Borgarlínudans Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Dagur B. Eggertsson er snjall stjórnmálamaður. Þegar líða fer að kosningum birtist hann sem vorboðinn og syngur fyrir fólkið um betra líf í borginni á næsta kjörtímabili. Fyrir síðustu kosningar lét hann taka af sér myndir þar sem hann hélt um skóflu og skartaði öryggishjálmi á höfði. Hann ætlaði að byggja. Hann ætlaði að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Þá sögu þekkja allir. Og ekki þýðir að höggva í sama knérunn. Fyrir þessar kosningar syngur Dagur minna um íbúðirnar fyrir unga fólkið en meira um Borgarlínuna sem hann kveður munu leysa samgönguvanda borgarbúa. Í grein sem Dagur ritar í Fréttablaðið sl. þriðjudag er hann þó ærlegur með það að fyrstu vagnarnir í Borgarlínunni verði ekki komnir í gagnið fyrr en á þarnæsta kjörtímabili. Hann er snjall og veit að það er betra að lofa bara því sem þarf fyrir atkvæðin, alls ekki meira.70-150 milljarða kosningaloforð Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag var rætt um þetta kosningamál borgarstjóra. Það vafðist reyndar eilítið fyrir Degi að útskýra hvað fælist í Borgarlínunni. Í ljós kom að hugmyndin er ennþá óútfærð, t.d. hvort það eigi að nota sporvagna eða strætisvagna. En eitt vitum við þó, að Dagur sjálfur telur kostnaðinn við verkefnið a.m.k. 70 milljarða króna. Sérfræðingar sem hafa kynnt sér hugmyndina telja að kostnaðurinn geti hæglega orðið tvöföld sú fjárhæð. Raunhæfar leiðir í stað loforða Það er svo ótal margt annað sem má gera til að bæta samgönguvandann. Sem dæmi um vandann er umferðaröngþveitið á Miklubraut, en það er sú leið sem flestir af þeim sex þúsund starfsmönnum Landspítala aka til og frá vinnu. Á borgarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lagði ég þess vegna fram tillögu um að Reykjavíkurborg ætti frumkvæði að samtali við Landspítala, stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisráðherra í því skyni að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum. Með því að færa upphaf og lok dagvakta af mesta háannatíma mætti stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri a.m.k. raunhæft skref í rétta átt, en ekki loforð sem aldrei verður staðið við. Nýtt framboð Kjósendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að lítið er að marka loforðin fyrir kosningar, hvort sem þau snúast um að tryggja fólki þak yfir höfuðið, niðurfellingu skatta, ókeypis leikskólapláss eða tugmilljarða samgöngubætur. Kjósendur vilja fyrst og fremst fulltrúa sem eru ábyrgðarfullir og duglegir, sýna áræðni og ráðdeild og umfram allt fulltrúa sem eru skynsamir. Það eru þau gildi sem mér finnst mest um verð. Ég mun bjóða mig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.Höfundur er óháður borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson er snjall stjórnmálamaður. Þegar líða fer að kosningum birtist hann sem vorboðinn og syngur fyrir fólkið um betra líf í borginni á næsta kjörtímabili. Fyrir síðustu kosningar lét hann taka af sér myndir þar sem hann hélt um skóflu og skartaði öryggishjálmi á höfði. Hann ætlaði að byggja. Hann ætlaði að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Þá sögu þekkja allir. Og ekki þýðir að höggva í sama knérunn. Fyrir þessar kosningar syngur Dagur minna um íbúðirnar fyrir unga fólkið en meira um Borgarlínuna sem hann kveður munu leysa samgönguvanda borgarbúa. Í grein sem Dagur ritar í Fréttablaðið sl. þriðjudag er hann þó ærlegur með það að fyrstu vagnarnir í Borgarlínunni verði ekki komnir í gagnið fyrr en á þarnæsta kjörtímabili. Hann er snjall og veit að það er betra að lofa bara því sem þarf fyrir atkvæðin, alls ekki meira.70-150 milljarða kosningaloforð Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag var rætt um þetta kosningamál borgarstjóra. Það vafðist reyndar eilítið fyrir Degi að útskýra hvað fælist í Borgarlínunni. Í ljós kom að hugmyndin er ennþá óútfærð, t.d. hvort það eigi að nota sporvagna eða strætisvagna. En eitt vitum við þó, að Dagur sjálfur telur kostnaðinn við verkefnið a.m.k. 70 milljarða króna. Sérfræðingar sem hafa kynnt sér hugmyndina telja að kostnaðurinn geti hæglega orðið tvöföld sú fjárhæð. Raunhæfar leiðir í stað loforða Það er svo ótal margt annað sem má gera til að bæta samgönguvandann. Sem dæmi um vandann er umferðaröngþveitið á Miklubraut, en það er sú leið sem flestir af þeim sex þúsund starfsmönnum Landspítala aka til og frá vinnu. Á borgarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lagði ég þess vegna fram tillögu um að Reykjavíkurborg ætti frumkvæði að samtali við Landspítala, stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisráðherra í því skyni að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum. Með því að færa upphaf og lok dagvakta af mesta háannatíma mætti stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri a.m.k. raunhæft skref í rétta átt, en ekki loforð sem aldrei verður staðið við. Nýtt framboð Kjósendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að lítið er að marka loforðin fyrir kosningar, hvort sem þau snúast um að tryggja fólki þak yfir höfuðið, niðurfellingu skatta, ókeypis leikskólapláss eða tugmilljarða samgöngubætur. Kjósendur vilja fyrst og fremst fulltrúa sem eru ábyrgðarfullir og duglegir, sýna áræðni og ráðdeild og umfram allt fulltrúa sem eru skynsamir. Það eru þau gildi sem mér finnst mest um verð. Ég mun bjóða mig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.Höfundur er óháður borgarfulltrúi
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun