Umfjöllun um Downs á Íslandi leiddi til umdeilds frumvarps um fóstureyðingar í Pennsylvania Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2018 14:30 Fóstureyðingar hafa lengi verið mikið deiluefni í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Fulltrúadeild þings Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur samþykkt lagafrumvarp sem meinar verðandi mæðrum að fara í fóstureyðingu sem byggir á þeirri vitneskju að fóstrið hafi greinst með downs-heilkenni. Lagafrumvarp þetta á rætur sínar að rekja til umfjöllunar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið hér á landi og þá staðreynd að nær engin börn fæðist lengur með heilkennið vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Þegar umfjöllunin var birt í fyrra vakti hún gífurlega athygli og jafnvel bræði. Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi - Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Flutningsmaður frumvarpsins og forseti þingsins, Repúblikaninn Mike Turzai, segist hafa samið frumvarpið í kjölfar þess að honum „blöskraði“ vegna áðurnefndrar umfjöllunar. Hann líti á málið sem stuðning við fatlaða einstaklinga. Kate Klunk, stuðningsmaður frumvarpsins, sagði því ætlað að koma í veg fyrir kynbótaaðferðir og þingkonan Judy Ward las upp í þingsal ummæli foreldra barna með Downs-heilkenni og hvernig börn þeirra auðguðu líf foreldranna, samkvæmt umfjöllun The Inquirer. Lög ríkisins heimila fóstureyðingar upp að allt að 24 vikum en fóstureyðingar vegna kyns fóstursins eru bannaðar. Samkvæmt Inquirer er framtíð frumvarpsins ekki tryggð. Það fer nú fyrir öldungadeild þings ríkisins og ekki er víst að þar hafi það nægjanlegan stuðning, þó deildin sé leidd af Repúblikönum. Þar að auki hefur ríkisstjóri Pennsylvania, Tom Wolf, sem er Demókrata lýst því yfir að hann sé andstæður frumvarpinu. Helstu gagnrýnendur frumvarpsins segja það ekki koma að auknum stuðningi við fjölskyldur barna með heilkennið umrædda. Læknasamtök hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Þar á meðal eru samtök fæðingalækna í Bandaríkjunum og samtök kvensjúkdómalækna. Ein kona sem gagnrýnt hefur frumvarpið er móðir barns með Downs-heilkenni. Hún segir það hafa verið ákvörðun hennar og eiginmanns hennar að eyða ekki fóstrinu þegar þau fengu þær upplýsingar að dóttir þeirra væri með heilkennið. Sú ákvörðun væri ekki einhverra stjórnmálamanna að taka. Þegar umræða um frumvarpið fór fram segja blaðamenn Inquirer að hún hafi að mestu farið fram eins og aðrar umræður um fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafi margir hverjir lýst því yfir að þeir væru á móti fóstureyðingum almennt og að Demókratar hafi talað um að ríkið eigi engan rétt á því að koma að heilbrigðisákvörðunum kvenna. Bandaríkin Downs-heilkenni Þungunarrof Tengdar fréttir Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45 Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00 Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Fulltrúadeild þings Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur samþykkt lagafrumvarp sem meinar verðandi mæðrum að fara í fóstureyðingu sem byggir á þeirri vitneskju að fóstrið hafi greinst með downs-heilkenni. Lagafrumvarp þetta á rætur sínar að rekja til umfjöllunar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið hér á landi og þá staðreynd að nær engin börn fæðist lengur með heilkennið vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Þegar umfjöllunin var birt í fyrra vakti hún gífurlega athygli og jafnvel bræði. Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi - Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Flutningsmaður frumvarpsins og forseti þingsins, Repúblikaninn Mike Turzai, segist hafa samið frumvarpið í kjölfar þess að honum „blöskraði“ vegna áðurnefndrar umfjöllunar. Hann líti á málið sem stuðning við fatlaða einstaklinga. Kate Klunk, stuðningsmaður frumvarpsins, sagði því ætlað að koma í veg fyrir kynbótaaðferðir og þingkonan Judy Ward las upp í þingsal ummæli foreldra barna með Downs-heilkenni og hvernig börn þeirra auðguðu líf foreldranna, samkvæmt umfjöllun The Inquirer. Lög ríkisins heimila fóstureyðingar upp að allt að 24 vikum en fóstureyðingar vegna kyns fóstursins eru bannaðar. Samkvæmt Inquirer er framtíð frumvarpsins ekki tryggð. Það fer nú fyrir öldungadeild þings ríkisins og ekki er víst að þar hafi það nægjanlegan stuðning, þó deildin sé leidd af Repúblikönum. Þar að auki hefur ríkisstjóri Pennsylvania, Tom Wolf, sem er Demókrata lýst því yfir að hann sé andstæður frumvarpinu. Helstu gagnrýnendur frumvarpsins segja það ekki koma að auknum stuðningi við fjölskyldur barna með heilkennið umrædda. Læknasamtök hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Þar á meðal eru samtök fæðingalækna í Bandaríkjunum og samtök kvensjúkdómalækna. Ein kona sem gagnrýnt hefur frumvarpið er móðir barns með Downs-heilkenni. Hún segir það hafa verið ákvörðun hennar og eiginmanns hennar að eyða ekki fóstrinu þegar þau fengu þær upplýsingar að dóttir þeirra væri með heilkennið. Sú ákvörðun væri ekki einhverra stjórnmálamanna að taka. Þegar umræða um frumvarpið fór fram segja blaðamenn Inquirer að hún hafi að mestu farið fram eins og aðrar umræður um fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafi margir hverjir lýst því yfir að þeir væru á móti fóstureyðingum almennt og að Demókratar hafi talað um að ríkið eigi engan rétt á því að koma að heilbrigðisákvörðunum kvenna.
Bandaríkin Downs-heilkenni Þungunarrof Tengdar fréttir Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45 Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00 Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45
Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00
Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30