Guðrún Þ. Stephensen látin Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. apríl 2018 23:01 Guðrún Þ. Stephensen, fædd 29. mars 1931, látin 16.apríl 2018. Guðrún Þ. Stephensen, leikkona, er látin 87 ára að aldri. Hún fæddist 29. mars 1931 í Reykjavík þar sem hún lést þann 16.apríl 2018. Hún var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Hafsteinn Austmann myndlistarmaður. Dætur þeirra eru Dóra og Kristín Hafsteinsdætur. Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954. Hún hóf strax að námi loknu að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Meðal minnisstæðra hlutverka hennar hjá LR má nefna Madge í Tíminn og við, Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í Húsi Vernörðu Alba, Marisku í Það er kominn gestur, Bessí Burgess í Plógi og stjörnum og tvær kostulegar konur í leikritum Jökuls Jakobssonar Dómínó og Kertalogi, og er þá aðeins fátt eitt nefnt.Hún var síðan fastráðin við Þjóðleikhúsið um árabil og lék þar á fimmta tug hlutverka. Meðal eftirminnilegra persóna sem hún lék þar eru kerlingin í Gullna hliðinu, Soffía frænka í Kardemommubænum, Sólveig í Lúkasi, Stella í Sólarferð, móðirin í Þeir riðu til sjávar, Lóna Hessel í Máttarstólpum þjóðfélagsins, frú Arneus í Íslandsklukkunni og Valborg í Valborgu og bekknum. Á síðari árum lék Guðrún meðal annars fjalladrottningu í Búkollu, Idu í Himneskt er að lifa, Þrúði í Elínu, Helgu, Guðríði, bangsamömmu í Dýrunum í Hálsaskógi, tengdamóðurina í Blóðbrullaupi, Doris í Kirkjugarðsklúbbnum og Anfísu barnfóstru í Þremur systrum. Síðasta hlutverk Guðrúnar við Þjóðleikhúsið var Fríða í hinni geysivinsælu sýningu Manni í mislitum sokkum, en þar lék hún meðal annars með öðrum þekktum leikurum af sinni kynslóð, Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni, Gunnari Eyjólfssyni, Helgu Bachmann, Árna Tryggvasyni og Erlingi Gíslasyni. Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Andlát Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Guðrún Þ. Stephensen, leikkona, er látin 87 ára að aldri. Hún fæddist 29. mars 1931 í Reykjavík þar sem hún lést þann 16.apríl 2018. Hún var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Hafsteinn Austmann myndlistarmaður. Dætur þeirra eru Dóra og Kristín Hafsteinsdætur. Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954. Hún hóf strax að námi loknu að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Meðal minnisstæðra hlutverka hennar hjá LR má nefna Madge í Tíminn og við, Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í Húsi Vernörðu Alba, Marisku í Það er kominn gestur, Bessí Burgess í Plógi og stjörnum og tvær kostulegar konur í leikritum Jökuls Jakobssonar Dómínó og Kertalogi, og er þá aðeins fátt eitt nefnt.Hún var síðan fastráðin við Þjóðleikhúsið um árabil og lék þar á fimmta tug hlutverka. Meðal eftirminnilegra persóna sem hún lék þar eru kerlingin í Gullna hliðinu, Soffía frænka í Kardemommubænum, Sólveig í Lúkasi, Stella í Sólarferð, móðirin í Þeir riðu til sjávar, Lóna Hessel í Máttarstólpum þjóðfélagsins, frú Arneus í Íslandsklukkunni og Valborg í Valborgu og bekknum. Á síðari árum lék Guðrún meðal annars fjalladrottningu í Búkollu, Idu í Himneskt er að lifa, Þrúði í Elínu, Helgu, Guðríði, bangsamömmu í Dýrunum í Hálsaskógi, tengdamóðurina í Blóðbrullaupi, Doris í Kirkjugarðsklúbbnum og Anfísu barnfóstru í Þremur systrum. Síðasta hlutverk Guðrúnar við Þjóðleikhúsið var Fríða í hinni geysivinsælu sýningu Manni í mislitum sokkum, en þar lék hún meðal annars með öðrum þekktum leikurum af sinni kynslóð, Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni, Gunnari Eyjólfssyni, Helgu Bachmann, Árna Tryggvasyni og Erlingi Gíslasyni. Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum.
Andlát Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira