NBA: Stórleikur Harden reddaði ísköldum Houston mönnum í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 07:30 James Harden fagnar körfu í nótt. Vísir/Getty James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en fyrsti leikurinn var allt annað en auðveldur. Oklahoma City Thunder komst líka í 1-0 þar sem Paul George átti stórleik.James Harden skoraði 44 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum þegar Houston Rockets vann nauman 104-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden tók leikinn yfir í fjórða leikhlutanum og skoraði þá 13 stig þar af meðal annars tólf stig í röð. Harden verður nánast örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins og hann sýndi af hverju í þessum leik. Houston er vanalega með mjög góða nýtingu í þriggja stiga skotum og setti nýtt met í þriggja stiga körfum á tímabilinu en fyrir utan skotsýningu Harden þá hittu liðsfélagar hans aðeins úr 3 af 25 þriggja stiga skotum sínum. „Við vorum í vandræðum með að setja niður skotin okkar og náðum engum takti en James tók okkur á bakið,“ sagði Mike D'Antoni, þjálfari Houston. Minnesota Timberwolves var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina og hafði ekki leikið í úrslitakeppninni í fjórtán ár en stóð vel í liði Houston og það þrátt fyrir að ungstirni Úlfanna, Karl-Anthony Towns, hafi átt dapran leik í frumraun sinni í úrslitakeppni. Karl-Anthony Towns skoraði aðeins 8 stig og klikkaði á 6 af 9 skotum sínum. Hann réði heldur lítið við Clint Capela hjá Houston sem var með 24 stig, 12 fráköst og 3 varin skot. Paul George átti frábæran leik með Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 116-108 sigur á Utah Jazz og komst í 1-0 í einvígi liðanna. Paul George varð að stjörnu í úrslitakeppninni með Indiana Pacers og er greinilega maður stóra sviðsins. Hann skoraði 36 stig í leiknum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum. George setti nýtt félagsmet með því að hitta úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Hvað, hafið þið ekki öll hitti úrslitakeppnis P (Playoff P) áður,“ sagði Paul George í léttum tón við blaðamenn eftir leikinn. Russell Westbrook var með 29 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar og þá skoraði Carmelo Anthony 15 stig. Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah Jazz en meiddist líka á tá og gat ekki klárað leikinn. Hann verður samt orðinn góður fyrir næsta leik.Staðan í öllum einvígum í úrslitakeppni NBA 2018:- Austudeildin - Toronto Raptors - Washington Wizards 1-0 Boston Celtics - Milwaukee Bucks 1-0 Philadelphia 76ers - Miami Heat 1-0 Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 0-1- Vesturdeildin - Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 1-0 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 1-0 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 0-1 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 1-0 NBA Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en fyrsti leikurinn var allt annað en auðveldur. Oklahoma City Thunder komst líka í 1-0 þar sem Paul George átti stórleik.James Harden skoraði 44 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum þegar Houston Rockets vann nauman 104-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden tók leikinn yfir í fjórða leikhlutanum og skoraði þá 13 stig þar af meðal annars tólf stig í röð. Harden verður nánast örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins og hann sýndi af hverju í þessum leik. Houston er vanalega með mjög góða nýtingu í þriggja stiga skotum og setti nýtt met í þriggja stiga körfum á tímabilinu en fyrir utan skotsýningu Harden þá hittu liðsfélagar hans aðeins úr 3 af 25 þriggja stiga skotum sínum. „Við vorum í vandræðum með að setja niður skotin okkar og náðum engum takti en James tók okkur á bakið,“ sagði Mike D'Antoni, þjálfari Houston. Minnesota Timberwolves var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina og hafði ekki leikið í úrslitakeppninni í fjórtán ár en stóð vel í liði Houston og það þrátt fyrir að ungstirni Úlfanna, Karl-Anthony Towns, hafi átt dapran leik í frumraun sinni í úrslitakeppni. Karl-Anthony Towns skoraði aðeins 8 stig og klikkaði á 6 af 9 skotum sínum. Hann réði heldur lítið við Clint Capela hjá Houston sem var með 24 stig, 12 fráköst og 3 varin skot. Paul George átti frábæran leik með Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 116-108 sigur á Utah Jazz og komst í 1-0 í einvígi liðanna. Paul George varð að stjörnu í úrslitakeppninni með Indiana Pacers og er greinilega maður stóra sviðsins. Hann skoraði 36 stig í leiknum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum. George setti nýtt félagsmet með því að hitta úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Hvað, hafið þið ekki öll hitti úrslitakeppnis P (Playoff P) áður,“ sagði Paul George í léttum tón við blaðamenn eftir leikinn. Russell Westbrook var með 29 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar og þá skoraði Carmelo Anthony 15 stig. Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah Jazz en meiddist líka á tá og gat ekki klárað leikinn. Hann verður samt orðinn góður fyrir næsta leik.Staðan í öllum einvígum í úrslitakeppni NBA 2018:- Austudeildin - Toronto Raptors - Washington Wizards 1-0 Boston Celtics - Milwaukee Bucks 1-0 Philadelphia 76ers - Miami Heat 1-0 Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 0-1- Vesturdeildin - Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 1-0 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 1-0 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 0-1 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 1-0
NBA Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira