Mikill árangur á Vogi í átaki gegn lifrarbólgu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 Mikilvægt er að ná til þeirra sem nota eiturlyf í æð ef útrýma á lifrarbólgu C. Vísir/getty Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtakanna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Einstaklingar sem sprauta sig með eiturlyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðarstöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla betur þá staðreynd að átak gegn lifrarbólgu C tekur til landsins alls, ekki aðeins til skjólstæðinga SÁÁ á sjúkrahúsinu Vogi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtakanna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Einstaklingar sem sprauta sig með eiturlyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðarstöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla betur þá staðreynd að átak gegn lifrarbólgu C tekur til landsins alls, ekki aðeins til skjólstæðinga SÁÁ á sjúkrahúsinu Vogi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira