Skagamenn fá að ráða örlögum strompsins Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 22:00 Strompurinn á Akranesi sést hér fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Íbúum á Akranesi mun standa til boða að segja sína skoðun á því hvort rífa eigi stromp Sementsverksmiðju ríkisins eða láta hann standa. Munu þeir hafa færi á að segja sína skoðun í könnun sem fer fram á vef Akraneskaupstaðar og verður kynnt fljótlega að sögn bæjarstjórans. Greint var fyrst frá könnuninni á vef Morgunblaðsins en niðurrif á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á Sementsreitnum eiga að rísa 356 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Bæjarstjórinn segir um gríðarlega breytingu að ræða á heildarmynd bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesivísir/daníel Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi hann segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið þessa könnun fyrir nokkrum vikum. Var það gert vegna umræðu um þennan gamla stromp sem hefur hefur þótt afar einkennandi fyrir ásýnd bæjarstæðisins á Akranesi. „Umræðan byrjaði fyrir ári síðan þegar við vorum að undirbúa niðurrifið. Þá voru margir þeirrar skoðunar að að hann yrði að vera áfram og það þyrfti að nýta hann með einhverjum hætti. Svo hefur umræðan verið að færast til,“ segir Sævar og nefnir til að mynda skoðanakönnun á vef Skagafrétta þar sem sex af hverjum tíu vildu rífa sementsstrompinn. „Við ætlum að taka af skarið og vera með eina vandaða skoðanakönnun á þessu og þá hafa bæjarfulltrúar þetta með framan sig þegar þeir taka ákvörðun,“ segir Sævar.Á kynningarfundi vegna framkvæmdanna kom fram í umræðu um strompinn að hann væri hættulegur og þyrfti því að rífa hann niður. Þar var einnig greint frá úttekt Mannvits á viðhaldskostnaði ef strompurinn fengi að standa. Kostnaðurinn yrði 30 milljónir króna í upphafi og síðan 2 til 3 milljónir á nokkurra ára fresti. Sævar Freyr segir vera þeirra skoðunar að strompurinn eigi að fá að víkja. „En að skilin verði eftir ummerki um hann þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því. “ Skipulag Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Íbúum á Akranesi mun standa til boða að segja sína skoðun á því hvort rífa eigi stromp Sementsverksmiðju ríkisins eða láta hann standa. Munu þeir hafa færi á að segja sína skoðun í könnun sem fer fram á vef Akraneskaupstaðar og verður kynnt fljótlega að sögn bæjarstjórans. Greint var fyrst frá könnuninni á vef Morgunblaðsins en niðurrif á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á Sementsreitnum eiga að rísa 356 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Bæjarstjórinn segir um gríðarlega breytingu að ræða á heildarmynd bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesivísir/daníel Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi hann segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið þessa könnun fyrir nokkrum vikum. Var það gert vegna umræðu um þennan gamla stromp sem hefur hefur þótt afar einkennandi fyrir ásýnd bæjarstæðisins á Akranesi. „Umræðan byrjaði fyrir ári síðan þegar við vorum að undirbúa niðurrifið. Þá voru margir þeirrar skoðunar að að hann yrði að vera áfram og það þyrfti að nýta hann með einhverjum hætti. Svo hefur umræðan verið að færast til,“ segir Sævar og nefnir til að mynda skoðanakönnun á vef Skagafrétta þar sem sex af hverjum tíu vildu rífa sementsstrompinn. „Við ætlum að taka af skarið og vera með eina vandaða skoðanakönnun á þessu og þá hafa bæjarfulltrúar þetta með framan sig þegar þeir taka ákvörðun,“ segir Sævar.Á kynningarfundi vegna framkvæmdanna kom fram í umræðu um strompinn að hann væri hættulegur og þyrfti því að rífa hann niður. Þar var einnig greint frá úttekt Mannvits á viðhaldskostnaði ef strompurinn fengi að standa. Kostnaðurinn yrði 30 milljónir króna í upphafi og síðan 2 til 3 milljónir á nokkurra ára fresti. Sævar Freyr segir vera þeirra skoðunar að strompurinn eigi að fá að víkja. „En að skilin verði eftir ummerki um hann þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því. “
Skipulag Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira