Útivistarsvæði og útsýni eða ný úthverfi? Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 16. apríl 2018 15:55 Eitt af því besta við Grafarvoginn er nálægðin við náttúruna. Það er nálægðin við náttúruna sem er ein af helstu ástæðum þess að margir hafa flutt í Grafarvoginn. Fjallasýnin, fjaran og útsýnið. Útsýnið í Grafarvoginum er einstakt. Í sunnanverðum Grafarvoginum er hægt að sjá gróðursælt hverfi með fallegt útsýni yfir voginn og útsýnið út á sundin úr hverfunum í norðanverðum Grafarvoginum er sennilega eitt það fegursta í Reykjavík: Ósnortna strandlengjan við Blikastaðakró og í Eiðsvíkinni er ein sú lengsta í Reykjavík. Þar má sjá seli flatmaga á skerjum og æðarfugla synda um. Í miðju þessa útsýnis er Geldinganesið, stærsta vannýtta útivistarperla höfuðborgarsvæðisins. Útsýnið og útivistarmöguleikarnir eru meðal þess sem hefur dregið fólk í Borga, Víkur og Staðahverfin. Því miður er framtíð þessa útsýnis og allrar þessarar náttúrufegurðar í hættu. Framtíð Geldinganess Um skeið var grjótnám í Geldinganesi, og lengi vel stóð til að koma þar upp stórskipahöfn ásamt iðnaðar- og athafnasvæði. Sem betur fer varð ekkert úr þeim fyrirætlunum, og á núverandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að nesið sé opið svæði. Ekki er gert ráð fyrir að nesið verði skipulagt næstu á næstu 12 árum. Fyrir þessar kosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar viðrað hugmyndir um risvaxna íbúðarbyggð í nesinu sem myndi gerbreyta Geldinganesi og umbylta öllu útsýni út á sundin. Ljósmengunin af íbúðarbyggð í nesinu mun hafa áhrif á útsýnið og allt lífið á nesinu. Með háum byggingum myndi ásýnd nessins breytast og værum við að missa af góðum stað sem við gætum nýtt sem útivistarparadís. Fasteignaverð íbúðana í kring mun lækka, þar sem að þær voru byggðar og seldar með því mikla útsýni sem þær hafa í dag og hafa stórframkvæmdir á svæðinu mikil áhrif þar á. Meðan á framkvæmdum stæði myndi vera stöðug umferð stórvirka vinnuvéla og vörubíla út í nesið. Sú umferð færi um Strandveginn með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa. Fjölmennri íbúðarbyggð í nesinu mun svo fylgja stóraukin umferð íbúa í gegnum Grafarvoginn. Grafarvogsbúar eru almennt þeirrar skoðunar að umferðin í hverfinu sé nógu mikil fyrir.Nýtum fegurð Geldinganessins betur Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði í Geldinganesi. Stefnt er að því að halda strandlengjunni ósnortinni til að vernda sjávar- og fuglalíf á svæðinu. Á Geldinganesi er t.d. eini varpstaður stormmávs á höfuðborgarsvæðinu. Geldinganesið er yndislegt útivistarsvæði með merkilega sögu. Þarna má finna sjótóftir á austanverðu nesinu og skipsflak á sunnanverðu nesinu. Margt er því hægt að byggja á ef svæðið yrði opnað sem útivistar og leiksvæði. Geldinganesið gæti orðið uppspretta ævintýra og spennandi rannsóknarleiðangra ungra jafnt sem aldna.Verndum einstaka náttúru hverfisins Við eigum að vernda það sem gerir Grafarvoginn að yndislegu hverfi og Reykjavík að fallegri borg: Nálægðina við náttúruna og útsýnið út á sundin. Með því að byggja ný risavaxin úthverfi og þenja borgina út í Geldinganesið fórnum við náttúrufegurðinni sem er ein helsta auðlind borgarinnar. Opnum Geldinganesið sem útivistarsvæði og gefum öllum tækifæri á að njóta svæðsins í allri sinni dýrð!Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eitt af því besta við Grafarvoginn er nálægðin við náttúruna. Það er nálægðin við náttúruna sem er ein af helstu ástæðum þess að margir hafa flutt í Grafarvoginn. Fjallasýnin, fjaran og útsýnið. Útsýnið í Grafarvoginum er einstakt. Í sunnanverðum Grafarvoginum er hægt að sjá gróðursælt hverfi með fallegt útsýni yfir voginn og útsýnið út á sundin úr hverfunum í norðanverðum Grafarvoginum er sennilega eitt það fegursta í Reykjavík: Ósnortna strandlengjan við Blikastaðakró og í Eiðsvíkinni er ein sú lengsta í Reykjavík. Þar má sjá seli flatmaga á skerjum og æðarfugla synda um. Í miðju þessa útsýnis er Geldinganesið, stærsta vannýtta útivistarperla höfuðborgarsvæðisins. Útsýnið og útivistarmöguleikarnir eru meðal þess sem hefur dregið fólk í Borga, Víkur og Staðahverfin. Því miður er framtíð þessa útsýnis og allrar þessarar náttúrufegurðar í hættu. Framtíð Geldinganess Um skeið var grjótnám í Geldinganesi, og lengi vel stóð til að koma þar upp stórskipahöfn ásamt iðnaðar- og athafnasvæði. Sem betur fer varð ekkert úr þeim fyrirætlunum, og á núverandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að nesið sé opið svæði. Ekki er gert ráð fyrir að nesið verði skipulagt næstu á næstu 12 árum. Fyrir þessar kosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar viðrað hugmyndir um risvaxna íbúðarbyggð í nesinu sem myndi gerbreyta Geldinganesi og umbylta öllu útsýni út á sundin. Ljósmengunin af íbúðarbyggð í nesinu mun hafa áhrif á útsýnið og allt lífið á nesinu. Með háum byggingum myndi ásýnd nessins breytast og værum við að missa af góðum stað sem við gætum nýtt sem útivistarparadís. Fasteignaverð íbúðana í kring mun lækka, þar sem að þær voru byggðar og seldar með því mikla útsýni sem þær hafa í dag og hafa stórframkvæmdir á svæðinu mikil áhrif þar á. Meðan á framkvæmdum stæði myndi vera stöðug umferð stórvirka vinnuvéla og vörubíla út í nesið. Sú umferð færi um Strandveginn með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa. Fjölmennri íbúðarbyggð í nesinu mun svo fylgja stóraukin umferð íbúa í gegnum Grafarvoginn. Grafarvogsbúar eru almennt þeirrar skoðunar að umferðin í hverfinu sé nógu mikil fyrir.Nýtum fegurð Geldinganessins betur Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði í Geldinganesi. Stefnt er að því að halda strandlengjunni ósnortinni til að vernda sjávar- og fuglalíf á svæðinu. Á Geldinganesi er t.d. eini varpstaður stormmávs á höfuðborgarsvæðinu. Geldinganesið er yndislegt útivistarsvæði með merkilega sögu. Þarna má finna sjótóftir á austanverðu nesinu og skipsflak á sunnanverðu nesinu. Margt er því hægt að byggja á ef svæðið yrði opnað sem útivistar og leiksvæði. Geldinganesið gæti orðið uppspretta ævintýra og spennandi rannsóknarleiðangra ungra jafnt sem aldna.Verndum einstaka náttúru hverfisins Við eigum að vernda það sem gerir Grafarvoginn að yndislegu hverfi og Reykjavík að fallegri borg: Nálægðina við náttúruna og útsýnið út á sundin. Með því að byggja ný risavaxin úthverfi og þenja borgina út í Geldinganesið fórnum við náttúrufegurðinni sem er ein helsta auðlind borgarinnar. Opnum Geldinganesið sem útivistarsvæði og gefum öllum tækifæri á að njóta svæðsins í allri sinni dýrð!Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun