Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2018 14:00 Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygering færði honum. Vísir/vilhelm Verðandi mæður mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun til að afhenda fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra. Ráðherra segir erfitt að semja um langt um betri kjör við þær en öðrum sé boðið nema heildarsamtök á vinnumarkaði sameinist um að bæta þurfi kjör ljósmæðra umfram aðra. Ekkert hefur gengið í viðræðum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en ljósmæður krefjast þess að grunnlaun þeirra séu leiðrétt þar sem tveggja ára viðbótarnám þeirra að loknu hjúkrunarnámi færi þeim lægri laun en hjúkrunarfræðingar hafi. Þrjár konur, tvær verðandi mæður og ein með nýfætt barn mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og færðu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra köku með mynd af fóstri í móðurkviði að loknum ríkisstjórnarfundi. Vildu þær þannig hvetja ráðherra til að ganga að kröfum ljósmæðra.Sjá einnig: Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygenring færði honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. „Það er allt í lagi að skipta um skoðun þótt maður standi á einhverri skoðun. Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra,“ sagði Íris Tanja við Bjarna. „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ svaraði Bjarni.Bjarni Benediktsson með kökuna fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/VilhelmÍris Tanja sagðist vona að samningar næðust sem fyrst við ljósmæður því málið varðaði alla í þjóðfélaginu. En Bjarni hefur sagt að kröfur ljósmæðra séu óaðgengilegar. „Þó að þessar kröfur séu umfram aðrar eru þær langt á eftir í launum,“ sagði Íris Tanja. „Já, um leið og við fengjum skriflega yfirlýsingu frá heildarsamtökunum og öðrum stéttarfélögum um að þau sætti sig við að ljósmæður myndu hækka margfalt umfram aðra, þá myndi kannski margt breytast,“ sagði Bjarni. Þær kröfur sem síðast hafi komið fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám ef gengið yrði að þeim. Það breytti því ekki að hann væri bjartsýnn á að hægt verði að vinna með þær kröfur og til þess hefði samninganefnd ríkisins umboð. Íris Tanja var ekki sátt við svör fjármálaráðherra en hún var með níu mánaða dóttur sína Kolbrá Sögu með sér þegar hún hitti Bjarna. „Hún fæddist í lok júní í fyrra. Ég var þrjá daga að eiga hana og fór þarna (á fæðingardeildinni) í gegnum nokkrar vaktir. Meira að segja hitti ég eina konuna þrisvar,“Þannig að þú þekkir störf ljósmæðra vel?„Mjög og þær eru að vinna eitt merkilegasta og óeigingjarnasta starf sem til er,“ sagði Íris Tanja Flygenring. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Verðandi mæður mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun til að afhenda fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra. Ráðherra segir erfitt að semja um langt um betri kjör við þær en öðrum sé boðið nema heildarsamtök á vinnumarkaði sameinist um að bæta þurfi kjör ljósmæðra umfram aðra. Ekkert hefur gengið í viðræðum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en ljósmæður krefjast þess að grunnlaun þeirra séu leiðrétt þar sem tveggja ára viðbótarnám þeirra að loknu hjúkrunarnámi færi þeim lægri laun en hjúkrunarfræðingar hafi. Þrjár konur, tvær verðandi mæður og ein með nýfætt barn mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og færðu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra köku með mynd af fóstri í móðurkviði að loknum ríkisstjórnarfundi. Vildu þær þannig hvetja ráðherra til að ganga að kröfum ljósmæðra.Sjá einnig: Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygenring færði honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. „Það er allt í lagi að skipta um skoðun þótt maður standi á einhverri skoðun. Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra,“ sagði Íris Tanja við Bjarna. „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ svaraði Bjarni.Bjarni Benediktsson með kökuna fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/VilhelmÍris Tanja sagðist vona að samningar næðust sem fyrst við ljósmæður því málið varðaði alla í þjóðfélaginu. En Bjarni hefur sagt að kröfur ljósmæðra séu óaðgengilegar. „Þó að þessar kröfur séu umfram aðrar eru þær langt á eftir í launum,“ sagði Íris Tanja. „Já, um leið og við fengjum skriflega yfirlýsingu frá heildarsamtökunum og öðrum stéttarfélögum um að þau sætti sig við að ljósmæður myndu hækka margfalt umfram aðra, þá myndi kannski margt breytast,“ sagði Bjarni. Þær kröfur sem síðast hafi komið fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám ef gengið yrði að þeim. Það breytti því ekki að hann væri bjartsýnn á að hægt verði að vinna með þær kröfur og til þess hefði samninganefnd ríkisins umboð. Íris Tanja var ekki sátt við svör fjármálaráðherra en hún var með níu mánaða dóttur sína Kolbrá Sögu með sér þegar hún hitti Bjarna. „Hún fæddist í lok júní í fyrra. Ég var þrjá daga að eiga hana og fór þarna (á fæðingardeildinni) í gegnum nokkrar vaktir. Meira að segja hitti ég eina konuna þrisvar,“Þannig að þú þekkir störf ljósmæðra vel?„Mjög og þær eru að vinna eitt merkilegasta og óeigingjarnasta starf sem til er,“ sagði Íris Tanja Flygenring.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08
Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30