Mengun alltaf undir mörkum en gleymdist að reikna með lykt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Kostnaður vegna eftirlits í Helguvík var um 20 milljónir króna. VÍSIR/VILHELM Á þeim tíma sem verksmiðja United Silicon starfaði fór losun aldrei yfir heimiluð mörk á þeim mengunarefnum sem tekið var á í starfsleyfi verksmiðjunnar. Við útgáfu starfsleyfisins var hins vegar ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum lyktaráhrifum sem af starfseminni hlutust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðherra um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í skýrslunni kemur fram að Umhverfisstofnun hafi aldrei haft jafnumfangsmikið eftirlit með nokkrum rekstri en kostnaður af eftirlitinu nam tæpum 20 milljónum króna. Sá reikningur var sendur á Sameinað sílikon hf. Sú reynsla stofnunarinnar verður höfð til hliðsjónar við undirbúning starfsleyfa á sambærilegum rekstri.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Stefnt er að því að ítarlegri ákvæði verði að finna í útgefnum starfsleyfum meðal annars hjá PCC við Bakka á Húsavík. United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar en félagið hafði farið í greiðslustöðvun í ágúst í fyrra. Starfsemi verksmiðjunnar var stöðvuð af Umhverfisstofnun í september síðastliðnum. Að beiðni Alþingis vinnur Ríkisendurskoðun nú að úttekt og gerð skýrslu um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðjunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auk hlutaðeigandi stofnana mun taka til skoðunar þær ábendingar sem fram koma í væntanlegri skýrslu. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Á þeim tíma sem verksmiðja United Silicon starfaði fór losun aldrei yfir heimiluð mörk á þeim mengunarefnum sem tekið var á í starfsleyfi verksmiðjunnar. Við útgáfu starfsleyfisins var hins vegar ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum lyktaráhrifum sem af starfseminni hlutust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðherra um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í skýrslunni kemur fram að Umhverfisstofnun hafi aldrei haft jafnumfangsmikið eftirlit með nokkrum rekstri en kostnaður af eftirlitinu nam tæpum 20 milljónum króna. Sá reikningur var sendur á Sameinað sílikon hf. Sú reynsla stofnunarinnar verður höfð til hliðsjónar við undirbúning starfsleyfa á sambærilegum rekstri.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Stefnt er að því að ítarlegri ákvæði verði að finna í útgefnum starfsleyfum meðal annars hjá PCC við Bakka á Húsavík. United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar en félagið hafði farið í greiðslustöðvun í ágúst í fyrra. Starfsemi verksmiðjunnar var stöðvuð af Umhverfisstofnun í september síðastliðnum. Að beiðni Alþingis vinnur Ríkisendurskoðun nú að úttekt og gerð skýrslu um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðjunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auk hlutaðeigandi stofnana mun taka til skoðunar þær ábendingar sem fram koma í væntanlegri skýrslu.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00
Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent