Fólk eins og ég og þú Sif Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2018 09:46 Við göngum um Reykjavík, borgina okkar, með stolti og gleði í hjarta yfir því að hér er gott að búa. Við gleðjumst yfir því að hér ríkið friður, tjáningarfrelsi og einstaklingsfrelsi. Borgina skartar sýnu fegursta á sólardegi með útsýni til Esjunnar, Snæfellsjökuls, Bláfjalla og Keilis. Við njótum þess að ganga um í görðum borgarinnar, Klambratúni, Fossvogsdalnum, Laugardalnum, Elliðárdalnum, Öskjuhlíð og Ægissíðuna. Útivistarsvæðin sem umkringja borgina eru vinsæl og er Heiðmörk mikil náttúruperla, svæðið hjá Rauðavatni og Úlfarsfellið. Hægt er að njóta allra þessara svæða daglega án kostnaðar og þau eru í göngufæri við byggð. Já við erum svo sannarlega lánsöm. Vetur eru harðir hér á landi og er veðrið sannkallað ólíkindatól því það getur verið margbreytilegt á einum degi. Við höfum vanist því en gestir sem sækja okkur heim eru ekki vanir þessum sviftingum. Við vitum að það vorar og bíðum þess þolinmóð og með langlundargeði, klæðum okkur upp í vetrargallann og njótum vetrarins eins og hann birtist okkur kaldur, harður og umhleypingasamur. Það er ekki síst í stillum og á sólskinsbjörtum vordögum þegar okkur finnst tilveran fullkomin að það skellur á okkur raunveruleikinn, svifryksmengun, þar sem þess er óskað að við höldum viðkvæmum og börnum inni í dag. Þetta gerist ekki einu sinni heldur oft og hefur aukist ár frá ári. Þetta er ekki það sem við viljum heyra sem búum í okkar hreinu og fallegu grænu borg. Já við viljum sjá Reykjavík sem græna, vistvæna borg alveg eins og okkur er annt um heilbrigði í líkama og sál. Það er markmið okkar og við sem búum í Reykjavík viljum halda henni þannig. Þess vegna er fólk eins og ég og þú að týna rusl og laga umhverfið okkar og annara og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Við sjáum lausnir og komum þeim á framfæri. Við vitum að í svifryki er mikið um malbiksagnir m.a. vegna þess að nagladekk tæta upp göturnar margfalt hraðar en önnur dekk. Í dag, 15. apríl, eiga engir bílar að vera á nagladekkjum í Reykjavík og legg ég til að þessi dagur verði færður fram til 30 mars til þess að stytta tímabilið og hvet fólk til að nota ekki úrræðið nagladekk og stuðla þannig að bættu andrúmslofti í borginni.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum fyrir sveitastjórnarkosningar 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við göngum um Reykjavík, borgina okkar, með stolti og gleði í hjarta yfir því að hér er gott að búa. Við gleðjumst yfir því að hér ríkið friður, tjáningarfrelsi og einstaklingsfrelsi. Borgina skartar sýnu fegursta á sólardegi með útsýni til Esjunnar, Snæfellsjökuls, Bláfjalla og Keilis. Við njótum þess að ganga um í görðum borgarinnar, Klambratúni, Fossvogsdalnum, Laugardalnum, Elliðárdalnum, Öskjuhlíð og Ægissíðuna. Útivistarsvæðin sem umkringja borgina eru vinsæl og er Heiðmörk mikil náttúruperla, svæðið hjá Rauðavatni og Úlfarsfellið. Hægt er að njóta allra þessara svæða daglega án kostnaðar og þau eru í göngufæri við byggð. Já við erum svo sannarlega lánsöm. Vetur eru harðir hér á landi og er veðrið sannkallað ólíkindatól því það getur verið margbreytilegt á einum degi. Við höfum vanist því en gestir sem sækja okkur heim eru ekki vanir þessum sviftingum. Við vitum að það vorar og bíðum þess þolinmóð og með langlundargeði, klæðum okkur upp í vetrargallann og njótum vetrarins eins og hann birtist okkur kaldur, harður og umhleypingasamur. Það er ekki síst í stillum og á sólskinsbjörtum vordögum þegar okkur finnst tilveran fullkomin að það skellur á okkur raunveruleikinn, svifryksmengun, þar sem þess er óskað að við höldum viðkvæmum og börnum inni í dag. Þetta gerist ekki einu sinni heldur oft og hefur aukist ár frá ári. Þetta er ekki það sem við viljum heyra sem búum í okkar hreinu og fallegu grænu borg. Já við viljum sjá Reykjavík sem græna, vistvæna borg alveg eins og okkur er annt um heilbrigði í líkama og sál. Það er markmið okkar og við sem búum í Reykjavík viljum halda henni þannig. Þess vegna er fólk eins og ég og þú að týna rusl og laga umhverfið okkar og annara og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Við sjáum lausnir og komum þeim á framfæri. Við vitum að í svifryki er mikið um malbiksagnir m.a. vegna þess að nagladekk tæta upp göturnar margfalt hraðar en önnur dekk. Í dag, 15. apríl, eiga engir bílar að vera á nagladekkjum í Reykjavík og legg ég til að þessi dagur verði færður fram til 30 mars til þess að stytta tímabilið og hvet fólk til að nota ekki úrræðið nagladekk og stuðla þannig að bættu andrúmslofti í borginni.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum fyrir sveitastjórnarkosningar 2018.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun