Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekki Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 23:46 Bandarískir hermenn á ferð nærri Manbij í Sýrlandi. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vilja kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilji það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu. Trump sagði markmið Bandaríkjanna hafa verið að ganga frá Íslamska ríkinu og því verkefni væri nærri því lokið. Hershöfðingjar segja hins vegar að mikil vinna muni felast í því að tryggja að ISIS skjóti ekki aftur upp kollinum. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi. ISIS-liðar hafa tapað nærri því öllu sínu yfirráðasvæði en þó stjórna þeir enn svæði við borgina Abu Kamal, sem er staðsett í Efratdalnum nærri landamærum Írak, og vígamenn ISIS halda einnig til í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Óttast er að þaðan gætu þeir háð langvarandi skæruhernað. Sóknin gegn ISIS hefur þó beðið hnekki að undanförnu þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa þurft að bregðast við innrás Tyrkja í Afrin-hérað og hótunum þeirra um að ráðast frekar á yfirráðasvæði Kúrda.Sendi Sádum tóninn Vel kemur til greina að forsetinn sé að nota þessa hótun til að fá fjármuni frá Sádi-Arabíu en hann sagði mögulegt að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa Sýrland, en þá þyrftu Sádar „kannski að borga“, en Trump kom nýverið í veg fyrir að 200 milljónum dala yrði varið í uppbyggingu í austurhluta Sýrlands. Hann sagðist ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar einnig að brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi myndi leiða til þess að Bandaríkin hefðu engin áhrif á framtíð Sýrlands. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og bandamenn hans, Rússar og Íranir, myndu ráða þar för.Það er þvert á orð forsetans um að standa í hárinu á Íran, sem myndi fagna brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Það myndi auka áhrif Írana á svæðinu verulega og gera þeim auðveldara fyrir að styðja við bakið á Hezbollah-samtökunum í Líbanon. Sýrland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vilja kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilji það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu. Trump sagði markmið Bandaríkjanna hafa verið að ganga frá Íslamska ríkinu og því verkefni væri nærri því lokið. Hershöfðingjar segja hins vegar að mikil vinna muni felast í því að tryggja að ISIS skjóti ekki aftur upp kollinum. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi. ISIS-liðar hafa tapað nærri því öllu sínu yfirráðasvæði en þó stjórna þeir enn svæði við borgina Abu Kamal, sem er staðsett í Efratdalnum nærri landamærum Írak, og vígamenn ISIS halda einnig til í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Óttast er að þaðan gætu þeir háð langvarandi skæruhernað. Sóknin gegn ISIS hefur þó beðið hnekki að undanförnu þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa þurft að bregðast við innrás Tyrkja í Afrin-hérað og hótunum þeirra um að ráðast frekar á yfirráðasvæði Kúrda.Sendi Sádum tóninn Vel kemur til greina að forsetinn sé að nota þessa hótun til að fá fjármuni frá Sádi-Arabíu en hann sagði mögulegt að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa Sýrland, en þá þyrftu Sádar „kannski að borga“, en Trump kom nýverið í veg fyrir að 200 milljónum dala yrði varið í uppbyggingu í austurhluta Sýrlands. Hann sagðist ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar einnig að brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi myndi leiða til þess að Bandaríkin hefðu engin áhrif á framtíð Sýrlands. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og bandamenn hans, Rússar og Íranir, myndu ráða þar för.Það er þvert á orð forsetans um að standa í hárinu á Íran, sem myndi fagna brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Það myndi auka áhrif Írana á svæðinu verulega og gera þeim auðveldara fyrir að styðja við bakið á Hezbollah-samtökunum í Líbanon.
Sýrland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira