Við skorum á þig! Carlos Cruz skrifar 18. apríl 2018 07:00 Það hefur mikið verið rætt um sykur á undanförnum árum og meðvitund aukist um hættur of mikillar sykurneyslu. Offita er alþjóðleg áskorun og það er samfélagsleg ábyrgð okkar hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, sem eins stærsta framleiðanda á drykkjarvörum á íslenskum markaði, að draga úr neyslu á sykri. Við tökum þá ábyrgð alvarlega. Við viljum vera hluti af lausninni en ekki hluti af vandanum. Við framleiðum breiða vörulínu og höfum þegar dregið umtalsvert úr sykurnotkun, eða um 15 prósent frá 2010, og í samræmi við sjálfbærnistefnu CCEP höfum við einnig sett fram markmið um að að minnsta kosti 50 prósent af sölu fyrirtækisins komi frá sykurlausum eða sykurskertum valkostum árið 2025.10 prósent minni sykur fyrir 2020 Skuldbinding okkar nú er að draga úr sykri í vörulínu okkar um 10 prósent á tímabilinu frá 2015-2020. Við munum setja aukinn kraft í vöruþróun á sykurminni eða sykurlausum drykkjum og gera innihaldslýsingar auðskiljanlegri, svo að fólk eigi auðveldara með að átta sig á sykurmagni. Við viljum að neytandinn hafi val en einnig ber að hafa í huga að sykur er ekki alslæmur, ef hans er neytt í hóflegu magni. Jafnframt gerum við átak í minnkun skammtastærða, þar á meðal má nefna valkosti um minni umbúðir. Vinnum saman að aukinni lýðheilsu Nútímafyrirtæki þurfa að koma til móts við þarfir neytenda og vera meðvituð um áhrif sín á bæði samfélag og umhverfi. Saman getum við áorkað gríðarlega miklu og því skora ég á félaga mína í matvælaiðnaði að sýna viljann í verki og skuldbinda sig líka til að minnka sykur í sinni framleiðslu og auðvelda þannig neytendum að lifa heilbrigðara lífi. Saman getum við svo sannarlega eflt lífsgæði fólks.Höfundur er forstjóri Coca-Cola European Partners Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið verið rætt um sykur á undanförnum árum og meðvitund aukist um hættur of mikillar sykurneyslu. Offita er alþjóðleg áskorun og það er samfélagsleg ábyrgð okkar hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, sem eins stærsta framleiðanda á drykkjarvörum á íslenskum markaði, að draga úr neyslu á sykri. Við tökum þá ábyrgð alvarlega. Við viljum vera hluti af lausninni en ekki hluti af vandanum. Við framleiðum breiða vörulínu og höfum þegar dregið umtalsvert úr sykurnotkun, eða um 15 prósent frá 2010, og í samræmi við sjálfbærnistefnu CCEP höfum við einnig sett fram markmið um að að minnsta kosti 50 prósent af sölu fyrirtækisins komi frá sykurlausum eða sykurskertum valkostum árið 2025.10 prósent minni sykur fyrir 2020 Skuldbinding okkar nú er að draga úr sykri í vörulínu okkar um 10 prósent á tímabilinu frá 2015-2020. Við munum setja aukinn kraft í vöruþróun á sykurminni eða sykurlausum drykkjum og gera innihaldslýsingar auðskiljanlegri, svo að fólk eigi auðveldara með að átta sig á sykurmagni. Við viljum að neytandinn hafi val en einnig ber að hafa í huga að sykur er ekki alslæmur, ef hans er neytt í hóflegu magni. Jafnframt gerum við átak í minnkun skammtastærða, þar á meðal má nefna valkosti um minni umbúðir. Vinnum saman að aukinni lýðheilsu Nútímafyrirtæki þurfa að koma til móts við þarfir neytenda og vera meðvituð um áhrif sín á bæði samfélag og umhverfi. Saman getum við áorkað gríðarlega miklu og því skora ég á félaga mína í matvælaiðnaði að sýna viljann í verki og skuldbinda sig líka til að minnka sykur í sinni framleiðslu og auðvelda þannig neytendum að lifa heilbrigðara lífi. Saman getum við svo sannarlega eflt lífsgæði fólks.Höfundur er forstjóri Coca-Cola European Partners Ísland
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar