Hlutabréf í Facebook hækkuðu á meðan Zuckerberg sat fyrir svörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2018 23:45 Mark Zuckerberg í þinghúsinu í dag. Vísir/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Fundurinn stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir en honum lauk nú skömmu fyrir 23:30 að íslenskum tíma. Á fundinum var Zuckerberg gert að svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. „Ég gerði mistök og mér þykir fyrir því. Ég stofnaði Facebook, ég stýri því og ég ber ábyrgð á því sem gerist hér,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann las fyrir viðstadda áður en þingmenn hófu yfirheyrsluna.Starfsmenn Facebook yfirheyrðir í tengslum við Rússarannsókn Muellers Í svörum Zuckerberg við fyrirspurnum embættismanna á borð við Dianne Feinstein og Chuck Grassley kom fram að Facebook stæði í stöðugri baráttu við Rússa sem vilja notfæra sér miðilinn. Hann viðurkenndi einnig að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem stýrir Rússarannsókninni svokölluðu, hafi rætt við starfsmenn Facebook vegna rannsóknarinnar. Zuckerberg sagðist þó sjálfur ekki hafa verið tekinn viðtals í tengslum við málið. Í febrúar ákærði Mueller m.a. rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega er kölluð „Tröllaverksmiðja Rússlands“, vegna Rússarannsóknarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eins og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum, þ. á m. forsetakosningarnar þar í landi árið 2016. Vill tryggja öryggi þingkosninganna Zuckerberg sagði auk þess að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári. Zucberberg lýsti því einnig yfir að „eftir á að hyggja hefðu það greinilega verið mistök“ að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnum án þess að rannsaka málið frekar.Sjá einnig: Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Zuckerberg er talinn hafa staðið sig nokkuð vel á fundinum í dag. Til marks um það er fimm prósenta hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins sem mældist rétt áður en fyrsta fundarhlé dagsins hófst. Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Fundurinn stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir en honum lauk nú skömmu fyrir 23:30 að íslenskum tíma. Á fundinum var Zuckerberg gert að svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. „Ég gerði mistök og mér þykir fyrir því. Ég stofnaði Facebook, ég stýri því og ég ber ábyrgð á því sem gerist hér,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann las fyrir viðstadda áður en þingmenn hófu yfirheyrsluna.Starfsmenn Facebook yfirheyrðir í tengslum við Rússarannsókn Muellers Í svörum Zuckerberg við fyrirspurnum embættismanna á borð við Dianne Feinstein og Chuck Grassley kom fram að Facebook stæði í stöðugri baráttu við Rússa sem vilja notfæra sér miðilinn. Hann viðurkenndi einnig að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem stýrir Rússarannsókninni svokölluðu, hafi rætt við starfsmenn Facebook vegna rannsóknarinnar. Zuckerberg sagðist þó sjálfur ekki hafa verið tekinn viðtals í tengslum við málið. Í febrúar ákærði Mueller m.a. rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega er kölluð „Tröllaverksmiðja Rússlands“, vegna Rússarannsóknarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eins og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum, þ. á m. forsetakosningarnar þar í landi árið 2016. Vill tryggja öryggi þingkosninganna Zuckerberg sagði auk þess að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári. Zucberberg lýsti því einnig yfir að „eftir á að hyggja hefðu það greinilega verið mistök“ að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnum án þess að rannsaka málið frekar.Sjá einnig: Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Zuckerberg er talinn hafa staðið sig nokkuð vel á fundinum í dag. Til marks um það er fimm prósenta hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins sem mældist rétt áður en fyrsta fundarhlé dagsins hófst. Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27