Skúli segir íslensku flugfélögin ekki of stór til að geta fallið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2018 12:20 Skúli Mogensen er forstjóri flugfélagsins WOW Air en flugfélagið er að fullu í eigu hans. Ólíkt Icelandair er WOW ekki á markaði og því ekki háð sömu tilkynningarskyldum til Kauphallar við breytingar í rekstri félagsins. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir íslensku flugfélögin Icelandair og WOW Air ekki of stór til að geta fallið. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið,” segir Skúli í samtali við Túrista.is sem fjallað hefur um flugfélögin undanfarnar vikur. Mikilvægi flugfélaganna í ferðaþjónustu á Íslandi er óumdeilt. Gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar hefur gert hana að stærstu útflutningsgrein landsins undanfarin ár. Um 80 prósent af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli eru í höndum íslensku flugfélaganna tveggja. Hlutfallið er enn hærra þegar kemur að Ameríkuflugi.Áfall hefði keðjuverkandi áhrifÍ Tímariti Landsbankans frá því í haust þar sem fjallað var um ferðaþjónustu var þeirri spurningu varpað upp hvort íslensku flugfélögin væru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika, eins og viðskiptabankarnir þrír. Bankarnir eru skilgreindir sem mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika. „Verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brottfall annars, hvað þá beggja flugfélaganna af markaðnum, myndi augljóslega hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu,“ sagði í greiningu Landsbankans. „Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf t.d. að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda?“Viðbragðsáætlun í vinnsluÍ framhaldinu greindi Túristi frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda væri í vinnslu sem fjögur ráðuneyti koma að undir forystu forsætisráðuneytisins. Eftirlitið felst meðal annars í því að Samgöngustofa getur kallað eftir upplýsingum um fjárhag flugfélaganna í tengslum við fjárhagslega aukningu eða samdrátt í starfsemi. Verð á eldsneyti fyrir þotur hefur hækkað um c.a. 40 prósent undanfarna tólf mánuði. Á sama tíma hafa fargjöld hjá Norwegian í febrúar um 4 prósent á milli ára, og um 16 prósent frá árinu 2016. Sambærileg gögn er ekki að finna í tilkynningum Icelandair til Kauphallar eða fréttatilkynningum WOW air að því er fram kemur í frétt Túrista. Norwegian, helsti samkeppnisaðili íslensku flugfélaganna í flugi yfir Atlantshafið, berst í bökkum og hefur leitað að auknu hlutafé. British Airways hefur sýnt því áhuga að eignast norska flugfélagið. BA eignaðist á dögunum 5% hlut í Norwegian.Opinn fyrir meðeiganda Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. Hann velti fyrir sér að selja hluta af 100% hlut sínum í WOW Air, það er fá inn meðeigendur. Ástæðan sé þó ekki fjárþörf heldur umfangið sé orðið svo mikið. Áframhaldandi stækkun sé orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni,” segir Skúli við Túrista. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir íslensku flugfélögin Icelandair og WOW Air ekki of stór til að geta fallið. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið,” segir Skúli í samtali við Túrista.is sem fjallað hefur um flugfélögin undanfarnar vikur. Mikilvægi flugfélaganna í ferðaþjónustu á Íslandi er óumdeilt. Gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar hefur gert hana að stærstu útflutningsgrein landsins undanfarin ár. Um 80 prósent af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli eru í höndum íslensku flugfélaganna tveggja. Hlutfallið er enn hærra þegar kemur að Ameríkuflugi.Áfall hefði keðjuverkandi áhrifÍ Tímariti Landsbankans frá því í haust þar sem fjallað var um ferðaþjónustu var þeirri spurningu varpað upp hvort íslensku flugfélögin væru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika, eins og viðskiptabankarnir þrír. Bankarnir eru skilgreindir sem mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika. „Verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brottfall annars, hvað þá beggja flugfélaganna af markaðnum, myndi augljóslega hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu,“ sagði í greiningu Landsbankans. „Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf t.d. að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda?“Viðbragðsáætlun í vinnsluÍ framhaldinu greindi Túristi frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda væri í vinnslu sem fjögur ráðuneyti koma að undir forystu forsætisráðuneytisins. Eftirlitið felst meðal annars í því að Samgöngustofa getur kallað eftir upplýsingum um fjárhag flugfélaganna í tengslum við fjárhagslega aukningu eða samdrátt í starfsemi. Verð á eldsneyti fyrir þotur hefur hækkað um c.a. 40 prósent undanfarna tólf mánuði. Á sama tíma hafa fargjöld hjá Norwegian í febrúar um 4 prósent á milli ára, og um 16 prósent frá árinu 2016. Sambærileg gögn er ekki að finna í tilkynningum Icelandair til Kauphallar eða fréttatilkynningum WOW air að því er fram kemur í frétt Túrista. Norwegian, helsti samkeppnisaðili íslensku flugfélaganna í flugi yfir Atlantshafið, berst í bökkum og hefur leitað að auknu hlutafé. British Airways hefur sýnt því áhuga að eignast norska flugfélagið. BA eignaðist á dögunum 5% hlut í Norwegian.Opinn fyrir meðeiganda Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. Hann velti fyrir sér að selja hluta af 100% hlut sínum í WOW Air, það er fá inn meðeigendur. Ástæðan sé þó ekki fjárþörf heldur umfangið sé orðið svo mikið. Áframhaldandi stækkun sé orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni,” segir Skúli við Túrista.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira