Ráða ekki við aukinn fjölda ferðamanna á spítalanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2018 21:00 Einungis sjö föst rými eru á gjörgæsludeild Landspítalans og eru þau alltaf fullnýtt að sögn yfirlæknis. Vísir Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum. Í yfirlýsingu sem læknaráð Landspítalans sendi frá sér í gær sagði að fresta hefði þurft 56% allra hjartaaðgerða á síðasta ári og var algengasta ástæðan skortur á legurýmum á gjörgæslu sem eru nauðsynleg í kjölfar hjartaaðgerða. Yfirlæknir á hjartaskurðdeild segir ástandið óboðlegt. „Þessa viku til dæmis höfum við bara getað gert eina hjartaskurðaðgerð. Og þar sem fjórar aðgerðir á viku duga ekki til gefur augaleið að vandinn er að hlaðast upp," segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítalanum. Þetta er vegna aðstöðuleysis? „Já, já."Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerða á Landspítalanum.Forstjóri Landspítalans segir nýjan meðferðarkjarna leysa vandann að hluta í framtíðinni. Þangað til þurfi að bregðast við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna þar sem spítalinn ráði ekki við álagið en ferðamenn áttu hátt í fimmtung legudaga á síðasta ári. Þetta megi gera með fræðslu, merkingum og eftirliti. Þá séu erlendir ferðmenn oft lengur en þörf krefur á spítalanum. „Síðan hefur það komið fyrir endurtekið, meðal annars vegna þess að Landspítalinn er mun ódýrari en spítalar erlendis, að það hefur þurft að þrýsta ansi mikið á erlend tryggingafélög um að flytja fólk til baka," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Ef sjúklingnum er frestað ítrekað þá brotnar hann niður andlega og það er líka erfiðara fyrir grunnsjúkdóminn og það er bara ómanneskjulegt að þurfa lenda í því ítrekað að komast ekki að á spítalanum vegna aðstöðuleysis," segir Bjarni Torfason. Gjörgæslan á Landspítalnum við Hringbraut er blönduð og eru þar einungis um sjö legurými. Formaður Hjartaheilla telur þörf á sérstakri deild eftir hjartaskurðaðgerðir til þess að koma í veg fyrir frestanir á aðgerðum sem oftast koma upp á síðustu stundu. „Okkar samfélag er að breytast. Það er að stækka þannig að við erum að fá miklu fleiri ferðamenn hingað inn, það eru að koma stórslys og annað og fyrirsjáanlega getur komið upp sú staða að hjartasjúklingar og aðrir víkja algjörlega til hliðar vegna óvæntra atvika," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum. Í yfirlýsingu sem læknaráð Landspítalans sendi frá sér í gær sagði að fresta hefði þurft 56% allra hjartaaðgerða á síðasta ári og var algengasta ástæðan skortur á legurýmum á gjörgæslu sem eru nauðsynleg í kjölfar hjartaaðgerða. Yfirlæknir á hjartaskurðdeild segir ástandið óboðlegt. „Þessa viku til dæmis höfum við bara getað gert eina hjartaskurðaðgerð. Og þar sem fjórar aðgerðir á viku duga ekki til gefur augaleið að vandinn er að hlaðast upp," segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítalanum. Þetta er vegna aðstöðuleysis? „Já, já."Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerða á Landspítalanum.Forstjóri Landspítalans segir nýjan meðferðarkjarna leysa vandann að hluta í framtíðinni. Þangað til þurfi að bregðast við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna þar sem spítalinn ráði ekki við álagið en ferðamenn áttu hátt í fimmtung legudaga á síðasta ári. Þetta megi gera með fræðslu, merkingum og eftirliti. Þá séu erlendir ferðmenn oft lengur en þörf krefur á spítalanum. „Síðan hefur það komið fyrir endurtekið, meðal annars vegna þess að Landspítalinn er mun ódýrari en spítalar erlendis, að það hefur þurft að þrýsta ansi mikið á erlend tryggingafélög um að flytja fólk til baka," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Ef sjúklingnum er frestað ítrekað þá brotnar hann niður andlega og það er líka erfiðara fyrir grunnsjúkdóminn og það er bara ómanneskjulegt að þurfa lenda í því ítrekað að komast ekki að á spítalanum vegna aðstöðuleysis," segir Bjarni Torfason. Gjörgæslan á Landspítalnum við Hringbraut er blönduð og eru þar einungis um sjö legurými. Formaður Hjartaheilla telur þörf á sérstakri deild eftir hjartaskurðaðgerðir til þess að koma í veg fyrir frestanir á aðgerðum sem oftast koma upp á síðustu stundu. „Okkar samfélag er að breytast. Það er að stækka þannig að við erum að fá miklu fleiri ferðamenn hingað inn, það eru að koma stórslys og annað og fyrirsjáanlega getur komið upp sú staða að hjartasjúklingar og aðrir víkja algjörlega til hliðar vegna óvæntra atvika," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira