Réttið hlut ljósmæðra! Vésteinn Valgarðsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Ef hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sækir sér framhaldsmenntun og sérhæfir sig sem ljósmóðir, lækkar hún í launum. Hvaða barn sem er getur séð að þetta nær ekki nokkurri átt. Þegar ljósmæður reyndu að sækja sér kjarabætur með verkfalli 2015, var sett lögbann á verkfallið. Núna grípa þær örþrifaráðið: uppsagnir. Fyrir utan að launin séu órökrétt og óréttlát, þá þarf að staldra við hérna. Út í hvað erum við komin þegar ljósmæður segja unnvörpum upp störfum vegna bágra kjara? Halda ráðamenn að það verði erfitt fyrir þær að fá vinnu annars staðar? Halda ráðamenn að þeir geti fundið nýjar ljósmæður bara sisona? Það er pínlegt að hlusta á ráðamenn reyna að afsaka þrjósku sína. Fjármálaráðherra, sem sjálfur fékk veglega launahækkun nýlega og hreykir sér auk þess af góðri stöðu ríkissjóðs, sagði í ræðustóli Alþingis að launakröfur þeirra væru óásættanlegar. Það vil ég sjá áður en ég trúi því. Heilbrigðisráðherra útskýrði þetta með því að þær væru í BHM en ekki FÍH. Er í alvöru ætlast til þess að fólk taki mark á þessu? Það verður ekki varið með tækum rökum, að ljósmæður séu með lægri grunnlaun en hjúkrunarfræðingar og það verða varla sett lög sem banna uppsagnir. Þannig að uppsagnarfresturinn tifar og landsmenn eru í senn kvíðnir og fullir samúðar með málstað ljósmæðra. Ráðamenn, hættið að leika hörkutól. Það er óviðeigandi og ótrúverðugt. Semjið við ljósmæður og afstýrið þessu neyðarástandi.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður á Landspítala fyrir SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Sjá meira
Ef hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sækir sér framhaldsmenntun og sérhæfir sig sem ljósmóðir, lækkar hún í launum. Hvaða barn sem er getur séð að þetta nær ekki nokkurri átt. Þegar ljósmæður reyndu að sækja sér kjarabætur með verkfalli 2015, var sett lögbann á verkfallið. Núna grípa þær örþrifaráðið: uppsagnir. Fyrir utan að launin séu órökrétt og óréttlát, þá þarf að staldra við hérna. Út í hvað erum við komin þegar ljósmæður segja unnvörpum upp störfum vegna bágra kjara? Halda ráðamenn að það verði erfitt fyrir þær að fá vinnu annars staðar? Halda ráðamenn að þeir geti fundið nýjar ljósmæður bara sisona? Það er pínlegt að hlusta á ráðamenn reyna að afsaka þrjósku sína. Fjármálaráðherra, sem sjálfur fékk veglega launahækkun nýlega og hreykir sér auk þess af góðri stöðu ríkissjóðs, sagði í ræðustóli Alþingis að launakröfur þeirra væru óásættanlegar. Það vil ég sjá áður en ég trúi því. Heilbrigðisráðherra útskýrði þetta með því að þær væru í BHM en ekki FÍH. Er í alvöru ætlast til þess að fólk taki mark á þessu? Það verður ekki varið með tækum rökum, að ljósmæður séu með lægri grunnlaun en hjúkrunarfræðingar og það verða varla sett lög sem banna uppsagnir. Þannig að uppsagnarfresturinn tifar og landsmenn eru í senn kvíðnir og fullir samúðar með málstað ljósmæðra. Ráðamenn, hættið að leika hörkutól. Það er óviðeigandi og ótrúverðugt. Semjið við ljósmæður og afstýrið þessu neyðarástandi.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður á Landspítala fyrir SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun