Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekki Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 23:46 Bandarískir hermenn á ferð nærri Manbij í Sýrlandi. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vilja kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilji það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu. Trump sagði markmið Bandaríkjanna hafa verið að ganga frá Íslamska ríkinu og því verkefni væri nærri því lokið. Hershöfðingjar segja hins vegar að mikil vinna muni felast í því að tryggja að ISIS skjóti ekki aftur upp kollinum. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi. ISIS-liðar hafa tapað nærri því öllu sínu yfirráðasvæði en þó stjórna þeir enn svæði við borgina Abu Kamal, sem er staðsett í Efratdalnum nærri landamærum Írak, og vígamenn ISIS halda einnig til í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Óttast er að þaðan gætu þeir háð langvarandi skæruhernað. Sóknin gegn ISIS hefur þó beðið hnekki að undanförnu þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa þurft að bregðast við innrás Tyrkja í Afrin-hérað og hótunum þeirra um að ráðast frekar á yfirráðasvæði Kúrda.Sendi Sádum tóninn Vel kemur til greina að forsetinn sé að nota þessa hótun til að fá fjármuni frá Sádi-Arabíu en hann sagði mögulegt að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa Sýrland, en þá þyrftu Sádar „kannski að borga“, en Trump kom nýverið í veg fyrir að 200 milljónum dala yrði varið í uppbyggingu í austurhluta Sýrlands. Hann sagðist ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar einnig að brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi myndi leiða til þess að Bandaríkin hefðu engin áhrif á framtíð Sýrlands. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og bandamenn hans, Rússar og Íranir, myndu ráða þar för.Það er þvert á orð forsetans um að standa í hárinu á Íran, sem myndi fagna brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Það myndi auka áhrif Írana á svæðinu verulega og gera þeim auðveldara fyrir að styðja við bakið á Hezbollah-samtökunum í Líbanon. Sýrland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vilja kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilji það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu. Trump sagði markmið Bandaríkjanna hafa verið að ganga frá Íslamska ríkinu og því verkefni væri nærri því lokið. Hershöfðingjar segja hins vegar að mikil vinna muni felast í því að tryggja að ISIS skjóti ekki aftur upp kollinum. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi. ISIS-liðar hafa tapað nærri því öllu sínu yfirráðasvæði en þó stjórna þeir enn svæði við borgina Abu Kamal, sem er staðsett í Efratdalnum nærri landamærum Írak, og vígamenn ISIS halda einnig til í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Óttast er að þaðan gætu þeir háð langvarandi skæruhernað. Sóknin gegn ISIS hefur þó beðið hnekki að undanförnu þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa þurft að bregðast við innrás Tyrkja í Afrin-hérað og hótunum þeirra um að ráðast frekar á yfirráðasvæði Kúrda.Sendi Sádum tóninn Vel kemur til greina að forsetinn sé að nota þessa hótun til að fá fjármuni frá Sádi-Arabíu en hann sagði mögulegt að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa Sýrland, en þá þyrftu Sádar „kannski að borga“, en Trump kom nýverið í veg fyrir að 200 milljónum dala yrði varið í uppbyggingu í austurhluta Sýrlands. Hann sagðist ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar einnig að brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi myndi leiða til þess að Bandaríkin hefðu engin áhrif á framtíð Sýrlands. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og bandamenn hans, Rússar og Íranir, myndu ráða þar för.Það er þvert á orð forsetans um að standa í hárinu á Íran, sem myndi fagna brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Það myndi auka áhrif Írana á svæðinu verulega og gera þeim auðveldara fyrir að styðja við bakið á Hezbollah-samtökunum í Líbanon.
Sýrland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira