Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 10:54 Franskt flugskeyti hefur sig á loft í nótt. Vísir/AFP Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að árásir vestrænna ríkja í nótt muni aðeins herða stjórn hans í að uppræta „hryðjuverk“ í landinu. Bandamenn hans Rússar fullyrða að sýrlenski herinn hafi skotið niður 71 af 103 flugskeytum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Leiðtogar vestrænna ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa lýst yfir stuðingi við loftárásir bandalagsríkjanna þriggja á skotmörk sem tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar sem hófust í nótt. Árásirnar eru viðbragð við efnavopnaárás sem vestræn ríki segja að Assad hafi staðið að baki í bænum Douma.Reuters-fréttastofan segir að Assad hafi sagt Hassan Rouhani, forseta Írans, að árásirnar muni aðeins herða stjórn hans í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Rouhani hafi á móti heitið honum áframhaldandi stuðningi. Rússar, hernaðarlegir bandamenn Assad í borgarastríðinu, fullyrða að enginn hafi fallið í árásunum í nótt og að sýrlenski stjórnarherinn hafi náð að skjóta niður meirihluta eldflauga ríkjanna þriggja. The Guardian segir að ekki sé hægt að staðfesta þær fullyrðingar að svo komnu máli. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að árásirnar muni gera mannúðarástandið í Sýrlandi enn verra og sakað ríkin þrjú um ofbeldi. Rússar muni krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sakaði Bretar um að setja árásina í Douma á svið til að magna upp andúð á Rússum og gefa þeim átyllu til að ráðast á Sýrland.Myndband AP-fréttastofunnar hér fyrir neðan virðist sýna flugskeyti á lofti yfir Damaskus í nótt. Sýrland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að árásir vestrænna ríkja í nótt muni aðeins herða stjórn hans í að uppræta „hryðjuverk“ í landinu. Bandamenn hans Rússar fullyrða að sýrlenski herinn hafi skotið niður 71 af 103 flugskeytum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Leiðtogar vestrænna ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa lýst yfir stuðingi við loftárásir bandalagsríkjanna þriggja á skotmörk sem tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar sem hófust í nótt. Árásirnar eru viðbragð við efnavopnaárás sem vestræn ríki segja að Assad hafi staðið að baki í bænum Douma.Reuters-fréttastofan segir að Assad hafi sagt Hassan Rouhani, forseta Írans, að árásirnar muni aðeins herða stjórn hans í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Rouhani hafi á móti heitið honum áframhaldandi stuðningi. Rússar, hernaðarlegir bandamenn Assad í borgarastríðinu, fullyrða að enginn hafi fallið í árásunum í nótt og að sýrlenski stjórnarherinn hafi náð að skjóta niður meirihluta eldflauga ríkjanna þriggja. The Guardian segir að ekki sé hægt að staðfesta þær fullyrðingar að svo komnu máli. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að árásirnar muni gera mannúðarástandið í Sýrlandi enn verra og sakað ríkin þrjú um ofbeldi. Rússar muni krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sakaði Bretar um að setja árásina í Douma á svið til að magna upp andúð á Rússum og gefa þeim átyllu til að ráðast á Sýrland.Myndband AP-fréttastofunnar hér fyrir neðan virðist sýna flugskeyti á lofti yfir Damaskus í nótt.
Sýrland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira