Bætt aðgengi í höfuðborginni Sif Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2018 19:36 Kæru borgarbúar! Við sem búum í Reykjavík höfum fundið fyrir því að fjöldi bifreiða í umferðinni eykst með hverju ári. Biðraðir á álagstímum og umferðarþungi á stoðbrautum er orðinn fastur liður hversdagsins. Sú lausn sem okkur hefur verið kynnt í Reykjavík er að leggja Borgarlínu sem á að vera framtíðarlausn við umferðarálaginu. Við eigum að skilja bílinn eftir heima og taka Borgalínuna til áfangastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki svo einfalt eins og samfélagið er uppbyggt í dag. Það að taka Borgarlínu til og frá vinnu hentar ekki öllum og mörgum hryllir við veðurofsa vetrarins og vilja ekki standa úti í öllum veðrum og bíða eftir næstu ferð. Samfélagið er uppbyggt þannig að foreldrar þurfa að skutla börnum milli skóla og tómstunda og ef ferðatími til vinnu í bænum er lengri í Borgarlínu en á eigin bil, þá fer fólk á bílnum. Nú hafa verið nokkrar kynningar á þessu verkefni á vegum Reyjkavíkurborgar, þetta er stórt verkefni og kostnaðurinn er frekar óljós. Nefndar hafa verið tölur á bilinu 70-100 milljarða, en ég hef ekki sé neina nákvæma útlistun á þessu verkefni, hvað þá verk- eða kostnaðaráætlun. Í ljósi þess að aðeins lítill hluti Reykvíkinga notar strætó í dag þá er kostnaðurinn það mikill að hann þarfnast nánari útlistunar. Framkvæmdin eins og hún er kynnt fyrir okkur borgarbúum er að grafa upp Miklubrautina og setja í stokk. Færa á umferðina í stokkinn og losa íbúana við umferðarálagið. Nú þegar er umferðin inn í borgina það mikil að hún er ólíðandi á álagstímum ásamt menguninni sem henni fylgir. Ef það á að grafa upp Miklubrautina þá þarf að beina umferðinni annað. Það eru væntanlega Bústaðavegur, Suðurlandsbraut og Sæbrautin. Nú þegar er álagið mikið á þessum vegum og erfitt að sjá að á meðan verið er að grafa upp Miklubrautina þá sé greið umferð um þessar vegi. Síðan þyfti að leiða umferðina í gegnum smáíbúðahverfin og getur það orðið mikið álag fyrir íbúana því uppgröftur á Miklubraut getur tekið nokkur ár með þeim vinnuvélum sem þarf til að grafa og vörubílum til að flytja burt jarðveginn. Uppgröfur Miklubrautar er því mikið jarðvegsrask til lengri tíma og breytir allri aðkomu að borginni. Við í Höfuðborgarlistanum sjáum mikilvægi þess að létta umferðinni af stoðvegum borgarinnar og leita annara lausna. Við höfum horft til þeirrar staðreyndar að mikil uppbygging mun eiga sér stað í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi á næstu árum í framhaldi af þéttingu miðborgarinnar. Umferðarþungi í bæinn mun ekki minnka og að loka Miklubraut í nokkur ár meðan verið að leggja hana í stokk setur vegakerfið í borginni í uppnám. Þess vegna höfum við horft til þess að byggja Sundabrautina frá Kjalarnesi til Reykjavíkur með tengingu við Grafarvog. Þannig tengjum við Kjalarnesið og Grafarvog við miðbæinn og það mun minnka álag á veginn frá Ártúnsholti að gatnamótunum við Breiðholtsbraut, einnig mun það minnka álag á gatnamótunum við Grensásveg og áfram inn í borgina. Sundabrautin er leið til að létta á núverandi álagi og beina þeim sem ætla í miðbæinn frá Kjalarnesi, Grafarvogi og Grafarholti á sem stystum tíma inn í borgina og án þess að keyra þurfi í gegnum alla borgina. Við teljum Sundabrautina vera sú lausn sem er minnsta álag fyrir Reykjavíkurbúa og þá er ekki grafið í borginni heldur fer vinnan fram meðfram borginni og samhliða því munu borgarbúar losna við það álag og áreiti sem uppgröfur eftir allri Miklubrautinni er.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru borgarbúar! Við sem búum í Reykjavík höfum fundið fyrir því að fjöldi bifreiða í umferðinni eykst með hverju ári. Biðraðir á álagstímum og umferðarþungi á stoðbrautum er orðinn fastur liður hversdagsins. Sú lausn sem okkur hefur verið kynnt í Reykjavík er að leggja Borgarlínu sem á að vera framtíðarlausn við umferðarálaginu. Við eigum að skilja bílinn eftir heima og taka Borgalínuna til áfangastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki svo einfalt eins og samfélagið er uppbyggt í dag. Það að taka Borgarlínu til og frá vinnu hentar ekki öllum og mörgum hryllir við veðurofsa vetrarins og vilja ekki standa úti í öllum veðrum og bíða eftir næstu ferð. Samfélagið er uppbyggt þannig að foreldrar þurfa að skutla börnum milli skóla og tómstunda og ef ferðatími til vinnu í bænum er lengri í Borgarlínu en á eigin bil, þá fer fólk á bílnum. Nú hafa verið nokkrar kynningar á þessu verkefni á vegum Reyjkavíkurborgar, þetta er stórt verkefni og kostnaðurinn er frekar óljós. Nefndar hafa verið tölur á bilinu 70-100 milljarða, en ég hef ekki sé neina nákvæma útlistun á þessu verkefni, hvað þá verk- eða kostnaðaráætlun. Í ljósi þess að aðeins lítill hluti Reykvíkinga notar strætó í dag þá er kostnaðurinn það mikill að hann þarfnast nánari útlistunar. Framkvæmdin eins og hún er kynnt fyrir okkur borgarbúum er að grafa upp Miklubrautina og setja í stokk. Færa á umferðina í stokkinn og losa íbúana við umferðarálagið. Nú þegar er umferðin inn í borgina það mikil að hún er ólíðandi á álagstímum ásamt menguninni sem henni fylgir. Ef það á að grafa upp Miklubrautina þá þarf að beina umferðinni annað. Það eru væntanlega Bústaðavegur, Suðurlandsbraut og Sæbrautin. Nú þegar er álagið mikið á þessum vegum og erfitt að sjá að á meðan verið er að grafa upp Miklubrautina þá sé greið umferð um þessar vegi. Síðan þyfti að leiða umferðina í gegnum smáíbúðahverfin og getur það orðið mikið álag fyrir íbúana því uppgröftur á Miklubraut getur tekið nokkur ár með þeim vinnuvélum sem þarf til að grafa og vörubílum til að flytja burt jarðveginn. Uppgröfur Miklubrautar er því mikið jarðvegsrask til lengri tíma og breytir allri aðkomu að borginni. Við í Höfuðborgarlistanum sjáum mikilvægi þess að létta umferðinni af stoðvegum borgarinnar og leita annara lausna. Við höfum horft til þeirrar staðreyndar að mikil uppbygging mun eiga sér stað í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi á næstu árum í framhaldi af þéttingu miðborgarinnar. Umferðarþungi í bæinn mun ekki minnka og að loka Miklubraut í nokkur ár meðan verið að leggja hana í stokk setur vegakerfið í borginni í uppnám. Þess vegna höfum við horft til þess að byggja Sundabrautina frá Kjalarnesi til Reykjavíkur með tengingu við Grafarvog. Þannig tengjum við Kjalarnesið og Grafarvog við miðbæinn og það mun minnka álag á veginn frá Ártúnsholti að gatnamótunum við Breiðholtsbraut, einnig mun það minnka álag á gatnamótunum við Grensásveg og áfram inn í borgina. Sundabrautin er leið til að létta á núverandi álagi og beina þeim sem ætla í miðbæinn frá Kjalarnesi, Grafarvogi og Grafarholti á sem stystum tíma inn í borgina og án þess að keyra þurfi í gegnum alla borgina. Við teljum Sundabrautina vera sú lausn sem er minnsta álag fyrir Reykjavíkurbúa og þá er ekki grafið í borginni heldur fer vinnan fram meðfram borginni og samhliða því munu borgarbúar losna við það álag og áreiti sem uppgröfur eftir allri Miklubrautinni er.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun