Gabriel Luna mun leika nýjan Tortímanda Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 21:49 Gabriel Luna er hvað þekktastur fyrir að leika Ghost Rider í þáttunum Agents of Shield. Vísir/Getty Leikarinn Gabriel Luna hefur verið valinn til að leika nýjan tortímanda í endurræsingu á þessari vinsælu kvikmyndaseríu. Leikstjóri myndarinnar verður Tim Miller, sem á að baki myndina Deadpool, og er sjálfur James Cameron á meðal framleiðanda.Greint er frá þessu á vefnum Deadline en þar kemur fram að James Cameron muni endurheimta stóran hluta af réttindum fyrstu Tortímanda-myndarinnar frá 1984 á næsta ári. James Cameron ákvað að endurræsa Tortímanda-seríuna eftir að hafa rætt við David Ellison, frá Skydance framleiðslufyrirtækinu, á tónleikum fyrir skemmstu. Þeir völdu Tim Miller sem leikstjóra og hafa Natalia Reyes og Diego Boneto verið valin til að fara með hlutverk í myndinni ásamt sjálfum Arnold Schwarzenegger, sem snýr aftur sem Tortímandinn, og Linda Hamilton sem Sarah Connor. Áætlað er að myndin verði frumsýnd 22. nóvember árið 2019.Áður hafa verið gefnar út The Terminator árið 1984, Terminator 2: Judgement Day árið 1991, Terminator 3: Rise of the Machines árið 2003, Terminator Salvation árið 2009 og Terminator Genisys árið 2015. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn Gabriel Luna hefur verið valinn til að leika nýjan tortímanda í endurræsingu á þessari vinsælu kvikmyndaseríu. Leikstjóri myndarinnar verður Tim Miller, sem á að baki myndina Deadpool, og er sjálfur James Cameron á meðal framleiðanda.Greint er frá þessu á vefnum Deadline en þar kemur fram að James Cameron muni endurheimta stóran hluta af réttindum fyrstu Tortímanda-myndarinnar frá 1984 á næsta ári. James Cameron ákvað að endurræsa Tortímanda-seríuna eftir að hafa rætt við David Ellison, frá Skydance framleiðslufyrirtækinu, á tónleikum fyrir skemmstu. Þeir völdu Tim Miller sem leikstjóra og hafa Natalia Reyes og Diego Boneto verið valin til að fara með hlutverk í myndinni ásamt sjálfum Arnold Schwarzenegger, sem snýr aftur sem Tortímandinn, og Linda Hamilton sem Sarah Connor. Áætlað er að myndin verði frumsýnd 22. nóvember árið 2019.Áður hafa verið gefnar út The Terminator árið 1984, Terminator 2: Judgement Day árið 1991, Terminator 3: Rise of the Machines árið 2003, Terminator Salvation árið 2009 og Terminator Genisys árið 2015.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira