Söknuður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. apríl 2018 07:00 Dag einn fór Logi litli með föður sínum á svokölluðu rúgbrauði út á Bíldudalsflugvöll að ná í flugmann sem þar var lentur. Þetta var hann Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson og þar sem einungis var pláss fyrir einn í farþegasætinu sat hann undir Loga á leiðinni heim. Árin þar á eftir hljómaði lagið Söknuður, og fleiri lög sem þetta nýja átrúnaðargoð litla drengsins söng, á heimili hans og þar sem ég var þar heimagangur er þetta lag samofið bernsku minni. Á mínu heimili fékk ég Bítlana beint í æð. Úr herbergi föður míns hljómuðu lögin þeirra með þeim afleiðingum að það varð helsta skemmtan okkar vinanna að þenja badmintonspaða og berja kökuboxin hennar mömmu undir söng og leik fjórmenninganna frá Lifrarpolli. Þegar ég heyri þessi lög í dag finn ég að enn er ég þessi litli drengur sem ber kökuboxin hennar mömmu sinnar. Kveður svo rammt að þessu að meira að segja spegillinn nær ekki að rengja það. Máttur tónlistarinnar er nefnilega svo magnaður að löngu liðin augnablik verða fersk í minni og sál. Þannig finn ég fyrir gömlu Puma-skónum á fótum mér sem bera mig á diskótek í Grunnskóla Bíldudals í hvert sinn sem ég heyri í dúettinum Wham. Ég verð meira að segja að hafa mig allan við svo að ég verði ekki skotinn í Önnu Maríu öðru sinni. Ég sem á svona mikið undir tónlistinni stend auðvitað með Jóhanni í hans rimmu við risana sem tóku Söknuðinn ránshendi. Hann og aðrir sáðmenn söngvanna hafa nefnilega kallað fram hjá mér þennan angurværa en umfram allt fallega söknuð sem töfrar tónlistarinnar kveikja innra með mér. Til allrar hamingju er ekkert stórfyrirtækjanna orðið það stöndugt að það geti haft þann söknuð af mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Dag einn fór Logi litli með föður sínum á svokölluðu rúgbrauði út á Bíldudalsflugvöll að ná í flugmann sem þar var lentur. Þetta var hann Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson og þar sem einungis var pláss fyrir einn í farþegasætinu sat hann undir Loga á leiðinni heim. Árin þar á eftir hljómaði lagið Söknuður, og fleiri lög sem þetta nýja átrúnaðargoð litla drengsins söng, á heimili hans og þar sem ég var þar heimagangur er þetta lag samofið bernsku minni. Á mínu heimili fékk ég Bítlana beint í æð. Úr herbergi föður míns hljómuðu lögin þeirra með þeim afleiðingum að það varð helsta skemmtan okkar vinanna að þenja badmintonspaða og berja kökuboxin hennar mömmu undir söng og leik fjórmenninganna frá Lifrarpolli. Þegar ég heyri þessi lög í dag finn ég að enn er ég þessi litli drengur sem ber kökuboxin hennar mömmu sinnar. Kveður svo rammt að þessu að meira að segja spegillinn nær ekki að rengja það. Máttur tónlistarinnar er nefnilega svo magnaður að löngu liðin augnablik verða fersk í minni og sál. Þannig finn ég fyrir gömlu Puma-skónum á fótum mér sem bera mig á diskótek í Grunnskóla Bíldudals í hvert sinn sem ég heyri í dúettinum Wham. Ég verð meira að segja að hafa mig allan við svo að ég verði ekki skotinn í Önnu Maríu öðru sinni. Ég sem á svona mikið undir tónlistinni stend auðvitað með Jóhanni í hans rimmu við risana sem tóku Söknuðinn ránshendi. Hann og aðrir sáðmenn söngvanna hafa nefnilega kallað fram hjá mér þennan angurværa en umfram allt fallega söknuð sem töfrar tónlistarinnar kveikja innra með mér. Til allrar hamingju er ekkert stórfyrirtækjanna orðið það stöndugt að það geti haft þann söknuð af mér.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar