalegt.“ Björgvin var með beina útsendingu frá brunanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann fylgdist með því sem fyrir augu bar. Þó er vert að nefna að lögregla biður fólk um að mæta ekki á vettvang. Eldur kviknaði á níunda tímanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til húsa. Fjöldi slökkviliðsmanna vinna á vettvangi en mikinn reyk leggur frá húsinu. Hægt er að fylgjast með brunanum í beinni útsendingu hér á Vísi.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28