Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 10:29 Trump hellti úr skálum reiði sinnar um rassíurnar á fundi með herforingjum í gær. Þá hafði enn ekki verið greint frá þeim opinberlega. Vísir/AFP Húsleitir bandarísku alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni Donalds Trump í gærmorgun voru „árás á landið okkar í raunverulegum skilningi“ að mati forsetans. Trump sagði fréttamönnum að hann þyrfti að sjá til hvort að hann léti reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. FBI gerði rassíu á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump til margra ára, í gærmorgun. Svo virðist sem að leitirnar tengist 130.000 dollara greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem hefur sagst hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Það var embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að aðgerðinni en talið er að hún hafi byggst á upplýsingum sem Mueller hafi fundið og komið áfram.Washingon Post segir að verið sé að rannsaka Cohen fyrir möguleg bankasvik, brot á kosningalögum og önnur fjársvik.Margir sagt honum að reka Mueller Trump brást ókvæða við rassíunum þegar fréttamenn spurðu hann út í þær í gær. Kallaði hann þær „skammarlega“ og lýsti þeim ranglega þannig að FBI hefði „brotist inn“ til Cohen. Endurtók hann möntru sína um „nornaveiðar“ gegn sér. „Við sjáum til hvað kann að gerast. Margir hafa sagt: „Þú ættir að reka hann“,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvers vegna hann ræki ekki Mueller. Sakaði hann starfslið Mueller jafnframt um að vera hlutdrægt gegn sér. Forsetinn lét ekki staðar numið þar og réðst að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum. Trump hefur verið honum bálreiður allt frá því að Sessions sagði sig frá öllum málum sem vörðuðu Rússarannsóknina svonefndu í fyrra. Eins gagnrýndi hann Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með Rússarannsókninni. „Þetta er árás á landið okkar í raunverulegum skilningi, þetta er árás á það sem við stöndum öll fyrir,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Húsleitir bandarísku alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni Donalds Trump í gærmorgun voru „árás á landið okkar í raunverulegum skilningi“ að mati forsetans. Trump sagði fréttamönnum að hann þyrfti að sjá til hvort að hann léti reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. FBI gerði rassíu á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump til margra ára, í gærmorgun. Svo virðist sem að leitirnar tengist 130.000 dollara greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem hefur sagst hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Það var embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að aðgerðinni en talið er að hún hafi byggst á upplýsingum sem Mueller hafi fundið og komið áfram.Washingon Post segir að verið sé að rannsaka Cohen fyrir möguleg bankasvik, brot á kosningalögum og önnur fjársvik.Margir sagt honum að reka Mueller Trump brást ókvæða við rassíunum þegar fréttamenn spurðu hann út í þær í gær. Kallaði hann þær „skammarlega“ og lýsti þeim ranglega þannig að FBI hefði „brotist inn“ til Cohen. Endurtók hann möntru sína um „nornaveiðar“ gegn sér. „Við sjáum til hvað kann að gerast. Margir hafa sagt: „Þú ættir að reka hann“,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvers vegna hann ræki ekki Mueller. Sakaði hann starfslið Mueller jafnframt um að vera hlutdrægt gegn sér. Forsetinn lét ekki staðar numið þar og réðst að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum. Trump hefur verið honum bálreiður allt frá því að Sessions sagði sig frá öllum málum sem vörðuðu Rússarannsóknina svonefndu í fyrra. Eins gagnrýndi hann Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með Rússarannsókninni. „Þetta er árás á landið okkar í raunverulegum skilningi, þetta er árás á það sem við stöndum öll fyrir,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48