Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2018 18:38 Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabaráttunni (f.m.). Vísir/AFP Þrír foreldrar barna sem voru skotin til bana í skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt fjölmiðlamanninum Alex Jones vegna ærumeiðinga. Jones hefur ítrekað borið út samsæriskenningar um að árásin hafi verið sett á svið og að foreldrarnir væru í raun leikarar. Tilgangurinn með svikunum væri að grafa undan rétti fólks til byssueignar. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Fjölskyldur fórnarlamba barnanna tuttugu sem féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook hafa frá upphafi mátt þola að Jones breiddi út samsæriskenningar sínar um að stjórnvöld hafi sett blóðbaðið á svið. Börnin voru öll yngri en sjö ára. Sex fullorðnir létu lífið í árásinni. Nú hafa foreldrar drengs sem var myrtur í árásinni stefnt Jones í Texas þar sem fjölmiðlamaðurinn býr og starfar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faðir annars drengs hefur einnig stefnt Jones vegna þess að hann sakaði manninn um að hafa logið því til að hann hefði haldið á líki sonar síns með skotsári á höfðinu eftir árásina. Áreitt á netinu og í persónu Alls krefjast foreldrarnir einnar milljónar dollara í bætur frá Jones. Þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá fjöldamorðinu segja foreldrarnir að Jones hafi ekki sýnt nein merki um að hann ætlaði að láta þá í friði. Fram hefur komið að fjöldi fjölskyldna barna sem voru myrt í árásinni hafi verið áreitt af fólki, bæði í raun- og netheimum. Kona á Flórída var dæmd í fimm mánaða fangelsi í fyrra eftir að hún hafði sent einu foreldrinu sem nú hefur stefnt Jones líflátshótanir. Þrátt fyrir sturlaðar kenningar og framkomu Jones nýtur Infowars töluverðra vinsælda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðal annars gestur Jones í þætti í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Þrír foreldrar barna sem voru skotin til bana í skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt fjölmiðlamanninum Alex Jones vegna ærumeiðinga. Jones hefur ítrekað borið út samsæriskenningar um að árásin hafi verið sett á svið og að foreldrarnir væru í raun leikarar. Tilgangurinn með svikunum væri að grafa undan rétti fólks til byssueignar. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Fjölskyldur fórnarlamba barnanna tuttugu sem féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook hafa frá upphafi mátt þola að Jones breiddi út samsæriskenningar sínar um að stjórnvöld hafi sett blóðbaðið á svið. Börnin voru öll yngri en sjö ára. Sex fullorðnir létu lífið í árásinni. Nú hafa foreldrar drengs sem var myrtur í árásinni stefnt Jones í Texas þar sem fjölmiðlamaðurinn býr og starfar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faðir annars drengs hefur einnig stefnt Jones vegna þess að hann sakaði manninn um að hafa logið því til að hann hefði haldið á líki sonar síns með skotsári á höfðinu eftir árásina. Áreitt á netinu og í persónu Alls krefjast foreldrarnir einnar milljónar dollara í bætur frá Jones. Þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá fjöldamorðinu segja foreldrarnir að Jones hafi ekki sýnt nein merki um að hann ætlaði að láta þá í friði. Fram hefur komið að fjöldi fjölskyldna barna sem voru myrt í árásinni hafi verið áreitt af fólki, bæði í raun- og netheimum. Kona á Flórída var dæmd í fimm mánaða fangelsi í fyrra eftir að hún hafði sent einu foreldrinu sem nú hefur stefnt Jones líflátshótanir. Þrátt fyrir sturlaðar kenningar og framkomu Jones nýtur Infowars töluverðra vinsælda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðal annars gestur Jones í þætti í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15
Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13