Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Gunnar Einarsson skrifar 17. apríl 2018 14:45 „Þess vegna höldum við í vonina sem er trúin á ástina og reisnina og gæskuna og mennskuna og vináttuna um að enginn sé aleinn í heiminum, einmana og hræddur á plánetunni Jörð.“ Svona hljóðar viðlagið í nýlegu lagi með hljómsveitinni Nýdönsk. Öll þessi fallegu orð í fyrri hluta viðlagsins eiga við um það risavaxna verkefni að skapa og reka samfélag eins og Garðabær er. Fjármál eru aðeins einn liður í því verkefni en það sem stendur upp úr í mínum huga eftir 13 ár í starfi bæjarstjóra er mannlegi þátturinn og það hvernig við sköpum samheldið og fallegt samfélag þar sem mennskan og gæskan eru í fyrirrúmi. Þetta er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi en því miður virðist sem okkur, sem íslensku samfélagi, sé ekki að takast nógu vel að passa upp á alla okkar meðbræður og –systur og að það eigi ekki síst við um börnin okkar og ungmennin. Rannsóknir hafa sýnt að kvíði, depurð og þunglyndi er alltof algeng á meðal þeirra og hefur aukist undanfarin ár. Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum.Hvað er til ráða? Aukin vanlíðan ungmenna er ekki bara garðbæskt vandamál. Þetta er þróun sem við sjáum á landsvísu og við verðum að taka á af fullri alvöru. Til þess verða margir að leggjast á eitt, þar á meðal má nefna ríkið sem rekur heilbrigðiskerfið, sveitarfélögin sem starfrækja leik- og grunnskóla, foreldra, tómstundaleiðbeinendur, íþróttaþjálfara og alla aðra sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. „Lengi býr að fyrstu gerð“ segir máltækið og með það í huga hefur bæjarstjórn Garðabæjar lagt ríka áherslu á að efla leikskólana og að tryggja börnum örugga dagvistun í leikskóla frá 12 mánaða aldri. Í fjölmiðlum undanfarið höfum við séð viðtöl við foreldra ungra barna sem eru í stórfelldum vandræðum vegna skorts á dagvistunarúrræðum í nágrannasveitarfélögunum. Með því að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri er því ekki aðeins stuðlað að velferð barnanna heldur líka verið að létta áhyggjum og streitu af foreldrunum sem oft á tíðum er ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum. Lífsgæði þessa unga fólks eru þannig aukin og það fær tækifæri til að blómstra, lifa í núinu og njóta þess tíma á meðan börnin eru lítil en við sem erum orðin eldri vitum hvað sá tími virðist hafa verið stuttur þegar litið er til baka. Það er hins vegar ekki nóg að börnin fái dvöl í leikskóla. Tryggja verður að þar fari fram faglegt og gott starf sem stuðlar að vellíðan, velferð og þroska barnanna. Til að efla hið faglega starf leik- og grunnskóla hefur Garðabær m.a. sett á stofn þróunarsjóði á báðum skólastigum. Skólar, skólastjórnendur og kennarar geta og hafa sótt um styrki í sjóðina til fjölbreyttra þróunarverkefna. Lokaskýrslur allra verkefnanna verða birtar á vef Garðabæjar og því eru þátttakendur í verkefnunum ekki aðeins að efla sig sem fagfólk heldur að búa til og miðla nýrri þekkingu sem aðrir geta lært af. Bæjarstjórn hefur einnig samþykkt að styrkja starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem er ein leið til að bregðast við skorti á fagfólki í þeim fræðum.Lærum að njóta augnabliksins Umhverfismál hafa lengi verið forgangsmál hjá bæjarstjórn Garðabæjar. Í bæjarlandinu eru fjölbreytt náttúru- og útivistarsvæði sem mörg hver eru friðuð til framtíðar. Fátt er betra til að létta af sér áhyggjum og streitu dagsins en góður göngutúr í náttúrulegu umhverfi. Það eru lífsgæði sem Garðbæingar búa við og kunna að meta. Við slíkar aðstæður er gott að einbeita sér að því að njóta augnabliksins og hugsa um það jákvæða og fagra í tilverunni. Núvitund er hugarástand sem við ættum öll að temja okkur í ríkari mæli og jafnframt að taka upp í skólastarfi og kenna ungmennunum okkar sem leið til að takast á við kvíða og depurð. Hvert augnablik er dýrmætt enda veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Og „þess vegna höldum við í vonina…..“ Með sumarkveðju, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Þess vegna höldum við í vonina sem er trúin á ástina og reisnina og gæskuna og mennskuna og vináttuna um að enginn sé aleinn í heiminum, einmana og hræddur á plánetunni Jörð.“ Svona hljóðar viðlagið í nýlegu lagi með hljómsveitinni Nýdönsk. Öll þessi fallegu orð í fyrri hluta viðlagsins eiga við um það risavaxna verkefni að skapa og reka samfélag eins og Garðabær er. Fjármál eru aðeins einn liður í því verkefni en það sem stendur upp úr í mínum huga eftir 13 ár í starfi bæjarstjóra er mannlegi þátturinn og það hvernig við sköpum samheldið og fallegt samfélag þar sem mennskan og gæskan eru í fyrirrúmi. Þetta er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi en því miður virðist sem okkur, sem íslensku samfélagi, sé ekki að takast nógu vel að passa upp á alla okkar meðbræður og –systur og að það eigi ekki síst við um börnin okkar og ungmennin. Rannsóknir hafa sýnt að kvíði, depurð og þunglyndi er alltof algeng á meðal þeirra og hefur aukist undanfarin ár. Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum.Hvað er til ráða? Aukin vanlíðan ungmenna er ekki bara garðbæskt vandamál. Þetta er þróun sem við sjáum á landsvísu og við verðum að taka á af fullri alvöru. Til þess verða margir að leggjast á eitt, þar á meðal má nefna ríkið sem rekur heilbrigðiskerfið, sveitarfélögin sem starfrækja leik- og grunnskóla, foreldra, tómstundaleiðbeinendur, íþróttaþjálfara og alla aðra sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. „Lengi býr að fyrstu gerð“ segir máltækið og með það í huga hefur bæjarstjórn Garðabæjar lagt ríka áherslu á að efla leikskólana og að tryggja börnum örugga dagvistun í leikskóla frá 12 mánaða aldri. Í fjölmiðlum undanfarið höfum við séð viðtöl við foreldra ungra barna sem eru í stórfelldum vandræðum vegna skorts á dagvistunarúrræðum í nágrannasveitarfélögunum. Með því að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri er því ekki aðeins stuðlað að velferð barnanna heldur líka verið að létta áhyggjum og streitu af foreldrunum sem oft á tíðum er ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum. Lífsgæði þessa unga fólks eru þannig aukin og það fær tækifæri til að blómstra, lifa í núinu og njóta þess tíma á meðan börnin eru lítil en við sem erum orðin eldri vitum hvað sá tími virðist hafa verið stuttur þegar litið er til baka. Það er hins vegar ekki nóg að börnin fái dvöl í leikskóla. Tryggja verður að þar fari fram faglegt og gott starf sem stuðlar að vellíðan, velferð og þroska barnanna. Til að efla hið faglega starf leik- og grunnskóla hefur Garðabær m.a. sett á stofn þróunarsjóði á báðum skólastigum. Skólar, skólastjórnendur og kennarar geta og hafa sótt um styrki í sjóðina til fjölbreyttra þróunarverkefna. Lokaskýrslur allra verkefnanna verða birtar á vef Garðabæjar og því eru þátttakendur í verkefnunum ekki aðeins að efla sig sem fagfólk heldur að búa til og miðla nýrri þekkingu sem aðrir geta lært af. Bæjarstjórn hefur einnig samþykkt að styrkja starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem er ein leið til að bregðast við skorti á fagfólki í þeim fræðum.Lærum að njóta augnabliksins Umhverfismál hafa lengi verið forgangsmál hjá bæjarstjórn Garðabæjar. Í bæjarlandinu eru fjölbreytt náttúru- og útivistarsvæði sem mörg hver eru friðuð til framtíðar. Fátt er betra til að létta af sér áhyggjum og streitu dagsins en góður göngutúr í náttúrulegu umhverfi. Það eru lífsgæði sem Garðbæingar búa við og kunna að meta. Við slíkar aðstæður er gott að einbeita sér að því að njóta augnabliksins og hugsa um það jákvæða og fagra í tilverunni. Núvitund er hugarástand sem við ættum öll að temja okkur í ríkari mæli og jafnframt að taka upp í skólastarfi og kenna ungmennunum okkar sem leið til að takast á við kvíða og depurð. Hvert augnablik er dýrmætt enda veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Og „þess vegna höldum við í vonina…..“ Með sumarkveðju, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun