Vonbrigði stúdenta Logi Einarsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Úthlutunarreglur LÍN 2018 - 2019 hafa verið kynntar og enn sitja stúdentar eftir með sárt ennið. Raunin er sú að þörfum stúdenta hefur ekki verið sinnt síðastliðin ár og þeir þurft að sætta sig við skertan hlut – en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar enga breytingu á því ástandi. Að okkar mati, og að mati talsmanna stúdenta, eru úthlutunareglurnar ekki sú kjarabót sem stúdentar þarfnast og hafa kallað eftir. Hækkun á reiknaðri framfærslu er minniháttar. Hún er enn þá töluvert undir 200.000 krónum og rúmlega 100.000 krónum lægri en lágmarkslaun. Reynt er að réttlæta þennan mikla mismun með vísan til þess að leiga á stúdentaíbúðum er lægri en á almennum markaði en það gengur illa upp vegna þess að aðeins brot af nemendum fá úthlutað íbúð. Frítekjumarkið var heldur ekki hækkað og hefur verið óbreytt síðan 2014 – en laun hafa á sama tíma hækkað um 32%.Vanlíðan stúdenta Vonbrigði stúdenta við þessum fréttum voru bæði augljós og eðlileg, enda eiga þeir margir erfitt með að ná endum saman. Þeir sem ekki geta fengið aðstoð frá foreldrum reyna oft að vinna með skóla en lenda þá í vítahring þar sem námslán þeirra skerðast fljótt vegna lágra frítekjumarka. Á sama tíma líður unga háskólafólkinu okkar ekki vel – en stór hluti háskólanema mælist með kvíða- og þunglyndisvandamál. Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið í heild og mikilvægt að allir sem vilja geti menntað sig. Í þessari efnahagslegu uppsveiflu væri ráð að fjárfesta almennilega í menntun, endurskoða LÍN og stórbæta kjör námsmanna. Bætum kjörin Hækka þarf reiknaða framfærslu þannig að hún taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta. Það verður auk þess að hækka frítekjumarkið, efla dreifbýlisstyrki, hækka ferðastyrki, efla og nútímavæða þjónustu. Einnig þyrfti að taka upp samtímagreiðslur námslána svo að unga fólkið okkar þurfi ekki að setja sig í skuld við banka í stórum stíl. Þá ættum við að færa okkur í áttina að námsstyrkjakerfi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Þessu höfum við í Samfylkingunni kallað eftir. Við fögnum því að að flóttafólk öðlist rétt á námslánum. Það sem skiptir þó höfuðmáli er að raunhæft verði að lifa á námslánum. Við þurfum almennilega framtíðarsýn í menntamálum á Íslandi til að vaxa og dafna og til að takast á við þær hröðu breytingar sem eru fram undan. LÍN spilar þar stórt hlutverk og tími til kominn að endurskoða og nútímavæða sjóðinn og gæta þess að hann sinni raunverulega hlutverki sínu sem jöfnunartæki.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Úthlutunarreglur LÍN 2018 - 2019 hafa verið kynntar og enn sitja stúdentar eftir með sárt ennið. Raunin er sú að þörfum stúdenta hefur ekki verið sinnt síðastliðin ár og þeir þurft að sætta sig við skertan hlut – en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar enga breytingu á því ástandi. Að okkar mati, og að mati talsmanna stúdenta, eru úthlutunareglurnar ekki sú kjarabót sem stúdentar þarfnast og hafa kallað eftir. Hækkun á reiknaðri framfærslu er minniháttar. Hún er enn þá töluvert undir 200.000 krónum og rúmlega 100.000 krónum lægri en lágmarkslaun. Reynt er að réttlæta þennan mikla mismun með vísan til þess að leiga á stúdentaíbúðum er lægri en á almennum markaði en það gengur illa upp vegna þess að aðeins brot af nemendum fá úthlutað íbúð. Frítekjumarkið var heldur ekki hækkað og hefur verið óbreytt síðan 2014 – en laun hafa á sama tíma hækkað um 32%.Vanlíðan stúdenta Vonbrigði stúdenta við þessum fréttum voru bæði augljós og eðlileg, enda eiga þeir margir erfitt með að ná endum saman. Þeir sem ekki geta fengið aðstoð frá foreldrum reyna oft að vinna með skóla en lenda þá í vítahring þar sem námslán þeirra skerðast fljótt vegna lágra frítekjumarka. Á sama tíma líður unga háskólafólkinu okkar ekki vel – en stór hluti háskólanema mælist með kvíða- og þunglyndisvandamál. Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið í heild og mikilvægt að allir sem vilja geti menntað sig. Í þessari efnahagslegu uppsveiflu væri ráð að fjárfesta almennilega í menntun, endurskoða LÍN og stórbæta kjör námsmanna. Bætum kjörin Hækka þarf reiknaða framfærslu þannig að hún taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta. Það verður auk þess að hækka frítekjumarkið, efla dreifbýlisstyrki, hækka ferðastyrki, efla og nútímavæða þjónustu. Einnig þyrfti að taka upp samtímagreiðslur námslána svo að unga fólkið okkar þurfi ekki að setja sig í skuld við banka í stórum stíl. Þá ættum við að færa okkur í áttina að námsstyrkjakerfi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Þessu höfum við í Samfylkingunni kallað eftir. Við fögnum því að að flóttafólk öðlist rétt á námslánum. Það sem skiptir þó höfuðmáli er að raunhæft verði að lifa á námslánum. Við þurfum almennilega framtíðarsýn í menntamálum á Íslandi til að vaxa og dafna og til að takast á við þær hröðu breytingar sem eru fram undan. LÍN spilar þar stórt hlutverk og tími til kominn að endurskoða og nútímavæða sjóðinn og gæta þess að hann sinni raunverulega hlutverki sínu sem jöfnunartæki.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar