Styttum vinnuvikuna Líf Magneudóttir skrifar 11. apríl 2018 07:00 Við ættum að vera stórhuga og stytta verulega vinnuvikuna. Reynslan af tilraunaverkefninu okkar í Reykjavík, sem rímar við reynslu annars staðar í heiminum, hefur sýnt að það hefur margvísleg áhrif til góðs á samfélagið. Þeir sem vinna færri en 40 stundir á viku eru afkastameiri hverja unna klukkustund en þeir sem vinna lengri vinnudag. Lífsgæðin versna því ekki við þetta heldur aukast. Rannsóknir sýna að landsframleiðsla er ekki meiri í þeim löndum þar sem vinnuvikan er lengri. Streita minnkar, veikindadögum fækkar og fólk er ánægðara í vinnunni. Auk þessara kosta myndast meira svigrúm til að sinna fjölskyldu, börnum og maka, ættingjum, vinum og samferðafólki okkar. Við fáum þannig meiri tíma með þeim sem okkur þykir vænt um og getum frekar sinnt frístundum eða tekið þátt í samfélagslegum verkefnum. Styttri vinnuvika styrkir því lýðræðið, bætir samskipti og eflir innviði samfélagsins. Við stuðlum að meiri samfélagslegum jöfnuði með styttri vinnuviku. Forsendan fyrir framgangi í starfi felst ekki aðallega í löngum vinnudegi. Með styttri vinnuviku dregur úr kostnaði við umönnun barna, hraðinn í atvinnulífinu minnkar og færir okkur frá hugmyndinni um að vinnan sé tilgangur lífsins. Vistspor okkar minnkar, meiri tími gefst til að lifa sjálfbærara lífi og draga úr óþarfa neyslu og notkun einkabílsins. Að auki felst í þessu fyrirkomulagi auðveldari aðlögun að því að minnka við sig vinnu þegar líður á ævina og undirbúa eftirlaunaárin. Viðbrigðin við að hætta að vinna, sem oft stuðlar að veikindum, kvíða og þunglyndi, yrðu einfaldlega ekki eins mikil. Almenningsviðhorfið í þessum efnum getur breyst ansi hratt með róttækum aðgerðum. Við förum fljótt úr vanþóknun yfir í velþóknun. Ég lít svo á að þessi litlu en mikilvægu skref sem stigin hafa verið með tilraunaverkefnið í Reykjavíkurborg séu upphafið að samtali á landsvísu – samtali milli stjórnvalda, verkalýðshreyfinga, atvinnurekenda og almennings. Það yrði heillavænlegt skref, sem við Vinstri græn lögðum til á sínum tíma að yrði stigið, í átt að betra og manneskjulegra samfélagi. Til hamingju, Reykjavík, með það.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Líf Magneudóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Við ættum að vera stórhuga og stytta verulega vinnuvikuna. Reynslan af tilraunaverkefninu okkar í Reykjavík, sem rímar við reynslu annars staðar í heiminum, hefur sýnt að það hefur margvísleg áhrif til góðs á samfélagið. Þeir sem vinna færri en 40 stundir á viku eru afkastameiri hverja unna klukkustund en þeir sem vinna lengri vinnudag. Lífsgæðin versna því ekki við þetta heldur aukast. Rannsóknir sýna að landsframleiðsla er ekki meiri í þeim löndum þar sem vinnuvikan er lengri. Streita minnkar, veikindadögum fækkar og fólk er ánægðara í vinnunni. Auk þessara kosta myndast meira svigrúm til að sinna fjölskyldu, börnum og maka, ættingjum, vinum og samferðafólki okkar. Við fáum þannig meiri tíma með þeim sem okkur þykir vænt um og getum frekar sinnt frístundum eða tekið þátt í samfélagslegum verkefnum. Styttri vinnuvika styrkir því lýðræðið, bætir samskipti og eflir innviði samfélagsins. Við stuðlum að meiri samfélagslegum jöfnuði með styttri vinnuviku. Forsendan fyrir framgangi í starfi felst ekki aðallega í löngum vinnudegi. Með styttri vinnuviku dregur úr kostnaði við umönnun barna, hraðinn í atvinnulífinu minnkar og færir okkur frá hugmyndinni um að vinnan sé tilgangur lífsins. Vistspor okkar minnkar, meiri tími gefst til að lifa sjálfbærara lífi og draga úr óþarfa neyslu og notkun einkabílsins. Að auki felst í þessu fyrirkomulagi auðveldari aðlögun að því að minnka við sig vinnu þegar líður á ævina og undirbúa eftirlaunaárin. Viðbrigðin við að hætta að vinna, sem oft stuðlar að veikindum, kvíða og þunglyndi, yrðu einfaldlega ekki eins mikil. Almenningsviðhorfið í þessum efnum getur breyst ansi hratt með róttækum aðgerðum. Við förum fljótt úr vanþóknun yfir í velþóknun. Ég lít svo á að þessi litlu en mikilvægu skref sem stigin hafa verið með tilraunaverkefnið í Reykjavíkurborg séu upphafið að samtali á landsvísu – samtali milli stjórnvalda, verkalýðshreyfinga, atvinnurekenda og almennings. Það yrði heillavænlegt skref, sem við Vinstri græn lögðum til á sínum tíma að yrði stigið, í átt að betra og manneskjulegra samfélagi. Til hamingju, Reykjavík, með það.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar