Vaknaði við mikinn dynk og sá bílinn klesstan uppi á staur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 15:30 Ekið var vinstra megin framan á bílinn og færðist hann við úr stæðinu og upp á þennan staur. Svandís Ásta Jónsdóttir óttast að bíllinn hennar sé ónýtur eftir að ekið var á bílinn þar sem honum var lagt í stæði við heimili hennar á Hverfisgötu í nótt. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er bíllinn illa farinn en við áreksturinn færðist bíllinn úr stað og lenti uppi á staur og tré á Hverfisgötunni. Var keyrt framan á hann vinstra megin.Vísir greindi frá því í morgun að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins en þeir voru að ýta bílnum, sem annar þeirra hafði ekið á bíl Svandísar, af vettvangi þegar lögreglan kom að þeim. Þar sem ekki lá fyrir hvor þeirra hafði ekið bílnum voru þeir báðir handteknir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur það nú fyrir. Málið telst upplýst og hefur verið mönnunum verið sleppt en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.Bíllinn, sem ekið var á bíl Svandísar, má sjá hér á myndinni fyrir aftan lögreglukonuna.Svandís segir að það hafi verið heppni að lögreglan var akkúrat að keyra Hverfisgötuna í nótt þegar hún sá mennina tvo vera að ýta bílnum sem þeir voru á í burtu en sá bíll var óökufær eftir áreksturinn. Að sögn Svandísar hrökk hún upp úr svefni um klukkan 2:20 í nótt þegar hún heyrði mikinn dynk. „Það er hrikalegt að lenda í að vakna við þetta. Ég var bara uppi í rúmi og vakna við einhvern dynk, þetta var mjög hátt svo þetta hefur verið mikið högg, en hugsa bara að ég fari aftur að sofa. Maðurinn minn var hins vegar búinn að fara út í glugga og sagði mér að það hefði verið keyrt á bílinn. Þá var lögreglan komin á vettvang en ég hljóp bara út á náttfötunum,“ segir Svandís í samtali við Vísi.Eins og sést á þessari mynd er bíll Svandísar illa farinn.Hún veit ekki nákvæmlega í hvernig ástandi bíllinn hennar er en annað dekkið að framan sprakk auk þess sem hún telur að öxullinn sé brotinn eða hjólabúnaðurinn farinn þar sem dekkið var hálfpartinn komið inn í bílinn. „Þetta var það mikið högg að bíllinn fer bara úr stæðinu og upp á staurinn og liggur þar láréttur,“ segir Svandís. Eins og áður segir hefur mönnunum sem voru í bílnum sem ekið var á bíl Svandísar látnir lausir í dag en málið fer nú sína leið í kerfinu að sögn lögreglu. Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Svandís Ásta Jónsdóttir óttast að bíllinn hennar sé ónýtur eftir að ekið var á bílinn þar sem honum var lagt í stæði við heimili hennar á Hverfisgötu í nótt. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er bíllinn illa farinn en við áreksturinn færðist bíllinn úr stað og lenti uppi á staur og tré á Hverfisgötunni. Var keyrt framan á hann vinstra megin.Vísir greindi frá því í morgun að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins en þeir voru að ýta bílnum, sem annar þeirra hafði ekið á bíl Svandísar, af vettvangi þegar lögreglan kom að þeim. Þar sem ekki lá fyrir hvor þeirra hafði ekið bílnum voru þeir báðir handteknir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur það nú fyrir. Málið telst upplýst og hefur verið mönnunum verið sleppt en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.Bíllinn, sem ekið var á bíl Svandísar, má sjá hér á myndinni fyrir aftan lögreglukonuna.Svandís segir að það hafi verið heppni að lögreglan var akkúrat að keyra Hverfisgötuna í nótt þegar hún sá mennina tvo vera að ýta bílnum sem þeir voru á í burtu en sá bíll var óökufær eftir áreksturinn. Að sögn Svandísar hrökk hún upp úr svefni um klukkan 2:20 í nótt þegar hún heyrði mikinn dynk. „Það er hrikalegt að lenda í að vakna við þetta. Ég var bara uppi í rúmi og vakna við einhvern dynk, þetta var mjög hátt svo þetta hefur verið mikið högg, en hugsa bara að ég fari aftur að sofa. Maðurinn minn var hins vegar búinn að fara út í glugga og sagði mér að það hefði verið keyrt á bílinn. Þá var lögreglan komin á vettvang en ég hljóp bara út á náttfötunum,“ segir Svandís í samtali við Vísi.Eins og sést á þessari mynd er bíll Svandísar illa farinn.Hún veit ekki nákvæmlega í hvernig ástandi bíllinn hennar er en annað dekkið að framan sprakk auk þess sem hún telur að öxullinn sé brotinn eða hjólabúnaðurinn farinn þar sem dekkið var hálfpartinn komið inn í bílinn. „Þetta var það mikið högg að bíllinn fer bara úr stæðinu og upp á staurinn og liggur þar láréttur,“ segir Svandís. Eins og áður segir hefur mönnunum sem voru í bílnum sem ekið var á bíl Svandísar látnir lausir í dag en málið fer nú sína leið í kerfinu að sögn lögreglu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49