Til varnar viðskiptahalla Kristrún Frostadóttir skrifar 4. apríl 2018 07:00 Viðskiptaafgangur síðustu ára hefur verið okkur haldreipi í endurreisn efnahagslífsins. Slíkur afgangur bendir ekki bara til þess að við flytjum meira út en inn heldur líka að við spörum meira en við fjárfestum. Stóra spurningin er hvort sparnaðurinn dugi næstu árin til að mæta nauðsynlegri uppbyggingu. Ungir einstaklingar fjárfesta umfram sparnað, t.a.m. í húsnæði. Fyrirtæki í uppbyggingarfasa fjárfesta fyrir meira en sem nemur hagnaði. Og ungar þjóðir sem standa í uppbyggingu á nýjum atvinnugreinum og eru með lága framleiðni ráðast gjarnan í fjárfestingar umfram þjóðarsparnað til að auka framleiðslugetu sína. Íslenski afgangurinn fer nú minnkandi, og ekki útilokað að hann hverfi eða snúist í halla eftir nokkur ár, en viðskiptahalli er ekki slæmur ef hann skapast vegna aukinnar fjárfestingar í arðbærum verkefnum. Norðmenn voru með mikinn halla á viðskiptum við útlönd þegar þeir byrjuðu að bora í Norðursjó á áttunda áratugnum. Olíufjárfestingin var að mestu leyti fjármögnuð með erlendri skuldsetningu, og sló fjármagnshallinn í 15% af landsframleiðslu þegar hæst lét. Þetta var mjög skynsamlegur viðskipta- og fjármagnshalli. Hagfræðilega séð er lítill munur á fjárfestingum í olíugeiranum og annars slags fjárfestingu sem stuðlar að aukinni framleiðni og því ekkert athugavert við að hagkerfi sé með viðskiptahalla, eða lítinn afgang, í uppbyggingarfasa. Viðskiptahalla fylgir fjármagnshalli – þ.e. hagkerfi „flytur inn“ meira fjármagn en það „flytur út“. Þannig eru tilkomin ferskustu hugrenningatengsl Íslendinga milli viðskiptahalla og mikillar skuldasöfnunar, enda viðskiptahallinn rúmlega 10% af landsframleiðslu árin fyrir hrun. Það er þó ekki stærð fjármagnsinnflæðisins, og þar með hallans eða afgangsins, sem skiptir öllu máli heldur nýting fjármagnsins eins og norska dæmið sýnir. Vandamál Íslands í aðdraganda fjármálakreppunnar, sem og einnig Grikklands, Írlands og Spánar, var ekki hallinn sem slíkur heldur að svigrúmið sem skapaðist í efnahagslífinu með fjármagnsinnflæðinu var að miklu leyti nýtt í neyslu og áhættusamar og misskynsamlegar skuldsettar fjárfestingar (ekki síst erlendis). Ein leið til að tryggja skynsamlegri og áhættuminni fjárfestingar er að stýra erlendu fjármagnsflæði í beina fjárfestingu eða eigið fé fyrirtækja, frekar en í skuldapappíra (sér í lagi erlend bankalán). Slíkt fjármagn er síður kvikt og auðveldara er að skrifa niður þær skuldbindingar ef illa fer. Ágætt dæmi í þessu samhengi er ólík reynsla Grikklands og Búlgaríu í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Bæði lönd voru með mikinn viðskiptahalla í aðdraganda kreppunnar og mjög neikvæða erlenda stöðu. Búlgaría náði sér þó fljótt eftir harða en stutta niðursveiflu, ólíkt Grikklandi. Hér skipti sköpum að erlendar kröfur voru mestmegnis í formi beinnar fjárfestingar, en ekki ríkisskulda sem krefjast fastra vaxta- og höfuðstólsgreiðslna sama hvað á gengur. Samstaða virðist nú ríkja um mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf í íslenska hagkerfinu. Því mun fylgja aukinn innflutningur og aukið erlent innflæði fjármagns ef uppbyggingu er sinnt sem skyldi. Ungar þjóðir með ungar atvinnugreinar í uppbyggingarfasa eiga að nýta sér þá hagkvæmni og þekkingu sem felst í innfluttum framleiðslutækjum (fjármagn, vörur og vinnuafl). Áhættusemi fjárfestinga þarf alltaf að meta, en eðli fjármögnunarinnar skiptir sérstaklega máli fyrir hagkerfið í heild sinni í tilviki erlends fjármagns. Norðmenn juku skuldir sínar í uppbyggingu, enda höfðu þeir mikla hagsmuni af því að halda eignarhaldi á olíuinnviðunum. Á móti kom að há arðsemi verkefnisins lá fyrir langt fram í tímann. Í tilvikum þar sem meiri óvissa er um langtíma arðsemi gæti borgað sig að bjóða erlendum aðilum frekar eignarhluti í undirliggjandi verkefni, og minnka þannig áhættuna. Norðmenn hafa sýnt og sannað að til er skynsamlegur viðskiptahalli og að erlend aðstoð við uppbyggingu á útflutningsgreinum getur margborgað sig. Undir réttum kringumstæðum er minnkandi viðskiptaafgangur því styrkleikamerki, fremur en áhyggjuefni. Við spöruðum okkur út úr síðustu kreppu, en sparnaður umfram fjárfestingu getur líka verið áhyggjuefni ef slíkt ástand festist í sessi sem markmið í sjálfu sér, óháð fjárfestingarþörf hagkerfisins. Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaafgangur síðustu ára hefur verið okkur haldreipi í endurreisn efnahagslífsins. Slíkur afgangur bendir ekki bara til þess að við flytjum meira út en inn heldur líka að við spörum meira en við fjárfestum. Stóra spurningin er hvort sparnaðurinn dugi næstu árin til að mæta nauðsynlegri uppbyggingu. Ungir einstaklingar fjárfesta umfram sparnað, t.a.m. í húsnæði. Fyrirtæki í uppbyggingarfasa fjárfesta fyrir meira en sem nemur hagnaði. Og ungar þjóðir sem standa í uppbyggingu á nýjum atvinnugreinum og eru með lága framleiðni ráðast gjarnan í fjárfestingar umfram þjóðarsparnað til að auka framleiðslugetu sína. Íslenski afgangurinn fer nú minnkandi, og ekki útilokað að hann hverfi eða snúist í halla eftir nokkur ár, en viðskiptahalli er ekki slæmur ef hann skapast vegna aukinnar fjárfestingar í arðbærum verkefnum. Norðmenn voru með mikinn halla á viðskiptum við útlönd þegar þeir byrjuðu að bora í Norðursjó á áttunda áratugnum. Olíufjárfestingin var að mestu leyti fjármögnuð með erlendri skuldsetningu, og sló fjármagnshallinn í 15% af landsframleiðslu þegar hæst lét. Þetta var mjög skynsamlegur viðskipta- og fjármagnshalli. Hagfræðilega séð er lítill munur á fjárfestingum í olíugeiranum og annars slags fjárfestingu sem stuðlar að aukinni framleiðni og því ekkert athugavert við að hagkerfi sé með viðskiptahalla, eða lítinn afgang, í uppbyggingarfasa. Viðskiptahalla fylgir fjármagnshalli – þ.e. hagkerfi „flytur inn“ meira fjármagn en það „flytur út“. Þannig eru tilkomin ferskustu hugrenningatengsl Íslendinga milli viðskiptahalla og mikillar skuldasöfnunar, enda viðskiptahallinn rúmlega 10% af landsframleiðslu árin fyrir hrun. Það er þó ekki stærð fjármagnsinnflæðisins, og þar með hallans eða afgangsins, sem skiptir öllu máli heldur nýting fjármagnsins eins og norska dæmið sýnir. Vandamál Íslands í aðdraganda fjármálakreppunnar, sem og einnig Grikklands, Írlands og Spánar, var ekki hallinn sem slíkur heldur að svigrúmið sem skapaðist í efnahagslífinu með fjármagnsinnflæðinu var að miklu leyti nýtt í neyslu og áhættusamar og misskynsamlegar skuldsettar fjárfestingar (ekki síst erlendis). Ein leið til að tryggja skynsamlegri og áhættuminni fjárfestingar er að stýra erlendu fjármagnsflæði í beina fjárfestingu eða eigið fé fyrirtækja, frekar en í skuldapappíra (sér í lagi erlend bankalán). Slíkt fjármagn er síður kvikt og auðveldara er að skrifa niður þær skuldbindingar ef illa fer. Ágætt dæmi í þessu samhengi er ólík reynsla Grikklands og Búlgaríu í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Bæði lönd voru með mikinn viðskiptahalla í aðdraganda kreppunnar og mjög neikvæða erlenda stöðu. Búlgaría náði sér þó fljótt eftir harða en stutta niðursveiflu, ólíkt Grikklandi. Hér skipti sköpum að erlendar kröfur voru mestmegnis í formi beinnar fjárfestingar, en ekki ríkisskulda sem krefjast fastra vaxta- og höfuðstólsgreiðslna sama hvað á gengur. Samstaða virðist nú ríkja um mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf í íslenska hagkerfinu. Því mun fylgja aukinn innflutningur og aukið erlent innflæði fjármagns ef uppbyggingu er sinnt sem skyldi. Ungar þjóðir með ungar atvinnugreinar í uppbyggingarfasa eiga að nýta sér þá hagkvæmni og þekkingu sem felst í innfluttum framleiðslutækjum (fjármagn, vörur og vinnuafl). Áhættusemi fjárfestinga þarf alltaf að meta, en eðli fjármögnunarinnar skiptir sérstaklega máli fyrir hagkerfið í heild sinni í tilviki erlends fjármagns. Norðmenn juku skuldir sínar í uppbyggingu, enda höfðu þeir mikla hagsmuni af því að halda eignarhaldi á olíuinnviðunum. Á móti kom að há arðsemi verkefnisins lá fyrir langt fram í tímann. Í tilvikum þar sem meiri óvissa er um langtíma arðsemi gæti borgað sig að bjóða erlendum aðilum frekar eignarhluti í undirliggjandi verkefni, og minnka þannig áhættuna. Norðmenn hafa sýnt og sannað að til er skynsamlegur viðskiptahalli og að erlend aðstoð við uppbyggingu á útflutningsgreinum getur margborgað sig. Undir réttum kringumstæðum er minnkandi viðskiptaafgangur því styrkleikamerki, fremur en áhyggjuefni. Við spöruðum okkur út úr síðustu kreppu, en sparnaður umfram fjárfestingu getur líka verið áhyggjuefni ef slíkt ástand festist í sessi sem markmið í sjálfu sér, óháð fjárfestingarþörf hagkerfisins. Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun