Nýliði á fertugsaldri sló í gegn hjá Lakers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2018 12:00 Ingram fagnar eftir að hafa sett niður þrist gegn Rockets. Hann setti fjóra þrista í leiknum. vísir/getty Lífið getur verið skrítið og það þekkir Andre Ingram vel. Í sömu vikunni kenndi hann unglingum stærðfræði og spilaði svo körfubolta fyrir LA Lakers með Magic Johnson og Will Ferrell í stúkunni. Þetta er búin að vera ótrúlegasta vika í lífi hins 32 ára gamla Andre Ingram sem þreytti loksins frumraun sína í NBA-deildinni eftir að hafa reynt að komast að í deildinni í tíu ár. Elsti nýliði deildarinnar. Á þessum tíu árum hefur hann leikið 384 leiki í G-deildinni, sem er B-liðs deildin í NBA, og aldrei gefist upp. Lakers gerði við hann tveggja leikja samning og óhætt er að segja að hann hafi nýtt tækifærið með stæl í fyrri leiknum. Hann skoraði 19 stig, hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum, sem er fjórða besta frammistaða nýliða í sögu LA Lakers! Aðeins Magic Johnson, Nick Van Exel og Jerry West hafa byrjað feril sinn hjá Lakers betur.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018 „Flestir sem hafa reynt við körfuboltadrauminn eru löngu búnir að gefast upp. Það eru ekki miklir peningar í deildinni hans þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu. Það reynir á og sýnir hversu sterkur Andre er andlega,“ sagði Luke Walton, þjálfari Lakers. Ingram sjálfur var auðvitað í skýjunum með sína frammistöðu. „Andrúmsloftið var rafmagnað. Þetta var ótrúlegt og upplifun sem kemur aðeins einu sinni á lífstíðinni,“ sagði Ingram brosandi en hann var að spila gegn Houston sem er ekki með neina pappakassa í sínu liði. Ein af stjörnum Houston hrósaði honum mikið.Ingram í leiknum gegn Houston.vísir/getty„Ég sagði við hann eftir leikinn að ég bæri mikla virðingu fyrir honum. Eftir að hafa djöflast í G-deildinni í tíu ár og fá svo tækifæri og spila svona. Það er ansi sérstakt,“ sagði Chris Paul, leikmaður Houston, en Houston vann leikinn þrátt fyrir frammistöðu Ingram. Seinni leikurinn á samningi Ingram fór fram í nótt og þá vann Lakers nágranna sína í Clippers. Ingram fékk að spila í 34 mínútur og skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Lakers vann með 23 stigum er hann var inn á vellinum. Á þessum þriggja daga samningi við Lakers fær hann rúmlega 13 þúsund dollara í laun en árslaunin í G-deildinni eru 19 þúsund dollarar. Samhliða spilamennsku í G-deildinni hefur Ingram verið að kenna stærðfræði en hann er með gráðu í eðlisfræði. NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Lífið getur verið skrítið og það þekkir Andre Ingram vel. Í sömu vikunni kenndi hann unglingum stærðfræði og spilaði svo körfubolta fyrir LA Lakers með Magic Johnson og Will Ferrell í stúkunni. Þetta er búin að vera ótrúlegasta vika í lífi hins 32 ára gamla Andre Ingram sem þreytti loksins frumraun sína í NBA-deildinni eftir að hafa reynt að komast að í deildinni í tíu ár. Elsti nýliði deildarinnar. Á þessum tíu árum hefur hann leikið 384 leiki í G-deildinni, sem er B-liðs deildin í NBA, og aldrei gefist upp. Lakers gerði við hann tveggja leikja samning og óhætt er að segja að hann hafi nýtt tækifærið með stæl í fyrri leiknum. Hann skoraði 19 stig, hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum, sem er fjórða besta frammistaða nýliða í sögu LA Lakers! Aðeins Magic Johnson, Nick Van Exel og Jerry West hafa byrjað feril sinn hjá Lakers betur.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018 „Flestir sem hafa reynt við körfuboltadrauminn eru löngu búnir að gefast upp. Það eru ekki miklir peningar í deildinni hans þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu. Það reynir á og sýnir hversu sterkur Andre er andlega,“ sagði Luke Walton, þjálfari Lakers. Ingram sjálfur var auðvitað í skýjunum með sína frammistöðu. „Andrúmsloftið var rafmagnað. Þetta var ótrúlegt og upplifun sem kemur aðeins einu sinni á lífstíðinni,“ sagði Ingram brosandi en hann var að spila gegn Houston sem er ekki með neina pappakassa í sínu liði. Ein af stjörnum Houston hrósaði honum mikið.Ingram í leiknum gegn Houston.vísir/getty„Ég sagði við hann eftir leikinn að ég bæri mikla virðingu fyrir honum. Eftir að hafa djöflast í G-deildinni í tíu ár og fá svo tækifæri og spila svona. Það er ansi sérstakt,“ sagði Chris Paul, leikmaður Houston, en Houston vann leikinn þrátt fyrir frammistöðu Ingram. Seinni leikurinn á samningi Ingram fór fram í nótt og þá vann Lakers nágranna sína í Clippers. Ingram fékk að spila í 34 mínútur og skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Lakers vann með 23 stigum er hann var inn á vellinum. Á þessum þriggja daga samningi við Lakers fær hann rúmlega 13 þúsund dollara í laun en árslaunin í G-deildinni eru 19 þúsund dollarar. Samhliða spilamennsku í G-deildinni hefur Ingram verið að kenna stærðfræði en hann er með gráðu í eðlisfræði.
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira