Margar eru skýrslurnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. apríl 2018 10:00 „Ráðherra hefur skipað nefnd,“ er setning sem hljómar ofur kunnuglega í eyrum landsmanna. Nefndir og skýrslur eru nefnilega ær og kýr ráðherra. Það er eins og stjórnvöldum finnist að ekki sé hægt að taka á vanda fyrr en búið sé að kortleggja hann í skýrslu, jafnvel þótt hann blasi við öllum. Af þessu leiðir að hinar óteljandi nefndir skila iðulega niðurstöðum sem geta ekki flokkast öðruvísi en sem almenn tíðindi. Enn ein skýrslan leit dagsins ljós á dögunum. Það er skýrsla um þolmörk ferðamennsku, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Eins og oft kemur fyrir í skýrslum eru í þessari skýrslu sögð óskemmtileg tíðindi sem koma þó engan veginn á óvart. Niðurstaðan er sú að álagið á ýmsar náttúruperlur og friðlýst svæði vegna ágangs ferðamanna sé orðið svo mikið að staðirnir séu hreinlega í hættu. Þar skorti stýringu, vörslu og vöktun. Ekki flokkast þetta sem stórfréttir. Landsmenn hafa gert sér grein fyrir þessari stöðu mála í nokkurn tíma og ekki hefði hún átt að fara fram hjá stjórnvöldum. En í þessum málum, eins og of mörgum öðrum, er lítið gert. Það bitnar á náttúru landsins. Ekki þarf annað en að leggja leið sína að Geysi og Gullfossi til að sjá hversu illa leiknir þessir staðir eru og hið sama á við um fjölmörg önnur svæði. Þessi eyðilegging varð ekki á einum degi heldur á löngum tíma þannig að næg tækifæri hefðu átt að vera til aðgerða. Það er alkunn staðreynd að náttúran er viðkvæm og þarfnast verndar fyrir ágangi. Þegar kemur að ferðamennsku hér á landi hefur gróðasjónarmið of oft verið sett í forgang, reyndar svo mjög að stundum hefur virst sem náttúruspjöll séu einfaldlega flokkuð sem ákveðinn fórnarkostnaður. Eða hvernig má öðruvísi skýra það hversu hægt gengur að grípa til aðgerða, þótt alvara málsins sé ljós? Ferðamálaráðherra boðar aðgerðir en segir um leið að málið sé flókið, til dæmis sé óljóst hver beri ábyrgðina, sum svæði séu í eigu ríkisins en önnur í eigu sveitarfélaga og einstaklinga. Ekki hljómar þetta svo ofur flókið, þarna þurfa ríki, sveitarfélög og einstaklingar einfaldlega að leggjast á eitt. Örugglega eru þar einhverjir sem eru einungis með gróðasjónarmið í huga en ekki náttúruvernd, en það er einnig hagur peningaaflanna að náttúran fái að njóta sín. Ferðamenn koma til að sjá náttúruna og dást að henni og eru tilbúnir að greiða fyrir þá upplifun. Það er sameiginlegur hagur allra, bæði náttúruverndarsinna og gróðahyggjumanna, að vernda íslenska náttúru. Það er síðan fullkomlega ljóst hverjir bera siðferðilega ábyrgð á íslenskri náttúru. Það gerum við öll. Það er skylda okkar að hlúa að náttúru landsins og vernda hana. Það verður eilífur smánarblettur á þessari þjóð ef hún ætlar að horfa aðgerðarlaus upp á eyðileggingu á náttúruperlum landsins. Grípa þarf til aðgerða og það strax. Við getum ekki beðið lengur. Flóknara er það nú ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
„Ráðherra hefur skipað nefnd,“ er setning sem hljómar ofur kunnuglega í eyrum landsmanna. Nefndir og skýrslur eru nefnilega ær og kýr ráðherra. Það er eins og stjórnvöldum finnist að ekki sé hægt að taka á vanda fyrr en búið sé að kortleggja hann í skýrslu, jafnvel þótt hann blasi við öllum. Af þessu leiðir að hinar óteljandi nefndir skila iðulega niðurstöðum sem geta ekki flokkast öðruvísi en sem almenn tíðindi. Enn ein skýrslan leit dagsins ljós á dögunum. Það er skýrsla um þolmörk ferðamennsku, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Eins og oft kemur fyrir í skýrslum eru í þessari skýrslu sögð óskemmtileg tíðindi sem koma þó engan veginn á óvart. Niðurstaðan er sú að álagið á ýmsar náttúruperlur og friðlýst svæði vegna ágangs ferðamanna sé orðið svo mikið að staðirnir séu hreinlega í hættu. Þar skorti stýringu, vörslu og vöktun. Ekki flokkast þetta sem stórfréttir. Landsmenn hafa gert sér grein fyrir þessari stöðu mála í nokkurn tíma og ekki hefði hún átt að fara fram hjá stjórnvöldum. En í þessum málum, eins og of mörgum öðrum, er lítið gert. Það bitnar á náttúru landsins. Ekki þarf annað en að leggja leið sína að Geysi og Gullfossi til að sjá hversu illa leiknir þessir staðir eru og hið sama á við um fjölmörg önnur svæði. Þessi eyðilegging varð ekki á einum degi heldur á löngum tíma þannig að næg tækifæri hefðu átt að vera til aðgerða. Það er alkunn staðreynd að náttúran er viðkvæm og þarfnast verndar fyrir ágangi. Þegar kemur að ferðamennsku hér á landi hefur gróðasjónarmið of oft verið sett í forgang, reyndar svo mjög að stundum hefur virst sem náttúruspjöll séu einfaldlega flokkuð sem ákveðinn fórnarkostnaður. Eða hvernig má öðruvísi skýra það hversu hægt gengur að grípa til aðgerða, þótt alvara málsins sé ljós? Ferðamálaráðherra boðar aðgerðir en segir um leið að málið sé flókið, til dæmis sé óljóst hver beri ábyrgðina, sum svæði séu í eigu ríkisins en önnur í eigu sveitarfélaga og einstaklinga. Ekki hljómar þetta svo ofur flókið, þarna þurfa ríki, sveitarfélög og einstaklingar einfaldlega að leggjast á eitt. Örugglega eru þar einhverjir sem eru einungis með gróðasjónarmið í huga en ekki náttúruvernd, en það er einnig hagur peningaaflanna að náttúran fái að njóta sín. Ferðamenn koma til að sjá náttúruna og dást að henni og eru tilbúnir að greiða fyrir þá upplifun. Það er sameiginlegur hagur allra, bæði náttúruverndarsinna og gróðahyggjumanna, að vernda íslenska náttúru. Það er síðan fullkomlega ljóst hverjir bera siðferðilega ábyrgð á íslenskri náttúru. Það gerum við öll. Það er skylda okkar að hlúa að náttúru landsins og vernda hana. Það verður eilífur smánarblettur á þessari þjóð ef hún ætlar að horfa aðgerðarlaus upp á eyðileggingu á náttúruperlum landsins. Grípa þarf til aðgerða og það strax. Við getum ekki beðið lengur. Flóknara er það nú ekki.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun