Óþolandi að þurfa að búast við „holskeflu af ofbeldishótunum“ í starfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. apríl 2018 13:30 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir Formaður Landssambands lögreglumanna segir tilfellum ofbeldishótana í garð lögreglumanna að fjölga. Auk þess liggi vilji til alvarlegri brota oft að baki hótununum, sem beinist í einhverjum tilvika gegn fjölskyldum lögreglumanna. Þá gagnrýna lögreglumenn eftirfylgni málanna í kerfinu.Hótanir beinast gegn börnum og maka Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi áðurnefnd ofbeldismál í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði aukningu í ofbeldi gagnvart lögreglumönnum greinilega og þá væru hótanir gagnvart fjölskyldum lögreglumanna sérstakt áhyggjuefni „Við erum að sjá aukningu á þessu, hótunum og eins beinu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum þar sem þeir eru að sinna skyldustörfum sínum. Þessi staðreynd er óþolandi. Það er óþolandi að mega búast við því í starfi sínu að fá yfir sig holskeflu af ofbeldishótunum, sem beinast ekki eingöngu bara að mér sem persónu eða mér sem fulltrúavaldhafa hér í landinu, heldur einnig gegn fjölskyldu minni, börnum og maka,“ sagði Snorri. „Það hefur ítrekað sýnt sig að á bak við þessar hótanir er vilji til alvarlegri brota,“ bætti Snorri við. Hann sagði ofbeldið einnig koma fram í skemmdum á eigum lögreglumanna, bílum og slíku, og þá séu dæmi um það að „góðkunningjar lögreglunnar“ komi heim til lögreglumanna. „Og þar er fjölskyldan,“ sagði Snorri.Lögreglumenn eru óánægðir með eftirfylgni í ofbeldismálum en hótanir beinast oft að fjölskyldumeðlimum.Vísir/EyþórReyna að bregðast við ef tilefni þykir til Um slík mál, þar sem hótanir berast fjölskyldumeðlimum lögreglumanna, sagði Snorri að boðið væri upp á ákveðna vernd – eftir atvikum þó. „Það fer eftir eðli máls og fer eftir því hver hefur í frammi hótanirnar. Ef þetta er einhver góðkunningi lögreglunnar, þekktur ofbeldismaður, þá er reynt að bregðast við því með einhverjum hætti, auknum eftirlitsferðum í hverfið sem lögreglumaðurinn býr í.“ Vímuefni magna hættuna Aðspurður sagði Snorri ofbeldismálin oft tengd vímuefnum og við slíkar aðstæður geti skapast mikil hætta. „Þetta fylgir augljóslega oftast einhverju slíku, einhverjum vímuefnagjöfum, áfengi eða slíku þar sem menn geta verið hættulegir. Það eru dæmi sem sýna fram á það að menn hafa verið mjög hættulegir, t.d. árásin margfræga á lögreglumennina í fíkniefnadeild á Laugaveginum forðum um daga.“ Þurfa sjálfir að ýta á eftir málum Að sögn Snorra sætta lögreglumenn sig ekki við ástandið eins og það er nú og þá gagnrýna þeir eftirfylgni ofbeldismálanna í kerfinu. „Þar þurfa menn í raun að ýta á eftir málunum sjálfir, í stað þess að vinnuveitandinn, viðkomandi embætti hreinlega taki málið og keyri það áfram,“ sagði Snorri sem sagði hótanir í garð lögreglumanna ná út fyrir hið persónulega. „Það er ekki verið að hóta persónunum, það er verið að hóta því valdi sem persónurnar standa fyrir, þ.e.a.s. valdstjórninni.“Hlusta má á viðtalið við Snorra í heild í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir tilfellum ofbeldishótana í garð lögreglumanna að fjölga. Auk þess liggi vilji til alvarlegri brota oft að baki hótununum, sem beinist í einhverjum tilvika gegn fjölskyldum lögreglumanna. Þá gagnrýna lögreglumenn eftirfylgni málanna í kerfinu.Hótanir beinast gegn börnum og maka Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi áðurnefnd ofbeldismál í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði aukningu í ofbeldi gagnvart lögreglumönnum greinilega og þá væru hótanir gagnvart fjölskyldum lögreglumanna sérstakt áhyggjuefni „Við erum að sjá aukningu á þessu, hótunum og eins beinu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum þar sem þeir eru að sinna skyldustörfum sínum. Þessi staðreynd er óþolandi. Það er óþolandi að mega búast við því í starfi sínu að fá yfir sig holskeflu af ofbeldishótunum, sem beinast ekki eingöngu bara að mér sem persónu eða mér sem fulltrúavaldhafa hér í landinu, heldur einnig gegn fjölskyldu minni, börnum og maka,“ sagði Snorri. „Það hefur ítrekað sýnt sig að á bak við þessar hótanir er vilji til alvarlegri brota,“ bætti Snorri við. Hann sagði ofbeldið einnig koma fram í skemmdum á eigum lögreglumanna, bílum og slíku, og þá séu dæmi um það að „góðkunningjar lögreglunnar“ komi heim til lögreglumanna. „Og þar er fjölskyldan,“ sagði Snorri.Lögreglumenn eru óánægðir með eftirfylgni í ofbeldismálum en hótanir beinast oft að fjölskyldumeðlimum.Vísir/EyþórReyna að bregðast við ef tilefni þykir til Um slík mál, þar sem hótanir berast fjölskyldumeðlimum lögreglumanna, sagði Snorri að boðið væri upp á ákveðna vernd – eftir atvikum þó. „Það fer eftir eðli máls og fer eftir því hver hefur í frammi hótanirnar. Ef þetta er einhver góðkunningi lögreglunnar, þekktur ofbeldismaður, þá er reynt að bregðast við því með einhverjum hætti, auknum eftirlitsferðum í hverfið sem lögreglumaðurinn býr í.“ Vímuefni magna hættuna Aðspurður sagði Snorri ofbeldismálin oft tengd vímuefnum og við slíkar aðstæður geti skapast mikil hætta. „Þetta fylgir augljóslega oftast einhverju slíku, einhverjum vímuefnagjöfum, áfengi eða slíku þar sem menn geta verið hættulegir. Það eru dæmi sem sýna fram á það að menn hafa verið mjög hættulegir, t.d. árásin margfræga á lögreglumennina í fíkniefnadeild á Laugaveginum forðum um daga.“ Þurfa sjálfir að ýta á eftir málum Að sögn Snorra sætta lögreglumenn sig ekki við ástandið eins og það er nú og þá gagnrýna þeir eftirfylgni ofbeldismálanna í kerfinu. „Þar þurfa menn í raun að ýta á eftir málunum sjálfir, í stað þess að vinnuveitandinn, viðkomandi embætti hreinlega taki málið og keyri það áfram,“ sagði Snorri sem sagði hótanir í garð lögreglumanna ná út fyrir hið persónulega. „Það er ekki verið að hóta persónunum, það er verið að hóta því valdi sem persónurnar standa fyrir, þ.e.a.s. valdstjórninni.“Hlusta má á viðtalið við Snorra í heild í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira