Fórnarlömb Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2018 10:00 Það eru aðeins rétt rúm tvö ár síðan uppljóstrað var um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Panamaskjölunum og reyndar einnig fleiri ráðamanna. Þessar mikilvægu uppljóstranir leiddu eðlilega til þess að ríkisstjórnin hraktist frá völdum en hvort miklar umbætur hafa átt sér stað innan íslenskra stjórnmála og samfélags frá þeim tíma skal ósagt látið. Eitt af því sem var hvað átakanlegast við að fylgjast með því, þegar ljóstrað var upp um stöðu Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum, var algjör afneitun hans á því að hafa gert nokkuð rangt. Hann tók sér stöðu sem fórnarlamb fjölmiðla sem hefðu horn í síðu hans og gerði því jafnvel skóna að eitthvað persónulegt eða annarlegt lægi að baki uppljóstrunum. Hann var fórnarlamb sannleikans. Fórnarlamb sannleikans vildi halda áfram í stjórnmálum en þjóðin var öll meira og minna fjúkandi vond út í forsætisráðherrann sinn fráfarandi. Þá var auðvitað ekkert annað til ráða en að búa til einhvern annan sannleika. Einhverja hlið málsins sem sýndi að þetta væri allt í lagi og það væri fullt af fólki sem stæði einhuga á bak við stjórnmálamanninn hugprúða. Það vildi bara ekki koma fram undir nafni af ótta við alla þessa skelfilegu fjölmiðlamenn sem væru alltaf að fara fram á að ráðamenn segðu satt. Slíkt getur auðvitað verið þreytandi og jafnvel til vandræða þegar fram líða stundir og völdin renna úr greipum. Hið rétta var reyndar að Sigmundur Davíð setti sig í samband við almannatengilinn Viðar Garðarsson sem tók að sér að setja upp vefsíður ímyndaðra stuðningsmanna og þannig var leitast við að blekkja almenning. Þetta er svona næsti bær við falskar fréttir og eins og þær auðvitað ekkert annað en vísvitandi blekking og þar með aðför að lýðræðinu. Það er dapurlegt að Sigmundur Davíð og almannatengillinn Viðar skuli ekki hafa séð, eða þá viljað sjá, hversu siðferðislega rangt er að blekkja almenning með þessum hætti. Nú situr Viðar eftir með sárt ennið og ógreiddan reikning, fórnarlamb heimatilbúins sannleika án kaupanda. Vonandi er siðferðisþröskuldur almannatengla alla jafna hærri en sá sem þarna var rúllað yfir. Viðar situr reyndar enn á lista yfir fjölmiðlamenn sem eiga að vera forsætisráðherranum fyrrverandi erfiðir. Á listanum eru væntanlega einstaklingar sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu en af því að hún er fólgin í því að draga fram sannleika sem getur reynst óþægilegur þá teljast viðkomandi erfiðir. Því miður er það ekkert einsdæmi að stjórnmálamenn og fleiri valdamenn láti í sífellu að því liggja að fjölmiðlar hafi horn í síðu þeirra eða þar séu fréttamenn sem hafi eitthvað misjafnt í huga. Þetta er auðvitað óþolandi með öllu því erindi fréttamanna er að leiða fram sannleikann og ef valdhafi hefur eitthvað við það að athuga þá hefur hann eitthvað að fela. Einhvern sannleika sem á erindi við almenning og það er fyrir þann sama almenning sem fréttamenn starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Það eru aðeins rétt rúm tvö ár síðan uppljóstrað var um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Panamaskjölunum og reyndar einnig fleiri ráðamanna. Þessar mikilvægu uppljóstranir leiddu eðlilega til þess að ríkisstjórnin hraktist frá völdum en hvort miklar umbætur hafa átt sér stað innan íslenskra stjórnmála og samfélags frá þeim tíma skal ósagt látið. Eitt af því sem var hvað átakanlegast við að fylgjast með því, þegar ljóstrað var upp um stöðu Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum, var algjör afneitun hans á því að hafa gert nokkuð rangt. Hann tók sér stöðu sem fórnarlamb fjölmiðla sem hefðu horn í síðu hans og gerði því jafnvel skóna að eitthvað persónulegt eða annarlegt lægi að baki uppljóstrunum. Hann var fórnarlamb sannleikans. Fórnarlamb sannleikans vildi halda áfram í stjórnmálum en þjóðin var öll meira og minna fjúkandi vond út í forsætisráðherrann sinn fráfarandi. Þá var auðvitað ekkert annað til ráða en að búa til einhvern annan sannleika. Einhverja hlið málsins sem sýndi að þetta væri allt í lagi og það væri fullt af fólki sem stæði einhuga á bak við stjórnmálamanninn hugprúða. Það vildi bara ekki koma fram undir nafni af ótta við alla þessa skelfilegu fjölmiðlamenn sem væru alltaf að fara fram á að ráðamenn segðu satt. Slíkt getur auðvitað verið þreytandi og jafnvel til vandræða þegar fram líða stundir og völdin renna úr greipum. Hið rétta var reyndar að Sigmundur Davíð setti sig í samband við almannatengilinn Viðar Garðarsson sem tók að sér að setja upp vefsíður ímyndaðra stuðningsmanna og þannig var leitast við að blekkja almenning. Þetta er svona næsti bær við falskar fréttir og eins og þær auðvitað ekkert annað en vísvitandi blekking og þar með aðför að lýðræðinu. Það er dapurlegt að Sigmundur Davíð og almannatengillinn Viðar skuli ekki hafa séð, eða þá viljað sjá, hversu siðferðislega rangt er að blekkja almenning með þessum hætti. Nú situr Viðar eftir með sárt ennið og ógreiddan reikning, fórnarlamb heimatilbúins sannleika án kaupanda. Vonandi er siðferðisþröskuldur almannatengla alla jafna hærri en sá sem þarna var rúllað yfir. Viðar situr reyndar enn á lista yfir fjölmiðlamenn sem eiga að vera forsætisráðherranum fyrrverandi erfiðir. Á listanum eru væntanlega einstaklingar sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu en af því að hún er fólgin í því að draga fram sannleika sem getur reynst óþægilegur þá teljast viðkomandi erfiðir. Því miður er það ekkert einsdæmi að stjórnmálamenn og fleiri valdamenn láti í sífellu að því liggja að fjölmiðlar hafi horn í síðu þeirra eða þar séu fréttamenn sem hafi eitthvað misjafnt í huga. Þetta er auðvitað óþolandi með öllu því erindi fréttamanna er að leiða fram sannleikann og ef valdhafi hefur eitthvað við það að athuga þá hefur hann eitthvað að fela. Einhvern sannleika sem á erindi við almenning og það er fyrir þann sama almenning sem fréttamenn starfa.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar