

Styttum vinnuvikuna
Þeir sem vinna færri en 40 stundir á viku eru afkastameiri hverja unna klukkustund en þeir sem vinna lengri vinnudag. Lífsgæðin versna því ekki við þetta heldur aukast. Rannsóknir sýna að landsframleiðsla er ekki meiri í þeim löndum þar sem vinnuvikan er lengri. Streita minnkar, veikindadögum fækkar og fólk er ánægðara í vinnunni.
Auk þessara kosta myndast meira svigrúm til að sinna fjölskyldu, börnum og maka, ættingjum, vinum og samferðafólki okkar. Við fáum þannig meiri tíma með þeim sem okkur þykir vænt um og getum frekar sinnt frístundum eða tekið þátt í samfélagslegum verkefnum. Styttri vinnuvika styrkir því lýðræðið, bætir samskipti og eflir innviði samfélagsins.
Við stuðlum að meiri samfélagslegum jöfnuði með styttri vinnuviku. Forsendan fyrir framgangi í starfi felst ekki aðallega í löngum vinnudegi. Með styttri vinnuviku dregur úr kostnaði við umönnun barna, hraðinn í atvinnulífinu minnkar og færir okkur frá hugmyndinni um að vinnan sé tilgangur lífsins. Vistspor okkar minnkar, meiri tími gefst til að lifa sjálfbærara lífi og draga úr óþarfa neyslu og notkun einkabílsins.
Að auki felst í þessu fyrirkomulagi auðveldari aðlögun að því að minnka við sig vinnu þegar líður á ævina og undirbúa eftirlaunaárin. Viðbrigðin við að hætta að vinna, sem oft stuðlar að veikindum, kvíða og þunglyndi, yrðu einfaldlega ekki eins mikil. Almenningsviðhorfið í þessum efnum getur breyst ansi hratt með róttækum aðgerðum. Við förum fljótt úr vanþóknun yfir í velþóknun. Ég lít svo á að þessi litlu en mikilvægu skref sem stigin hafa verið með tilraunaverkefnið í Reykjavíkurborg séu upphafið að samtali á landsvísu – samtali milli stjórnvalda, verkalýðshreyfinga, atvinnurekenda og almennings. Það yrði heillavænlegt skref, sem við Vinstri græn lögðum til á sínum tíma að yrði stigið, í átt að betra og manneskjulegra samfélagi. Til hamingju, Reykjavík, með það.
Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Skoðun

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar

Samstaðan er óstöðvandi afl
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands
Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar

Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ?
Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar

Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu
Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar

Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru
Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar