Körfubolti

Telja Skallagrím eiga möguleika gegn Haukum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úrslitakeppnin í Dominos-deild kvenna í körfubolta hefst í kvöld með leik Hauka og Skallagríms á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 auk þess sem hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Haukar eru sigurstranglegri aðilinn fyrir einvígið enda koma Haukakonur inn í úrslitakeppnina sem deildarmeistarar. Ágúst Björgvinsson og Pálína Gunnlaugsdóttir eru sérfræðingar Stöðvar 2 Sport þegar kemur að Dominos-deild kvenna. Telja þau að Skallagrímur eigi einhvern möguleika gegn Haukum?

,,Það er undir því komið að Carmen Tyson-Thomas og Sigrún Sjöfn skili sínu og Jóhanna bæti einhverju við. Þá aukast þeirra möguleikar töluvert. Þær fara í framlengingu síðast gegn Haukum og leikurinn tapast eftir að Sigrún meiðist," segir Ágúst áður en Pálína bætir við.

,,Þú sást hvernig þær spiluðu í úrslitakeppninni í fyrra. Þær fóru í oddaleik við Keflavík og voru gríðarlega sterkar. Ég held að það sé alls ekkert gefið þegar þú mætir Skallagrím," segir Pálína.

Stefán Árni Pálsson fór yfir allt sem tengdist einvíginu í Körfuboltakvöldi og má sjá umræðuna í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×