Í almannaþágu Magnús Geir Þórðarson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Samfélagsstofnanir sem vinna í almannaþágu verða að þola umfjöllun og málefnalega gagnrýni. Byggi sú umfjöllun á staðreyndum er hún almennt til gagns. Sé brugðist við eykur það gæði þjónustu og um leið traust almennings. Þetta á jafnt við um barnaverndarnefndir og Ríkisútvarpið. RÚV hefur að undanförnu fjallað ítarlega um barnaverndarmál enda enginn vafi á því að í þessum málum er mikið í húfi. Börn þurfa vernd og umhyggju, ekki síst þegar á bjátar og leita þarf ásjár yfirvalda, eins og barnaverndarnefnda. Nú í vikunni rituðu nokkrir starfsmenn Barnaverndar Hafnarfjarðar grein í Fréttablaðið og vöktu athygli útvarpsstjóra á því hve erfitt og vandmeðfarið starf barnaverndarstarfsfólks er. Þeir gerðu jafnframt athugasemdir við umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um tiltekið barnaverndarmál sem var á borði Barnaverndar Reykjavíkur. Í greininni tóku þeir reyndar sérstaklega fram að þeir þekktu málið ekki efnislega en sögðust fullvissir um að allar ákvarðanir í málinu hefðu verið teknar á réttum, faglegum forsendum.Að laga brotalamir og auka gæði Vegna þessa skal tekið fram: Umfjöllun Kveiks um þetta tiltekna barnaverndarmál var byggð á þeim staðreyndum sem fyrir liggja í málinu. Eftirlitsaðili, Barnaverndarstofa, hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að alvarleg mistök hafi verið gerð við vinnslu þess. Þetta eru staðreyndir málsins. Umfjöllunin var yfirveguð og æsingslaus en bent var á vankanta. Þær ábendingar eru tækifæri til að laga brotalamir, auka gæði þjónustu og efla traust almennings. Ekkert kerfi er fullkomið, ekki heldur þótt starfsfólk þess vilji vel. Og ekkert kerfi er yfir gagnrýni hafið, ekki heldur þau sem snúa að viðkvæmum málum. Í grein starfsmanna Barnaverndar Hafnarfjarðar má þó skynja viðhorf sem er þvert á þetta; að ekki eigi að gagnrýna eða fjalla um viðkvæm mál. Slíkt viðhorf er varhugavert og vonandi vanhugsað hjá þessum starfsmönnum barnaverndar sem við efumst ekki um að vinni erfitt starf sitt af miklum heilindum. Eins og vinnureglur RÚV segja til um, var óskað eftir svörum frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur um umfjöllunarefni Kveiks með góðum fyrirvara. Forsvarsmenn hennar kusu að svara engu, hvorki um það hvort verkferlum hafi verið breytt, svo koma megi í veg fyrir að álíka mistök verði gerð í starfi nefndarinnar, né um mögulega áminningu. Byggt á gögnum og staðreyndum Þó allir séu meðvitaðir um að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og að gæta þurfi að persónuverndarsjónarmiðum, þá er uppi rík krafa um aukið gegnsæi í samfélaginu og það gildir um barnaverndarstarf eins og önnur svið samfélagsins. Starfsmenn hljóta að vera tilbúnir að rökstyðja afdrifaríkar ákvarðanir faglega og til að taka ábendingum eftirlitsaðila um það sem miður fer. Til samanburðar má nefna að flestar aðgerðir ganga vel á Landspítala en fyrir kemur að þar eru gerð mistök. Um þau er eðlilegt að sé fjallað og almenningi greint frá því hvernig eigi að koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Það eru almannahagsmunir og hluti þess hvernig stofnanir byggja upp traust. Það þjónar ekki almannahagsmunum að undanskilja ákveðna geira hins opinbera og halda því fram að um þá megi ekki fjalla. Í þessu tilfelli var það gert af fagmennsku og virðingu fyrir viðkvæmu umfjöllunarefni, byggt á gögnum og staðreyndum í málinu. Vonandi verður umfjöllun fjölmiðla til þess að bæta stöðu þessara mála enda er það eitt helsta markmið þeirra að vera hreyfiafl góðra verka.Höfundur er útvarpsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Sjá meira
Samfélagsstofnanir sem vinna í almannaþágu verða að þola umfjöllun og málefnalega gagnrýni. Byggi sú umfjöllun á staðreyndum er hún almennt til gagns. Sé brugðist við eykur það gæði þjónustu og um leið traust almennings. Þetta á jafnt við um barnaverndarnefndir og Ríkisútvarpið. RÚV hefur að undanförnu fjallað ítarlega um barnaverndarmál enda enginn vafi á því að í þessum málum er mikið í húfi. Börn þurfa vernd og umhyggju, ekki síst þegar á bjátar og leita þarf ásjár yfirvalda, eins og barnaverndarnefnda. Nú í vikunni rituðu nokkrir starfsmenn Barnaverndar Hafnarfjarðar grein í Fréttablaðið og vöktu athygli útvarpsstjóra á því hve erfitt og vandmeðfarið starf barnaverndarstarfsfólks er. Þeir gerðu jafnframt athugasemdir við umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um tiltekið barnaverndarmál sem var á borði Barnaverndar Reykjavíkur. Í greininni tóku þeir reyndar sérstaklega fram að þeir þekktu málið ekki efnislega en sögðust fullvissir um að allar ákvarðanir í málinu hefðu verið teknar á réttum, faglegum forsendum.Að laga brotalamir og auka gæði Vegna þessa skal tekið fram: Umfjöllun Kveiks um þetta tiltekna barnaverndarmál var byggð á þeim staðreyndum sem fyrir liggja í málinu. Eftirlitsaðili, Barnaverndarstofa, hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að alvarleg mistök hafi verið gerð við vinnslu þess. Þetta eru staðreyndir málsins. Umfjöllunin var yfirveguð og æsingslaus en bent var á vankanta. Þær ábendingar eru tækifæri til að laga brotalamir, auka gæði þjónustu og efla traust almennings. Ekkert kerfi er fullkomið, ekki heldur þótt starfsfólk þess vilji vel. Og ekkert kerfi er yfir gagnrýni hafið, ekki heldur þau sem snúa að viðkvæmum málum. Í grein starfsmanna Barnaverndar Hafnarfjarðar má þó skynja viðhorf sem er þvert á þetta; að ekki eigi að gagnrýna eða fjalla um viðkvæm mál. Slíkt viðhorf er varhugavert og vonandi vanhugsað hjá þessum starfsmönnum barnaverndar sem við efumst ekki um að vinni erfitt starf sitt af miklum heilindum. Eins og vinnureglur RÚV segja til um, var óskað eftir svörum frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur um umfjöllunarefni Kveiks með góðum fyrirvara. Forsvarsmenn hennar kusu að svara engu, hvorki um það hvort verkferlum hafi verið breytt, svo koma megi í veg fyrir að álíka mistök verði gerð í starfi nefndarinnar, né um mögulega áminningu. Byggt á gögnum og staðreyndum Þó allir séu meðvitaðir um að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og að gæta þurfi að persónuverndarsjónarmiðum, þá er uppi rík krafa um aukið gegnsæi í samfélaginu og það gildir um barnaverndarstarf eins og önnur svið samfélagsins. Starfsmenn hljóta að vera tilbúnir að rökstyðja afdrifaríkar ákvarðanir faglega og til að taka ábendingum eftirlitsaðila um það sem miður fer. Til samanburðar má nefna að flestar aðgerðir ganga vel á Landspítala en fyrir kemur að þar eru gerð mistök. Um þau er eðlilegt að sé fjallað og almenningi greint frá því hvernig eigi að koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Það eru almannahagsmunir og hluti þess hvernig stofnanir byggja upp traust. Það þjónar ekki almannahagsmunum að undanskilja ákveðna geira hins opinbera og halda því fram að um þá megi ekki fjalla. Í þessu tilfelli var það gert af fagmennsku og virðingu fyrir viðkvæmu umfjöllunarefni, byggt á gögnum og staðreyndum í málinu. Vonandi verður umfjöllun fjölmiðla til þess að bæta stöðu þessara mála enda er það eitt helsta markmið þeirra að vera hreyfiafl góðra verka.Höfundur er útvarpsstjóri
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun