Tiger á „fjarlæga möguleika á sigri“ á Masters mótinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. apríl 2018 19:30 Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er 1. risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. Sergio Garcia vann Justin Rose í bráðabana á þessu móti í fyrra. Þetta verður í 82. sinn sem mótið fer fram og mikil eftirvænting ríkir, Tiger Woods hefur sigrað á þessu móti fjórum sinnum, síðast fyrir 13 árum. Á hann möguleika núna? „Já, hann á möguleika,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En við verðum samt að segja að hann á fjarlæga möguleika.“ „Þetta snýst ekki bara um getu heldur líka um leikæfingu. Hann er kannski ekki kominn á þann stað að vera búinn að keppa nógu mikið.“ Hverjir eru sigurstranglegastir á mótinu að mati Þorsteins? „Ég mundi nefna Bubba Watson. Hann er búinn að sigra á tveimur mótum á síðustu vikum og búinn að vera góður. Phil Mickelson er búinn að vera mjög góður, Justin Thomas er búinn að vera frábær og Rory McIlroy vann [á dögunum].“ Bein útsending verður á Golfstöðinni alla fjóra keppnisdagana. Klukkan 19 hófst útsending frá par þrjú keppninni á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er 1. risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. Sergio Garcia vann Justin Rose í bráðabana á þessu móti í fyrra. Þetta verður í 82. sinn sem mótið fer fram og mikil eftirvænting ríkir, Tiger Woods hefur sigrað á þessu móti fjórum sinnum, síðast fyrir 13 árum. Á hann möguleika núna? „Já, hann á möguleika,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En við verðum samt að segja að hann á fjarlæga möguleika.“ „Þetta snýst ekki bara um getu heldur líka um leikæfingu. Hann er kannski ekki kominn á þann stað að vera búinn að keppa nógu mikið.“ Hverjir eru sigurstranglegastir á mótinu að mati Þorsteins? „Ég mundi nefna Bubba Watson. Hann er búinn að sigra á tveimur mótum á síðustu vikum og búinn að vera góður. Phil Mickelson er búinn að vera mjög góður, Justin Thomas er búinn að vera frábær og Rory McIlroy vann [á dögunum].“ Bein útsending verður á Golfstöðinni alla fjóra keppnisdagana. Klukkan 19 hófst útsending frá par þrjú keppninni á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira