Gabriel Luna mun leika nýjan Tortímanda Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 21:49 Gabriel Luna er hvað þekktastur fyrir að leika Ghost Rider í þáttunum Agents of Shield. Vísir/Getty Leikarinn Gabriel Luna hefur verið valinn til að leika nýjan tortímanda í endurræsingu á þessari vinsælu kvikmyndaseríu. Leikstjóri myndarinnar verður Tim Miller, sem á að baki myndina Deadpool, og er sjálfur James Cameron á meðal framleiðanda.Greint er frá þessu á vefnum Deadline en þar kemur fram að James Cameron muni endurheimta stóran hluta af réttindum fyrstu Tortímanda-myndarinnar frá 1984 á næsta ári. James Cameron ákvað að endurræsa Tortímanda-seríuna eftir að hafa rætt við David Ellison, frá Skydance framleiðslufyrirtækinu, á tónleikum fyrir skemmstu. Þeir völdu Tim Miller sem leikstjóra og hafa Natalia Reyes og Diego Boneto verið valin til að fara með hlutverk í myndinni ásamt sjálfum Arnold Schwarzenegger, sem snýr aftur sem Tortímandinn, og Linda Hamilton sem Sarah Connor. Áætlað er að myndin verði frumsýnd 22. nóvember árið 2019.Áður hafa verið gefnar út The Terminator árið 1984, Terminator 2: Judgement Day árið 1991, Terminator 3: Rise of the Machines árið 2003, Terminator Salvation árið 2009 og Terminator Genisys árið 2015. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikarinn Gabriel Luna hefur verið valinn til að leika nýjan tortímanda í endurræsingu á þessari vinsælu kvikmyndaseríu. Leikstjóri myndarinnar verður Tim Miller, sem á að baki myndina Deadpool, og er sjálfur James Cameron á meðal framleiðanda.Greint er frá þessu á vefnum Deadline en þar kemur fram að James Cameron muni endurheimta stóran hluta af réttindum fyrstu Tortímanda-myndarinnar frá 1984 á næsta ári. James Cameron ákvað að endurræsa Tortímanda-seríuna eftir að hafa rætt við David Ellison, frá Skydance framleiðslufyrirtækinu, á tónleikum fyrir skemmstu. Þeir völdu Tim Miller sem leikstjóra og hafa Natalia Reyes og Diego Boneto verið valin til að fara með hlutverk í myndinni ásamt sjálfum Arnold Schwarzenegger, sem snýr aftur sem Tortímandinn, og Linda Hamilton sem Sarah Connor. Áætlað er að myndin verði frumsýnd 22. nóvember árið 2019.Áður hafa verið gefnar út The Terminator árið 1984, Terminator 2: Judgement Day árið 1991, Terminator 3: Rise of the Machines árið 2003, Terminator Salvation árið 2009 og Terminator Genisys árið 2015.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein