Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 07:37 Kevin Spacey hefur átt í vök að verjast frá því í nóvember síðastliðnum. Vísir/Getty Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. Lítið hefur lekið í fjölmiðla um smáatriði málsins en á vef breska ríkissjónvarpsins kemur fram að um „atvik með karlmanni í vesturhluta Hollywood árið 1992,“ sé að ræða. Lögreglan í Los Angeles hefur þó viljað staðfesta að hún hefur haft málið til rannsóknar frá því í desember. Það hafi svo ratað á borð saksóknara í upphafi þessa mánaðar. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort að hið meinta brot kunni að hafa fyrnst, sem alla jafna er raunin eftir 10 ár í kynferðisbrotamálum í Kaliforníu. Rúmlega 30 karlmenn hafa stigið fram á síðustu mánuðum og ásakað Spacey um að hafa brotið á sér kynferðislega. Talsmaður leikarans hefur ekki viljað tjá sig um hina nýju ákæru en Spacey hefur neitað öllum ásökunum sem komið hafa fram á hendur honum. Þær byrjuðu að hrannast upp eftir að leikarinn Anthony Rapp sagði í nóvember síðastliðnum að Spacey hafi brotið á sér árið 1985. Þá var Rapp 14 ára en Spacey 26 ára. Kevin Spacey sagðist þá ekki muna eftir málinu en að hann bæðist afsökunar, ef hann hafði raunverulega brotið af sér. Hann nýtti jafnframt tækifærið til að koma út úr skápnum - sem þótti mjög taktlaust á þeim tímapunkti. Áskanirnar hafa orðið til þess að Spacey fær varla vinnu við leiklist lengur. Til að mynda þurftu handritshöfundar House of Cards að endurskrifa alla síðustu þáttaröðina eftir að Spacey var rekinn umsvifalaust. Lögreglan í Lundúnum rannsakar að sama skapi þrjú mál sem tengjast meintum kynferðisbrotum leikarans í borginni. Mál Kevin Spacey Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. Lítið hefur lekið í fjölmiðla um smáatriði málsins en á vef breska ríkissjónvarpsins kemur fram að um „atvik með karlmanni í vesturhluta Hollywood árið 1992,“ sé að ræða. Lögreglan í Los Angeles hefur þó viljað staðfesta að hún hefur haft málið til rannsóknar frá því í desember. Það hafi svo ratað á borð saksóknara í upphafi þessa mánaðar. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort að hið meinta brot kunni að hafa fyrnst, sem alla jafna er raunin eftir 10 ár í kynferðisbrotamálum í Kaliforníu. Rúmlega 30 karlmenn hafa stigið fram á síðustu mánuðum og ásakað Spacey um að hafa brotið á sér kynferðislega. Talsmaður leikarans hefur ekki viljað tjá sig um hina nýju ákæru en Spacey hefur neitað öllum ásökunum sem komið hafa fram á hendur honum. Þær byrjuðu að hrannast upp eftir að leikarinn Anthony Rapp sagði í nóvember síðastliðnum að Spacey hafi brotið á sér árið 1985. Þá var Rapp 14 ára en Spacey 26 ára. Kevin Spacey sagðist þá ekki muna eftir málinu en að hann bæðist afsökunar, ef hann hafði raunverulega brotið af sér. Hann nýtti jafnframt tækifærið til að koma út úr skápnum - sem þótti mjög taktlaust á þeim tímapunkti. Áskanirnar hafa orðið til þess að Spacey fær varla vinnu við leiklist lengur. Til að mynda þurftu handritshöfundar House of Cards að endurskrifa alla síðustu þáttaröðina eftir að Spacey var rekinn umsvifalaust. Lögreglan í Lundúnum rannsakar að sama skapi þrjú mál sem tengjast meintum kynferðisbrotum leikarans í borginni.
Mál Kevin Spacey Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30