Borgarlína á dagskrá Dagur B. Eggertsson skrifar 17. apríl 2018 07:00 Um þessar mundir eru öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að staðfesta breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um legu borgarlínu. Þessi niðurstaða, að festa borgarlínu í sessi, er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur gengið ótrúlega vel – þvert á sveitarfélagamörk og flokkslínur. Með staðfestingu svæðisskipulagsins er staðfest sú sameiginlega stefna að öflugri almenningssamgöngur með borgarlínu verði hryggjarstykkið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta þeim mikla vexti sem fyrirsjáanlegur er á svæðinu, án þess að umferð aukist að sama skapi.Borgarlína í fjármálaáætlun ríkisins Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samið verði um framgang borgarlínu milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Í áætluninni segir skýrt að ríkið muni styðja borgarlínu og í Morgunblaðsgrein tekur forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir einnig af öll tvímæli í því efni. Þetta er fagnaðarefni. Á grundvelli fjármálaáætlunar og yfirlýsinga forsætisráðherra hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu falið fulltrúum Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar að undirbúa komandi samningagerð fyrir hönd sveitarfélaganna. Skýr framtíðarsýn Hundruð borga um allan heim, af öllum stærðum, gerðum og loftslagi notast við hraðvagnakerfi með góðum árangri. Þar er víða að nást góður árangur að fjölga notendum almenningssamganga og það viljum við líka gera. Borgarlínan er hluti af framtíðarsýn um fjölbreyttari ferðamáta og meira val í samgöngumálum. Borgarlínan á að verða góður, öruggur valkostur sem veitir tíða þjónustu og keyrir í sérrými. Borgarlínan mun því ekki verða fyrir töfum á annatíma þar sem hún nýtur forgangs í umferðinni. Allir munu hins vegar njóta góðs af því. Eftir því sem notendum borgarlínu fjölgar verður meira rými á götunum fyrir bíla, auk þess sem borgarlínan er afar mikilvægt tæki til að bæta loftgæði, bæta hljóðvist og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Dagur B. Eggertsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að staðfesta breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um legu borgarlínu. Þessi niðurstaða, að festa borgarlínu í sessi, er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur gengið ótrúlega vel – þvert á sveitarfélagamörk og flokkslínur. Með staðfestingu svæðisskipulagsins er staðfest sú sameiginlega stefna að öflugri almenningssamgöngur með borgarlínu verði hryggjarstykkið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta þeim mikla vexti sem fyrirsjáanlegur er á svæðinu, án þess að umferð aukist að sama skapi.Borgarlína í fjármálaáætlun ríkisins Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samið verði um framgang borgarlínu milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Í áætluninni segir skýrt að ríkið muni styðja borgarlínu og í Morgunblaðsgrein tekur forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir einnig af öll tvímæli í því efni. Þetta er fagnaðarefni. Á grundvelli fjármálaáætlunar og yfirlýsinga forsætisráðherra hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu falið fulltrúum Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar að undirbúa komandi samningagerð fyrir hönd sveitarfélaganna. Skýr framtíðarsýn Hundruð borga um allan heim, af öllum stærðum, gerðum og loftslagi notast við hraðvagnakerfi með góðum árangri. Þar er víða að nást góður árangur að fjölga notendum almenningssamganga og það viljum við líka gera. Borgarlínan er hluti af framtíðarsýn um fjölbreyttari ferðamáta og meira val í samgöngumálum. Borgarlínan á að verða góður, öruggur valkostur sem veitir tíða þjónustu og keyrir í sérrými. Borgarlínan mun því ekki verða fyrir töfum á annatíma þar sem hún nýtur forgangs í umferðinni. Allir munu hins vegar njóta góðs af því. Eftir því sem notendum borgarlínu fjölgar verður meira rými á götunum fyrir bíla, auk þess sem borgarlínan er afar mikilvægt tæki til að bæta loftgæði, bæta hljóðvist og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun