Trump ver „hættulegasta fyrirtæki Bandaríkjanna“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2018 06:42 Höfuðstöðvar Sinclair í Maryland. Vísir/AP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur tekið upp hanskann fyrir sjónvarpsrisann Sinclair Broadcast Group sem hefur mátt þola harða gagnrýni síðastliðna viku. Sinclair rekur um 200 staðbundnar sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin og er sjónvarpsmönnum þeirra gert að flytja einræðu þar sem „falskar fréttir“ eru gagnrýndar. Fá myndbönd fengu meira áhorf um páskahelgina en samantekt vefsins Deadspin á einræðu sjónvarpsmanna Sinclair-veldisins. Myndbandið má sjá hér að neðan en það sýnir hvernig tugir fréttamanna á ótal stöðvum flytja allir sömu töluna um óheiðarleika stærstu fréttamiðla Bandaríkjanna.How America's largest local TV owner turned its news anchors into soldiers in Trump's war on the media: https://t.co/iLVtKRQycL pic.twitter.com/dMdSGellH3— Deadspin (@Deadspin) March 31, 2018 Fréttaskýrendum þykir myndbandið óþægilegt á hið minnsta tvo vegu. Annars vegar afhjúpi það augljósa slagsíðu Sinclair-veldsins, sem lengi hefur verið gagnrýnt fyrir íhaldssama hægrimennsku í ritstjórnarstefnu sinni. Hins vegar segja þeir myndbandið til marks um það hvernig íhaldsöfl vestanhafs grafa markvisst undan stöndugum bandarískum fjölmiðlum. Það sé sérstaklega ógnvekjandi í þessu tilfelli þar sem rannsóknir benda til þess að Bandaríkjamenn treysti staðbundnum miðlum, sem flyja alla jafna fréttir af málum í nærumhverfi áhorfenda, betur en stóru fjölmiðlunum. Útsendingar Sinclair-veldisins ná nú þegar inn á 38% bandarískra heimila og því um að ræða fjölmiðlaveldi í búningi hins traustvekjandi staðbundna miðils. Hefur Sinclair því stundum verið nefnt „hættulegasta bandaríska fyrirtækið sem þú hefur aldri heyrt um,“ sannkallaður úlfur í sauðagæru. Ekki aðeins þurfa fréttamenn að lesa fyrrnefnda möntru heldur er sjónvarpsstöðvum Sinclair einnig skipað að sýna nokkra dagskrárliði, sem sagðir eru einkennast af sömu slagsíðu. Geri stöðvarnar það ekki megi þær búast við sektum frá móðurfélaginu og mótmæli fréttamenn eiga þeir á hættu að vera sagt upp. Sinclair lýtur stjórn milljarðamæringsins David Smith sem er góður kunningi Bandaríkjaforseta. Það kom því ekki mörgu á óvart þegar Donald Trump kom vini sínum til varnar á Twitter um helgina.So funny to watch Fake News Networks, among the most dishonest groups of people I have ever dealt with, criticize Sinclair Broadcasting for being biased. Sinclair is far superior to CNN and even more Fake NBC, which is a total joke.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 2, 2018 Sinclair reynir nú að festa kaup á sjónvarpsstöðvum útsendingarfyrirtækisins Tribune Media. Gangi viðskiptin eftir munu fréttir Sinclair ná inn á heimili í 42 bandarískum borgum til viðbótar. Einræða fréttamannanna myndi því birtast í 75% allra sjónvarpstækja vestanhafs. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur tekið upp hanskann fyrir sjónvarpsrisann Sinclair Broadcast Group sem hefur mátt þola harða gagnrýni síðastliðna viku. Sinclair rekur um 200 staðbundnar sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin og er sjónvarpsmönnum þeirra gert að flytja einræðu þar sem „falskar fréttir“ eru gagnrýndar. Fá myndbönd fengu meira áhorf um páskahelgina en samantekt vefsins Deadspin á einræðu sjónvarpsmanna Sinclair-veldisins. Myndbandið má sjá hér að neðan en það sýnir hvernig tugir fréttamanna á ótal stöðvum flytja allir sömu töluna um óheiðarleika stærstu fréttamiðla Bandaríkjanna.How America's largest local TV owner turned its news anchors into soldiers in Trump's war on the media: https://t.co/iLVtKRQycL pic.twitter.com/dMdSGellH3— Deadspin (@Deadspin) March 31, 2018 Fréttaskýrendum þykir myndbandið óþægilegt á hið minnsta tvo vegu. Annars vegar afhjúpi það augljósa slagsíðu Sinclair-veldsins, sem lengi hefur verið gagnrýnt fyrir íhaldssama hægrimennsku í ritstjórnarstefnu sinni. Hins vegar segja þeir myndbandið til marks um það hvernig íhaldsöfl vestanhafs grafa markvisst undan stöndugum bandarískum fjölmiðlum. Það sé sérstaklega ógnvekjandi í þessu tilfelli þar sem rannsóknir benda til þess að Bandaríkjamenn treysti staðbundnum miðlum, sem flyja alla jafna fréttir af málum í nærumhverfi áhorfenda, betur en stóru fjölmiðlunum. Útsendingar Sinclair-veldisins ná nú þegar inn á 38% bandarískra heimila og því um að ræða fjölmiðlaveldi í búningi hins traustvekjandi staðbundna miðils. Hefur Sinclair því stundum verið nefnt „hættulegasta bandaríska fyrirtækið sem þú hefur aldri heyrt um,“ sannkallaður úlfur í sauðagæru. Ekki aðeins þurfa fréttamenn að lesa fyrrnefnda möntru heldur er sjónvarpsstöðvum Sinclair einnig skipað að sýna nokkra dagskrárliði, sem sagðir eru einkennast af sömu slagsíðu. Geri stöðvarnar það ekki megi þær búast við sektum frá móðurfélaginu og mótmæli fréttamenn eiga þeir á hættu að vera sagt upp. Sinclair lýtur stjórn milljarðamæringsins David Smith sem er góður kunningi Bandaríkjaforseta. Það kom því ekki mörgu á óvart þegar Donald Trump kom vini sínum til varnar á Twitter um helgina.So funny to watch Fake News Networks, among the most dishonest groups of people I have ever dealt with, criticize Sinclair Broadcasting for being biased. Sinclair is far superior to CNN and even more Fake NBC, which is a total joke.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 2, 2018 Sinclair reynir nú að festa kaup á sjónvarpsstöðvum útsendingarfyrirtækisins Tribune Media. Gangi viðskiptin eftir munu fréttir Sinclair ná inn á heimili í 42 bandarískum borgum til viðbótar. Einræða fréttamannanna myndi því birtast í 75% allra sjónvarpstækja vestanhafs.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira