Segir SÁÁ standa í vegi fyrir umbótum í meðferðarstarfi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. apríl 2018 08:00 Á Vogi er sérstök deild fyrir börn og ungmenni. Herbergið á myndinni er á deildinni. Vísir/ernir „Það er ákveðin hindrun í þessu meðferðarkerfi hve valdamikil stofnun SÁÁ er,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Hún segir SÁÁ ætíð hafa fulltrúa í helstu stefnumótunarnefndum um meðferðarstarf og að það hafi staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna. Kristín gagnrýnir fleira í starfsemi SÁÁ, meðal annars menntun meðferðarráðgjafa sem hún segir að beri mikla ábyrgð á meðferðarstarfinu. „Þessir áfengis- og vímuefnaráðgjafar hafa fengið 300 stundir í fyrirlestrum innan SÁÁ sem er svipað og ein önn í framhaldsskóla,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að auka teymisvinnu fagmenntaðs fólks í meðferðarstarfinu.Kristín I. Pálsdóttir, Norræna húsiðÞá gagnrýnir Kristín þá nálgun að einblínt sé á vandann sem sérstakan sjúkdóm. „Börn með fíknivanda eru flest með annan vanda undirliggjandi, geðrænan eða félagslegan, og það þarf að meðhöndla þann vanda og nógu fljótt áður en þau fara að meðhöndla hann sjálf og nota fíkniefni til að deyfa sig.“ Þessi nálgun hafi ekki síst staðið í vegi fyrir þróun meðferðarstarfs að mati Kristínar sem bendir á að Ísland hafi í miklum mæli horft til Bandaríkjanna í meðferðarstarfi þar sem mikil áhersla hafi verið á meðferðir eftir 12 spora módelinu sem henti ekki vel fyrir börn og unglinga. Kristín og félagar hennar í Rótinni hafa einnig gagnrýnt sérstaklega að börn séu í meðferð innan um fullorðna á sjúkrahúsinu Vogi. „Það er bara einn afvötnunarspítali og þess vegna eru börn send þangað. Það er enginn annar staður,“ segir Kristín og bendir á að á sama stað sé verið að senda fólk til að ljúka afplánun refsidóma fyrir alls konar brot. „Við erum með sérstakan barnaspítala og sérstaka barnageðdeild, það er ekki að ástæðulausu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að þessum öryggisþætti og öryggi er grundvöllur meðferðar,“ segir Kristín. Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, vísar þessari gagnrýni Rótarinnar á bug og segir ungmennadeildina á Vogi alveg lokaða með öfluga öryggisgæslu við innganga. Hann segir gríðarlega gott starf unnið á ungmennadeildinni undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ráðgjafa. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir kortlagningu á bæði fjölda og fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og ungmenna með fíknivanda standa fyrir dyrum í ráðuneytinu og þeirri vinnu eigi að ljúka innan tveggja mánaða. „Ég er að leggja mikla áherslu á málefni barna enda hef ég trú á því að ef við grípum fyrr inn í, þá sé engin fjárfesting betri fyrir samfélagið,“ segir Ásmundur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
„Það er ákveðin hindrun í þessu meðferðarkerfi hve valdamikil stofnun SÁÁ er,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Hún segir SÁÁ ætíð hafa fulltrúa í helstu stefnumótunarnefndum um meðferðarstarf og að það hafi staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna. Kristín gagnrýnir fleira í starfsemi SÁÁ, meðal annars menntun meðferðarráðgjafa sem hún segir að beri mikla ábyrgð á meðferðarstarfinu. „Þessir áfengis- og vímuefnaráðgjafar hafa fengið 300 stundir í fyrirlestrum innan SÁÁ sem er svipað og ein önn í framhaldsskóla,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að auka teymisvinnu fagmenntaðs fólks í meðferðarstarfinu.Kristín I. Pálsdóttir, Norræna húsiðÞá gagnrýnir Kristín þá nálgun að einblínt sé á vandann sem sérstakan sjúkdóm. „Börn með fíknivanda eru flest með annan vanda undirliggjandi, geðrænan eða félagslegan, og það þarf að meðhöndla þann vanda og nógu fljótt áður en þau fara að meðhöndla hann sjálf og nota fíkniefni til að deyfa sig.“ Þessi nálgun hafi ekki síst staðið í vegi fyrir þróun meðferðarstarfs að mati Kristínar sem bendir á að Ísland hafi í miklum mæli horft til Bandaríkjanna í meðferðarstarfi þar sem mikil áhersla hafi verið á meðferðir eftir 12 spora módelinu sem henti ekki vel fyrir börn og unglinga. Kristín og félagar hennar í Rótinni hafa einnig gagnrýnt sérstaklega að börn séu í meðferð innan um fullorðna á sjúkrahúsinu Vogi. „Það er bara einn afvötnunarspítali og þess vegna eru börn send þangað. Það er enginn annar staður,“ segir Kristín og bendir á að á sama stað sé verið að senda fólk til að ljúka afplánun refsidóma fyrir alls konar brot. „Við erum með sérstakan barnaspítala og sérstaka barnageðdeild, það er ekki að ástæðulausu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að þessum öryggisþætti og öryggi er grundvöllur meðferðar,“ segir Kristín. Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, vísar þessari gagnrýni Rótarinnar á bug og segir ungmennadeildina á Vogi alveg lokaða með öfluga öryggisgæslu við innganga. Hann segir gríðarlega gott starf unnið á ungmennadeildinni undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ráðgjafa. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir kortlagningu á bæði fjölda og fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og ungmenna með fíknivanda standa fyrir dyrum í ráðuneytinu og þeirri vinnu eigi að ljúka innan tveggja mánaða. „Ég er að leggja mikla áherslu á málefni barna enda hef ég trú á því að ef við grípum fyrr inn í, þá sé engin fjárfesting betri fyrir samfélagið,“ segir Ásmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16
Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22